Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Kristján Már Unnarsson skrifar 22. október 2025 22:11 Örn Kjærnested hefur starfað að byggingu íbúðarhúsa í hartnær hálfa öld. Myndin er tekin við golfskála Mosfellsbæjar. Fjær sjást Geldinganes til vinstri og Gunnunes og Álfsnes til hægri. Sigurjón Ólason Ný byggingalönd sem opnast með Sundabraut gætu stækkað höfuðborgarsvæðið um þrjátíu til fjörutíu prósent, að mati eins reyndasta byggingamanns landsins. Spennandi tækifæri sem skapast með Sundabraut eru rædd við Örn Kjærnested, framkvæmdastjóra Byggingafélagsins Bakka. Í fréttum Sýnar má sjá hvernig Sundabrautin teiknast inn á landakortið og opnar þannig möguleikana á nýjum íbúðahverfum. Geldinganes er á við hálft Grafarvogshverfið, svo koma Gunnunes og Álfsnes, sem er risastórt, og loks Kjalarnes. „Sundabraut mun náttúrlega ekki gera neitt nema vaxtamörk sveitarfélaganna verði stækkuð og þeim breytt. Kjalarnesið, Álfsnesið og Gunnunesið, þetta eru allt tilvalin hverfi fyrir íbúðabyggð,” segir Örn. Hann telur höfuðborgarsvæðið í raun lítið byggt. „Það er alveg gríðarlegt land sem er óbyggt og tækifæri til þess að auka byggð verulega. Og ég myndi halda að bara þessi svæði, sem við erum búin að nefna hér, þetta gæti verið svona þrjátíu til fjörutíu prósenta stækkun á höfuðborgarsvæðinu.” Örn hefur starfað í byggingageiranum frá árinu 1977 og byggt vel á þriðja þúsund íbúða á nærri hálfrar aldar ferli, fyrst hjá Byggung í Mosfellsbæ. Hann stýrði lengi verktakafyrirtækinu Álftárósi en hefur undanfarin ár verið að byggja Helgafellshverfi í Mosfellsbæ. Hann segir byggingalandið sem opnast mjög gott og telur áhyggjur af vindafari á nesjunum óþarfar. Reynslan hafi sýnt að byggð bæti veðurfar. „Besta leiðin til þess að fá gott veðurfar er að byggja lágreista byggð. Vegna þess að ef við byggjum há hús, þá drögum við vindinn niður í hverfin. Og það er akkúrat það sem við því miður höfum verið að gera síðustu ár.” Veglínan um Álfsnes. Fjær er Geldinganes. Hér sést vel það mikla byggingarland sem verður aðgengilegra með Sundabraut.Efla Með Sundabraut muni svæði eins og Álfsnes færast mun nær borgarmiðjunni. Leiðin úr Álfsnesi og niður í miðbæ og leiðin úr Mosfellsbæ séu jafnlangar. „Þannig að allt það sem bætist við hérna á Álfsnesinu og Geldinganesinu það er nær borginni heldur en Mosfellsbær.” En á hvaða svæði myndi hann vilja byrja á? „Ég mundi segja að bæði Geldinganesið og Álfsnesið ættu að fara í uppbyggingu nú þegar. Síðan ætti Kjalarnesið að koma í framhaldi af því,” segir Örn Kjærnested. Örn skammar meðal annars sveitarfélög og fjárfesta fyrir að halda uppi lóðaverði í ítarlegra viðtali sem sjá má hér: Sundabraut Byggingariðnaður Skipulag Jarða- og lóðamál Fjármálafyrirtæki Húsnæðismál Reykjavík Mosfellsbær Borgarstjórn Tengdar fréttir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Þrír af hverjum fjórum landsmönnum eru hlynntir lagningu Sundabrautar samkvæmt nýrri könnun. Niðurstöðurnar voru kynntar í tengslum við íbúafund á Kjalarnesi í kvöld, þeim fyrsta af þremur í borginni vegna Sundabrautar. 20. október 2025 21:41 Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Sundabrú, sem Vegagerðin mælir með að verði reist yfir Kleppsvík, minnir um margt á Tromsøbrú, helsta kennileiti Tromsø, stærstu borgar Norður-Noregs. Brýrnar yrðu álíka langar og álíka háar, báðar steinsteyptar á súlum og ekki ósvipaðar útlits. 19. október 2025 07:37 Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Framkvæmdir við Sundabraut gætu hafist eftir tvö ár, gangi áform stjórnvalda eftir. Þeir sem vilja lýsa skoðun sinni hafa núna sex vikna frest, til 30. nóvember, til að koma áliti sínu á framfæri. 15. október 2025 22:00 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Í fréttum Sýnar má sjá hvernig Sundabrautin teiknast inn á landakortið og opnar þannig möguleikana á nýjum íbúðahverfum. Geldinganes er á við hálft Grafarvogshverfið, svo koma Gunnunes og Álfsnes, sem er risastórt, og loks Kjalarnes. „Sundabraut mun náttúrlega ekki gera neitt nema vaxtamörk sveitarfélaganna verði stækkuð og þeim breytt. Kjalarnesið, Álfsnesið og Gunnunesið, þetta eru allt tilvalin hverfi fyrir íbúðabyggð,” segir Örn. Hann telur höfuðborgarsvæðið í raun lítið byggt. „Það er alveg gríðarlegt land sem er óbyggt og tækifæri til þess að auka byggð verulega. Og ég myndi halda að bara þessi svæði, sem við erum búin að nefna hér, þetta gæti verið svona þrjátíu til fjörutíu prósenta stækkun á höfuðborgarsvæðinu.” Örn hefur starfað í byggingageiranum frá árinu 1977 og byggt vel á þriðja þúsund íbúða á nærri hálfrar aldar ferli, fyrst hjá Byggung í Mosfellsbæ. Hann stýrði lengi verktakafyrirtækinu Álftárósi en hefur undanfarin ár verið að byggja Helgafellshverfi í Mosfellsbæ. Hann segir byggingalandið sem opnast mjög gott og telur áhyggjur af vindafari á nesjunum óþarfar. Reynslan hafi sýnt að byggð bæti veðurfar. „Besta leiðin til þess að fá gott veðurfar er að byggja lágreista byggð. Vegna þess að ef við byggjum há hús, þá drögum við vindinn niður í hverfin. Og það er akkúrat það sem við því miður höfum verið að gera síðustu ár.” Veglínan um Álfsnes. Fjær er Geldinganes. Hér sést vel það mikla byggingarland sem verður aðgengilegra með Sundabraut.Efla Með Sundabraut muni svæði eins og Álfsnes færast mun nær borgarmiðjunni. Leiðin úr Álfsnesi og niður í miðbæ og leiðin úr Mosfellsbæ séu jafnlangar. „Þannig að allt það sem bætist við hérna á Álfsnesinu og Geldinganesinu það er nær borginni heldur en Mosfellsbær.” En á hvaða svæði myndi hann vilja byrja á? „Ég mundi segja að bæði Geldinganesið og Álfsnesið ættu að fara í uppbyggingu nú þegar. Síðan ætti Kjalarnesið að koma í framhaldi af því,” segir Örn Kjærnested. Örn skammar meðal annars sveitarfélög og fjárfesta fyrir að halda uppi lóðaverði í ítarlegra viðtali sem sjá má hér:
Sundabraut Byggingariðnaður Skipulag Jarða- og lóðamál Fjármálafyrirtæki Húsnæðismál Reykjavík Mosfellsbær Borgarstjórn Tengdar fréttir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Þrír af hverjum fjórum landsmönnum eru hlynntir lagningu Sundabrautar samkvæmt nýrri könnun. Niðurstöðurnar voru kynntar í tengslum við íbúafund á Kjalarnesi í kvöld, þeim fyrsta af þremur í borginni vegna Sundabrautar. 20. október 2025 21:41 Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Sundabrú, sem Vegagerðin mælir með að verði reist yfir Kleppsvík, minnir um margt á Tromsøbrú, helsta kennileiti Tromsø, stærstu borgar Norður-Noregs. Brýrnar yrðu álíka langar og álíka háar, báðar steinsteyptar á súlum og ekki ósvipaðar útlits. 19. október 2025 07:37 Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Framkvæmdir við Sundabraut gætu hafist eftir tvö ár, gangi áform stjórnvalda eftir. Þeir sem vilja lýsa skoðun sinni hafa núna sex vikna frest, til 30. nóvember, til að koma áliti sínu á framfæri. 15. október 2025 22:00 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Þrír af hverjum fjórum landsmönnum eru hlynntir lagningu Sundabrautar samkvæmt nýrri könnun. Niðurstöðurnar voru kynntar í tengslum við íbúafund á Kjalarnesi í kvöld, þeim fyrsta af þremur í borginni vegna Sundabrautar. 20. október 2025 21:41
Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Sundabrú, sem Vegagerðin mælir með að verði reist yfir Kleppsvík, minnir um margt á Tromsøbrú, helsta kennileiti Tromsø, stærstu borgar Norður-Noregs. Brýrnar yrðu álíka langar og álíka háar, báðar steinsteyptar á súlum og ekki ósvipaðar útlits. 19. október 2025 07:37
Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Framkvæmdir við Sundabraut gætu hafist eftir tvö ár, gangi áform stjórnvalda eftir. Þeir sem vilja lýsa skoðun sinni hafa núna sex vikna frest, til 30. nóvember, til að koma áliti sínu á framfæri. 15. október 2025 22:00