Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar 23. október 2025 12:30 Pyrros var öflugur grískur herforingi sem átti í baráttu við Rómverja um 300 árum fyrir okkar tímatal. Þegar bókhaldið var gert upp eftir einn sigurinn á hann að hafa sagt að hann þyldi ekki fleiri svona sigra. Sigurinn var of dýrkeyptur. Svona sigrar hafa verið margir í sögunni og er oft svo í nútímanum, til dæmis í dómsmálum. Nýlega gekk dómur um útlán banka í dómskerfi landsins. Niðurstaðan er furðuleg og sé þetta sigur er ljóst að hann er mjög dýrkeyptur. Mér skilst að í dómnum sé eitthvað sagt um stýrivexti seðlabanka sem er fráleitt eina eðlilega viðmiðið. Í daglegu tali er oft rætt um banka sem sérstaka óvini og gefið í skyn að þeir séu að leika sér að því að fara illa með viðskiptavini. Þetta er alveg fráleitt viðhorf þó því sé fjarri að bankar séu einhverjir guðir. Bankar eru þjónustu fyrirtæki sem vilja trygga viðskiptavini sem koma aftur og aftur. Til að svo sé þarf verðlagning þjónustu að vera rétt. Starfsemi banka er að miklu leyti miðlunarstarf, svipað og fasteignasalar. Bankar miðla lausafé og greiðslum og þurfa að verðleggja þá þjónustu. Vextir eru verð á tíma og trausti og fráleitt að miðlarar ákvarði þá. Miðlararnir verða taka þeim vöxtum sem markaðurinn skammtar þeim. Í einföldustu mynd þá er gefið út skuldabréf á markaði með einhverju skilmálum. Það þarf að borga vexti, afborganir og þóknun til miðlarans. Í hinum stóra heimi eru til miðlarar sem ekki taka stöðu í skuldabréfunum, þ.e. þeir braska ekki sjálfir með skuldabréfin. Skilaboð þeirra til viðskiptavina eru: Við snertum ekki skilmála skuldabréfsins, þú bara gerir eins og skilmálarnir segja og borgar okkur þóknun fyrir miðlunina. Þóknunin breytist oft þó skilmálar skuldabréfsins geri það ekki. Er þetta besta leiðin? Sumir telja að hægt sé að gera betur með því að láta miðlarann leggja fram eigin fé og láta síðan miðlarann braska með summuna. Hugmyndin er að færni braskarans skili sér í betri viðskiptakjörum. Bankar eiga oft enga (nánast) peninga. Þeir miðla annarra peningum. Bankarnir borga ekki bankaskattinn. Það eru viðskiptavinirnir sem borga hann í gegnum þjónustuna. Eftir dóma hæstaréttar þarf her manns á háu kaupi, lögfræðinga og reiknimeistara, til að fara yfir gamla samninga. Það er ljóst að sú yfirferð er ekki ókeypis og viðskiptavinirnir borga hana. Nýlegur dómur veldur hökti í miðluninni sem skaðar marga. Fasteignasalar, seljendur og kaupendur finna strax fyrir þessu en á endanum lendir allt samfélagið í þessu. Sé dómur hæstaréttar í samræmi við lög þarf að breyta lögunum sem fyrst. Stýrivextir eru ekki algilt viðmið. Neytendur og samfélagið þurfa ekki fleiri sigra af þessari gerð. Helgi Tómasson, prófessor emeritus í hagrannsóknum og tölfræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Tómasson Vaxtamálið Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Pyrros var öflugur grískur herforingi sem átti í baráttu við Rómverja um 300 árum fyrir okkar tímatal. Þegar bókhaldið var gert upp eftir einn sigurinn á hann að hafa sagt að hann þyldi ekki fleiri svona sigra. Sigurinn var of dýrkeyptur. Svona sigrar hafa verið margir í sögunni og er oft svo í nútímanum, til dæmis í dómsmálum. Nýlega gekk dómur um útlán banka í dómskerfi landsins. Niðurstaðan er furðuleg og sé þetta sigur er ljóst að hann er mjög dýrkeyptur. Mér skilst að í dómnum sé eitthvað sagt um stýrivexti seðlabanka sem er fráleitt eina eðlilega viðmiðið. Í daglegu tali er oft rætt um banka sem sérstaka óvini og gefið í skyn að þeir séu að leika sér að því að fara illa með viðskiptavini. Þetta er alveg fráleitt viðhorf þó því sé fjarri að bankar séu einhverjir guðir. Bankar eru þjónustu fyrirtæki sem vilja trygga viðskiptavini sem koma aftur og aftur. Til að svo sé þarf verðlagning þjónustu að vera rétt. Starfsemi banka er að miklu leyti miðlunarstarf, svipað og fasteignasalar. Bankar miðla lausafé og greiðslum og þurfa að verðleggja þá þjónustu. Vextir eru verð á tíma og trausti og fráleitt að miðlarar ákvarði þá. Miðlararnir verða taka þeim vöxtum sem markaðurinn skammtar þeim. Í einföldustu mynd þá er gefið út skuldabréf á markaði með einhverju skilmálum. Það þarf að borga vexti, afborganir og þóknun til miðlarans. Í hinum stóra heimi eru til miðlarar sem ekki taka stöðu í skuldabréfunum, þ.e. þeir braska ekki sjálfir með skuldabréfin. Skilaboð þeirra til viðskiptavina eru: Við snertum ekki skilmála skuldabréfsins, þú bara gerir eins og skilmálarnir segja og borgar okkur þóknun fyrir miðlunina. Þóknunin breytist oft þó skilmálar skuldabréfsins geri það ekki. Er þetta besta leiðin? Sumir telja að hægt sé að gera betur með því að láta miðlarann leggja fram eigin fé og láta síðan miðlarann braska með summuna. Hugmyndin er að færni braskarans skili sér í betri viðskiptakjörum. Bankar eiga oft enga (nánast) peninga. Þeir miðla annarra peningum. Bankarnir borga ekki bankaskattinn. Það eru viðskiptavinirnir sem borga hann í gegnum þjónustuna. Eftir dóma hæstaréttar þarf her manns á háu kaupi, lögfræðinga og reiknimeistara, til að fara yfir gamla samninga. Það er ljóst að sú yfirferð er ekki ókeypis og viðskiptavinirnir borga hana. Nýlegur dómur veldur hökti í miðluninni sem skaðar marga. Fasteignasalar, seljendur og kaupendur finna strax fyrir þessu en á endanum lendir allt samfélagið í þessu. Sé dómur hæstaréttar í samræmi við lög þarf að breyta lögunum sem fyrst. Stýrivextir eru ekki algilt viðmið. Neytendur og samfélagið þurfa ekki fleiri sigra af þessari gerð. Helgi Tómasson, prófessor emeritus í hagrannsóknum og tölfræði
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun