Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar 23. október 2025 13:32 Í ár fögnum við fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins sem eru stór tímamót í sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi. Við megum svo sannarlega vera stolt af því hve langt við höfum náð. Konur leiða nú ríkisstjórn Íslands, Reykjavíkurborg, forsetaembættið og kirkjuna og fleiri embætti. Þessir sigrar segja þó ekki alla söguna. Því þrátt fyrir þessa sigra eru enn greinileg merki þess að konur hafi ekki nærri því náð fullum jöfnuði á vinnumarkaði. Launamunur er enn til staðar, konur eru færri í framkvæmdastjórnum, fá minna fjármagn í frumkvöðlastarfi og eru sjaldnar í lykilhlutverkum í atvinnulífinu. Við höfum sannarlega fengið sæti við borðið en sætin okkar eru of fá. Konur sem sitja við borðið í dag bera mikla ábyrgð og þær hafa val. Þær geta valið að nota áhrif sín til að fjölga röddum, skapa rými og opna dyr fyrir aðrar konur. Sjálf hef ég tekið upp þann sið að segja alltaf já þegar mér er boðið að tala á opinberum vettvangi en jafnframt að stinga upp á annarri konu með mér eða í staðinn fyrir mig ef svo ber undir að ég komist ekki. Það eru ótal margar leiðir til að lyfta konum upp. Það er hægt að stinga upp á konum þegar leitað er að sérfræðingi, stjórnarmanni eða ræðumanni og deila sviðinu og nota athygli sína til að draga aðra fram í sviðsljósið. Bjóða ungri konu að fylgja sér á fund eða í verkefni til þess að miðla reynslu eða opna dyr. Mæla með konum opinberlega fyrir verkefni eða stöður í stað þess að hrósa þeim (oftar en ekki í hljóði). Spyrja af hverju engin kona sé boðuð þegar hópurinn við borðið er einsleitur. Og að muna að það sem kann að virðast lítið tækifæri fyrir þig getur verið stórt skref fyrir aðra konu. Ég er alls ekki að firra karlmenn ábyrgð, því jafnrétti er sameiginlegt verkefni okkar allra. En þegar boða þarf breytingar og kveikja nýja bylgju jafnréttis hafa konur sögulega sýnt að þær leiða slíkar byltingar best. Þær vita hvernig það er að þurfa að berjast fyrir plássi og þær vita líka nákvæmlega hvað þarf að gera til skapa það fyrir aðra. Við erum sannarlega mættar en okkur þarf að fjölga í efstu stöðum í atvinnulífinu. Kvennafrídagurinn minnir okkur á að jafnrétti er ekki áfangastaður heldur ferli. Við eigum ekki aðeins að mæta þegar röðin kemur að okkur, heldur verðum við að beita okkur fyrir því að fá fleiri konur við borðið. En þori ég, vil ég, get ég. Já ég þori get og vil. Höfundur er fyrrum stjórnarmaður WomenTechIceland og stjórnarformaður Rafal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í ár fögnum við fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins sem eru stór tímamót í sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi. Við megum svo sannarlega vera stolt af því hve langt við höfum náð. Konur leiða nú ríkisstjórn Íslands, Reykjavíkurborg, forsetaembættið og kirkjuna og fleiri embætti. Þessir sigrar segja þó ekki alla söguna. Því þrátt fyrir þessa sigra eru enn greinileg merki þess að konur hafi ekki nærri því náð fullum jöfnuði á vinnumarkaði. Launamunur er enn til staðar, konur eru færri í framkvæmdastjórnum, fá minna fjármagn í frumkvöðlastarfi og eru sjaldnar í lykilhlutverkum í atvinnulífinu. Við höfum sannarlega fengið sæti við borðið en sætin okkar eru of fá. Konur sem sitja við borðið í dag bera mikla ábyrgð og þær hafa val. Þær geta valið að nota áhrif sín til að fjölga röddum, skapa rými og opna dyr fyrir aðrar konur. Sjálf hef ég tekið upp þann sið að segja alltaf já þegar mér er boðið að tala á opinberum vettvangi en jafnframt að stinga upp á annarri konu með mér eða í staðinn fyrir mig ef svo ber undir að ég komist ekki. Það eru ótal margar leiðir til að lyfta konum upp. Það er hægt að stinga upp á konum þegar leitað er að sérfræðingi, stjórnarmanni eða ræðumanni og deila sviðinu og nota athygli sína til að draga aðra fram í sviðsljósið. Bjóða ungri konu að fylgja sér á fund eða í verkefni til þess að miðla reynslu eða opna dyr. Mæla með konum opinberlega fyrir verkefni eða stöður í stað þess að hrósa þeim (oftar en ekki í hljóði). Spyrja af hverju engin kona sé boðuð þegar hópurinn við borðið er einsleitur. Og að muna að það sem kann að virðast lítið tækifæri fyrir þig getur verið stórt skref fyrir aðra konu. Ég er alls ekki að firra karlmenn ábyrgð, því jafnrétti er sameiginlegt verkefni okkar allra. En þegar boða þarf breytingar og kveikja nýja bylgju jafnréttis hafa konur sögulega sýnt að þær leiða slíkar byltingar best. Þær vita hvernig það er að þurfa að berjast fyrir plássi og þær vita líka nákvæmlega hvað þarf að gera til skapa það fyrir aðra. Við erum sannarlega mættar en okkur þarf að fjölga í efstu stöðum í atvinnulífinu. Kvennafrídagurinn minnir okkur á að jafnrétti er ekki áfangastaður heldur ferli. Við eigum ekki aðeins að mæta þegar röðin kemur að okkur, heldur verðum við að beita okkur fyrir því að fá fleiri konur við borðið. En þori ég, vil ég, get ég. Já ég þori get og vil. Höfundur er fyrrum stjórnarmaður WomenTechIceland og stjórnarformaður Rafal.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun