Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Atli Ísleifsson skrifar 23. október 2025 12:50 Jón Gunnar Þórðarson er stofnandi og framkvæmdastjóri Bara tala. Íslenska máltæknifyrirtækið Bara kynnti í vikunni norska útgáfu lausnarinnar undir heitinu Bare si det. Opnunarviðburðurinn fór fram í Noregi á mánudaginn í tengslum við Oslo Innovation Week og var haldinn í sendiherrabústað Íslands í Osló. Bare si det byggir á sama grunni og íslenska útgáfan Bara tala sem fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Íslandi hafa nýtt til að styðja við íslenskunám fólks með annað móðurmál en íslensku með það að markmiði að stuðla markvisst að aukinni þátttöku þeirra í samfélaginu, auknu sjálfstraust og aðgengi að vinnumarkaði. Í tilkynningu frá Bara tala segir að Högni Kristjánsson, sendiherra Íslands í Noregi og eiginkona hans Ásgerður Magnúsdóttir hafi verið gestgjafar viðburðarins. Högni Kristjánsson sendiherra Íslands í Noregi ávarpaði gesti á mánudaginn. „Chisom Udeze, stofnandi og framkvæmdastjóri Diversify kom fram á viðburðinum og talaði um mikilvægi aðgengis að tungumáli fyrir þátttöku innflytjenda í samfélaginu til að stuðla að jafnrétti. Rita Anson, verkefnastjóri hjá NorBAN og Nordic Ignite kom einnig fram og ræddi tenginguna milli fjölbreytni, nýsköpunar og þróunar lausna á vinnumarkaði,“ segir í tilkynningunni. Jón Gunnar Þórðarson, stofnandi og framkvæmdastjóri Bara tala, kynnti tilurð og framtíðarsýn lausnarinnar Bare si det og sagði frá fyrstu skrefunum í Noregi sem hafa gengið vonum framar. Teymin sem standa að baki Bara tala og Bara si det. „Við erum ótrúlega stolt af því að stíga þetta skref að opna Bare si det og vonumst til að geta stutt við nýbúa og fyrirtæki í Noregi með notendavænu og starfstengdu tungumálanámi,“ er haft eftir Jóni Gunnari. Ráðgjafafyrirtækið FOLKA AS, sem sérhæfir sig í lausnum í mannauðsmálum til fyrirtækja, eru endursöluaðilar á lausninni Bare si det fyrir Noregsmarkað. Jón greindi einnig frá því að Bara tala ehf réði nýlega markaðs og sölustjóra í Noregi. Marcus Øien, sem starfaði áður sem sölu og markaðsstjóri hjá Capeesh, fyrirtæki sem sérhæfði sig í menntatæknilausnum fyrir vinnumarkaðinn tekur við stöðunni. „Hans þekking og reynsla er gríðarlega verðmæt fyrir fyrirtækið okkar á nýjum markaði,” segir Jón Gunnar. Máltækni Noregur Íslendingar erlendis Tækni Innflytjendamál Tengdar fréttir Bara tala hlaut Menntasprotann 2024 Bara tala hlaut í dag Menntasprotann árið 2024 en Menntadagur atvinnulífsins var haldinn í ellefta sinn í morgun. Þá var Elko valið Menntafyrirtæki ársins. 14. febrúar 2024 14:22 Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Sjá meira
Bare si det byggir á sama grunni og íslenska útgáfan Bara tala sem fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Íslandi hafa nýtt til að styðja við íslenskunám fólks með annað móðurmál en íslensku með það að markmiði að stuðla markvisst að aukinni þátttöku þeirra í samfélaginu, auknu sjálfstraust og aðgengi að vinnumarkaði. Í tilkynningu frá Bara tala segir að Högni Kristjánsson, sendiherra Íslands í Noregi og eiginkona hans Ásgerður Magnúsdóttir hafi verið gestgjafar viðburðarins. Högni Kristjánsson sendiherra Íslands í Noregi ávarpaði gesti á mánudaginn. „Chisom Udeze, stofnandi og framkvæmdastjóri Diversify kom fram á viðburðinum og talaði um mikilvægi aðgengis að tungumáli fyrir þátttöku innflytjenda í samfélaginu til að stuðla að jafnrétti. Rita Anson, verkefnastjóri hjá NorBAN og Nordic Ignite kom einnig fram og ræddi tenginguna milli fjölbreytni, nýsköpunar og þróunar lausna á vinnumarkaði,“ segir í tilkynningunni. Jón Gunnar Þórðarson, stofnandi og framkvæmdastjóri Bara tala, kynnti tilurð og framtíðarsýn lausnarinnar Bare si det og sagði frá fyrstu skrefunum í Noregi sem hafa gengið vonum framar. Teymin sem standa að baki Bara tala og Bara si det. „Við erum ótrúlega stolt af því að stíga þetta skref að opna Bare si det og vonumst til að geta stutt við nýbúa og fyrirtæki í Noregi með notendavænu og starfstengdu tungumálanámi,“ er haft eftir Jóni Gunnari. Ráðgjafafyrirtækið FOLKA AS, sem sérhæfir sig í lausnum í mannauðsmálum til fyrirtækja, eru endursöluaðilar á lausninni Bare si det fyrir Noregsmarkað. Jón greindi einnig frá því að Bara tala ehf réði nýlega markaðs og sölustjóra í Noregi. Marcus Øien, sem starfaði áður sem sölu og markaðsstjóri hjá Capeesh, fyrirtæki sem sérhæfði sig í menntatæknilausnum fyrir vinnumarkaðinn tekur við stöðunni. „Hans þekking og reynsla er gríðarlega verðmæt fyrir fyrirtækið okkar á nýjum markaði,” segir Jón Gunnar.
Máltækni Noregur Íslendingar erlendis Tækni Innflytjendamál Tengdar fréttir Bara tala hlaut Menntasprotann 2024 Bara tala hlaut í dag Menntasprotann árið 2024 en Menntadagur atvinnulífsins var haldinn í ellefta sinn í morgun. Þá var Elko valið Menntafyrirtæki ársins. 14. febrúar 2024 14:22 Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Sjá meira
Bara tala hlaut Menntasprotann 2024 Bara tala hlaut í dag Menntasprotann árið 2024 en Menntadagur atvinnulífsins var haldinn í ellefta sinn í morgun. Þá var Elko valið Menntafyrirtæki ársins. 14. febrúar 2024 14:22