Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar 25. október 2025 10:02 Af hverju líður sumum konum vel í kringum breytingaskeiðið og tíðahvörf á meðan aðrar glíma til dæmis við svefnleysi, þreytu og þyngdaraukningu? Það er spurning sem ég hef oft velt fyrir mér í starfi mínu sem hjúkrunarfræðingur og lífsstílsráðgjafi. Í dag vitum við að það er ekki bara eitt svar, heldur um ræðir samspil margra þátta. Rannsóknir sýna að lífsstíllinn, hvernig við nærum okkur, hreyfum okkur, sofum og sinnum andlegri líðan hefur djúpstæð áhrif á það hvernig líkaminn aðlagast þeim hormónabreytingum sem fylgja breytingaskeiðinu.Þetta er kjarninn í lífsstílsvísindum (Lifestyle Medicine), nýrri og ört vaxandi nálgun í heilbrigðisvísindum, sem snýst um að fyrirbyggja og jafnvel snúa við langvinnum sjúkdómum með markvissum breytingum á daglegum venjum. Þegar Alþjóðlegu breytingaskeiðssamtökin (International Menopause Society, IMS) ákváðu að helga árið 2025 þemanu “Lifestyle medicine in menopausal health,” var það ekki tilviljun.Það er staðfesting á því að við getum haft veruleg áhrif á eigin heilsu og líðan, jafnvel á tímum mikilla líkamlegra og andlegra umbreytinga. Sex stoðir lífsstílsvísinda Lífsstílsvísindi byggja á sex stoðum sem mynda grunninn að góðri heilsu: Næring: Trefja- og próteinrík fæða sem heldur blóðsykri í jafnvægi og nærir þarmaflóruna. Hreyfing: Styrktar- og þolþjálfun sem styður bein, hjarta og efnaskipti. Svefn: Endurnærandi hvíld sem styður hormónajafnvægi og andlega heilsu. Streitustjórnun: Daglegar leiðir til að róa taugakerfið, t.d. öndun, hugleiðsla eða útivist. Að forðast skaðleg efni: Til dæmis tóbak, áfengi og unnin matvæli. Félagsleg tengsl: Stuðningur og jákvæð samskipti styrkja bæði líkama og sál. Þessar einföldu stoðir virðast oft augljósar, en þær eru sérstaklega öflugar þegar þær eru sameinaðar. Samspil hormónameðferðar og lífsstíls Fyrir margar konur getur hormónameðferð verið lykillinn að því að ná aftur jafnvægi, sérstaklega þegar einkenni hafa áhrif á svefn, orku og líðan.Það sem rannsóknir sýna æ betur er að hormónameðferð og heilbrigður lífsstíll vinna saman.Konur sem fá hormónameðferð samhliða reglulegri styrktarþjálfun og næringarríku fæði sýna betri efnaskiptaheilsu, aukinn vöðvastyrk og meiri vellíðan en þær sem fá ekki hormónameðferð. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að horfa á heilsu kvenna á breytingaskeiði út frá heildrænni nálgun, þar sem hormónajafnvægi, lífsstíll og andleg líðan mynda eina heild. Ný hugsun um miðjan aldur Breytingaskeiðið er ekki sjúkdómur, heldur umbreytingartími í lífi kvennaTími þar sem tækifæri gefst til þess að endurskoða venjur, tengjast líkamanum á ný og byggja grunn að framtíðarheilsu.Þegar við nálgumst þetta tímabil með þekkingu, skilningi og lífsstílsnálgun í stað hræðslu eða uppgjafar getur þessi tími orðið nýtt upphaf. Höfundur er lífsstílshjúkrunarfræðingur hjá GynaMedica. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvenheilsa Heilbrigðismál Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Af hverju líður sumum konum vel í kringum breytingaskeiðið og tíðahvörf á meðan aðrar glíma til dæmis við svefnleysi, þreytu og þyngdaraukningu? Það er spurning sem ég hef oft velt fyrir mér í starfi mínu sem hjúkrunarfræðingur og lífsstílsráðgjafi. Í dag vitum við að það er ekki bara eitt svar, heldur um ræðir samspil margra þátta. Rannsóknir sýna að lífsstíllinn, hvernig við nærum okkur, hreyfum okkur, sofum og sinnum andlegri líðan hefur djúpstæð áhrif á það hvernig líkaminn aðlagast þeim hormónabreytingum sem fylgja breytingaskeiðinu.Þetta er kjarninn í lífsstílsvísindum (Lifestyle Medicine), nýrri og ört vaxandi nálgun í heilbrigðisvísindum, sem snýst um að fyrirbyggja og jafnvel snúa við langvinnum sjúkdómum með markvissum breytingum á daglegum venjum. Þegar Alþjóðlegu breytingaskeiðssamtökin (International Menopause Society, IMS) ákváðu að helga árið 2025 þemanu “Lifestyle medicine in menopausal health,” var það ekki tilviljun.Það er staðfesting á því að við getum haft veruleg áhrif á eigin heilsu og líðan, jafnvel á tímum mikilla líkamlegra og andlegra umbreytinga. Sex stoðir lífsstílsvísinda Lífsstílsvísindi byggja á sex stoðum sem mynda grunninn að góðri heilsu: Næring: Trefja- og próteinrík fæða sem heldur blóðsykri í jafnvægi og nærir þarmaflóruna. Hreyfing: Styrktar- og þolþjálfun sem styður bein, hjarta og efnaskipti. Svefn: Endurnærandi hvíld sem styður hormónajafnvægi og andlega heilsu. Streitustjórnun: Daglegar leiðir til að róa taugakerfið, t.d. öndun, hugleiðsla eða útivist. Að forðast skaðleg efni: Til dæmis tóbak, áfengi og unnin matvæli. Félagsleg tengsl: Stuðningur og jákvæð samskipti styrkja bæði líkama og sál. Þessar einföldu stoðir virðast oft augljósar, en þær eru sérstaklega öflugar þegar þær eru sameinaðar. Samspil hormónameðferðar og lífsstíls Fyrir margar konur getur hormónameðferð verið lykillinn að því að ná aftur jafnvægi, sérstaklega þegar einkenni hafa áhrif á svefn, orku og líðan.Það sem rannsóknir sýna æ betur er að hormónameðferð og heilbrigður lífsstíll vinna saman.Konur sem fá hormónameðferð samhliða reglulegri styrktarþjálfun og næringarríku fæði sýna betri efnaskiptaheilsu, aukinn vöðvastyrk og meiri vellíðan en þær sem fá ekki hormónameðferð. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að horfa á heilsu kvenna á breytingaskeiði út frá heildrænni nálgun, þar sem hormónajafnvægi, lífsstíll og andleg líðan mynda eina heild. Ný hugsun um miðjan aldur Breytingaskeiðið er ekki sjúkdómur, heldur umbreytingartími í lífi kvennaTími þar sem tækifæri gefst til þess að endurskoða venjur, tengjast líkamanum á ný og byggja grunn að framtíðarheilsu.Þegar við nálgumst þetta tímabil með þekkingu, skilningi og lífsstílsnálgun í stað hræðslu eða uppgjafar getur þessi tími orðið nýtt upphaf. Höfundur er lífsstílshjúkrunarfræðingur hjá GynaMedica.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun