Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar 23. október 2025 14:00 Ungt fólk á Íslandi er að alast upp við þann veruleika að veðmál er að verða eðlilegur partur af hinu daglega lífi. Mögulegt er að stunda veðmál á örskotsstundu hvar og hvenær sem er án eftirlits. Með farsímanum hafa ólöglegar veðmálasíður rutt sér leið inn í daglegt líf fólks m.a. inn í kennslustofuna, inn í búningsklefa íþróttafélaga, inn á heimilið og inn í svefnherbergið. Við sjáum allt niður í 13–14 ára drengi prófa sig áfram í veðmálum án eftirlits eða skilnings á því hvað þeir eru að taka þátt í. Ekki er aðeins verið að elta auðfenginn gróða, heldur einnig spennuna, adrenalínið og að verða hluti af samfélaginu sem hefur myndast að einhverju leyti út frá samfélagsmiðlum og áhrifavöldum. Samkvæmt nýjustu úttekt Kveiks og bandaríska ráðgjafafyrirtækisins Yield Sec eyða Íslendingar allt að 36 milljörðum króna á erlendum veðmálasíðum á ári.Það gerir um 80% allra veðmála Íslendinga sem þrífst án eftirlits. Gríðarlegir fjármunir streyma daglega úr landi til fyrirtækja sem hvorki greiða skatta né leggja nokkuð af mörkum til samfélagsins. Þau fjárfesta ekki í íþróttum, velferð, menntun eða forvörnum. Þau fjárfesta frekar í grípandi auglýsingum í gegnum samfélagsmiðla og áhrifavalda. Á sama tíma fá íslensk fyrirtæki, sem eru með starfsleyfi, aðeins um fimmtung af markaðnum en sú starfsemi hefur það hlutverk að skila ágóðanum til góðra málefna. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra segir réttilega að óbreytt staða sé helsta vandamálið. Það skiptir máli að skapa heilbrigða og gagnsæja umgjörð í stað þess að banna. Í því sambandi er upplagt að skoða hvernig Norðurlöndin náð stjórn á veðmálastarfsemi með reglum, yfirsýn og eftirliti. Lausnin er ekki að loka augunum, heldur að mynda traust og gagnsætt umhverfi sem verndar börn, ungt fólk og samfélagið allt. Til að fjalla um þessa nýju áskorun í íslensku samfélagi hefur Viðreisn boðað til opins fundar laugardaginn 25. október kl. 11:00 í fundarsal Viðreisnar að Suðurlandsbraut 22 í Reykjavík, þar sem rætt verður um áhrif, ábyrgð og lausnir er varðar ólöglega veðmálastarfsemi á Íslandi. Framsögumenn verða meðal annars Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir, sálfræðingur, Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, Sverrir Páll Einarsson, formaður Uppreisnar, og Grímur Grímsson, alþingismaður. Fundarstjóri verður Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar. Fundurinn er opinn öllum og um er að ræða gott tækifæri til að ræða brýnt samfélagsmál með opnum huga, ábyrgð og lausnamiðaðri sýn. Höfundur er stjórnarmaður í Viðreisn Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Ungt fólk á Íslandi er að alast upp við þann veruleika að veðmál er að verða eðlilegur partur af hinu daglega lífi. Mögulegt er að stunda veðmál á örskotsstundu hvar og hvenær sem er án eftirlits. Með farsímanum hafa ólöglegar veðmálasíður rutt sér leið inn í daglegt líf fólks m.a. inn í kennslustofuna, inn í búningsklefa íþróttafélaga, inn á heimilið og inn í svefnherbergið. Við sjáum allt niður í 13–14 ára drengi prófa sig áfram í veðmálum án eftirlits eða skilnings á því hvað þeir eru að taka þátt í. Ekki er aðeins verið að elta auðfenginn gróða, heldur einnig spennuna, adrenalínið og að verða hluti af samfélaginu sem hefur myndast að einhverju leyti út frá samfélagsmiðlum og áhrifavöldum. Samkvæmt nýjustu úttekt Kveiks og bandaríska ráðgjafafyrirtækisins Yield Sec eyða Íslendingar allt að 36 milljörðum króna á erlendum veðmálasíðum á ári.Það gerir um 80% allra veðmála Íslendinga sem þrífst án eftirlits. Gríðarlegir fjármunir streyma daglega úr landi til fyrirtækja sem hvorki greiða skatta né leggja nokkuð af mörkum til samfélagsins. Þau fjárfesta ekki í íþróttum, velferð, menntun eða forvörnum. Þau fjárfesta frekar í grípandi auglýsingum í gegnum samfélagsmiðla og áhrifavalda. Á sama tíma fá íslensk fyrirtæki, sem eru með starfsleyfi, aðeins um fimmtung af markaðnum en sú starfsemi hefur það hlutverk að skila ágóðanum til góðra málefna. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra segir réttilega að óbreytt staða sé helsta vandamálið. Það skiptir máli að skapa heilbrigða og gagnsæja umgjörð í stað þess að banna. Í því sambandi er upplagt að skoða hvernig Norðurlöndin náð stjórn á veðmálastarfsemi með reglum, yfirsýn og eftirliti. Lausnin er ekki að loka augunum, heldur að mynda traust og gagnsætt umhverfi sem verndar börn, ungt fólk og samfélagið allt. Til að fjalla um þessa nýju áskorun í íslensku samfélagi hefur Viðreisn boðað til opins fundar laugardaginn 25. október kl. 11:00 í fundarsal Viðreisnar að Suðurlandsbraut 22 í Reykjavík, þar sem rætt verður um áhrif, ábyrgð og lausnir er varðar ólöglega veðmálastarfsemi á Íslandi. Framsögumenn verða meðal annars Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir, sálfræðingur, Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, Sverrir Páll Einarsson, formaður Uppreisnar, og Grímur Grímsson, alþingismaður. Fundarstjóri verður Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar. Fundurinn er opinn öllum og um er að ræða gott tækifæri til að ræða brýnt samfélagsmál með opnum huga, ábyrgð og lausnamiðaðri sýn. Höfundur er stjórnarmaður í Viðreisn Reykjavík
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun