Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. október 2025 08:02 Kristófer Acox gæti enn átt yfir höfði sér refsingu fyrir sinn þátt í að auglýsa veðmál í Bónus-deildinni fyrir ólöglega veðmálasíðu. Vísir / Guðmundur Mál Kristófers Acox vegna auglýsingar á ólöglegri veðmálastarfsemi er enn til skoðunar hjá KKÍ sem hefur fengið fleiri ábendingar á þeim nótum. Framkvæmdastjóri sambandsins kallar eftir breytingum á úreltri löggjöf með það fyrir augum að erlend veðmálafyrirtæki séu skattskyld hérlendis. Veðmálastarfsemi hefur verið mikið til umræðu hérlendis undanfarnar vikur, sér í lagi eftir að mynd af Kristófer Acox var birt á samfélagsmiðlum Coolbet, ólöglegri erlendri veðmálasíðu, ásamt uppástungu að veðmálum á leiki í Bónus-deild karla á samfélagsmiðlum. Hannes S. Jónsson framkvæmdastjóri KKÍ vill lítið sjá sig um einstök mál en segir að enn sé til skoðunar hvort eigi að refsa eigi Kristófer vegna auglýsingarinnar. Rætt var við hann í Sportpakkanum á Sýn í gærkvöld. „Við höfum verið að skoða þetta mál og munum skoða það áfram. Hvað er að auglýsa og hvað er ekki að auglýsa? Það er ljóst að öllum sem koma nálægt íslenskum körfubolta eða íþróttum er bannað að veðja á sína eigin leiki en það er ekki staðan í þessu máli,“ segir Hannes og bætir við: „Það hafa fleiri mál komið inn á borð til okkar eftir að þetta kom upp.“ Því sé þörf á sameiginlegu átaki og líkt og Willum Þór Þórsson, forseti ÍSÍ, hefur greint frá hefur verið fundað stíft um málið innan hreyfingarinnar. Hagsmunir ÍSÍ eru miklir vegna stórs eignarhluta í Íslenskum getraunum og íslenskri getspá sem hafa sérleyfi á íslenskum markaði. Lög um fjárhættuspil hafa ekki tekið breytingum Í 14 ár og á þeim tíma hefur hlutdeild téðra erlendra veðmálasíðna aukist til muna þar sem talið er að Íslendingar veðji á íþróttaleiki fyrir um 20 milljarða á ári. Íþróttahreyfingin hefur barist hart gegn breytingum en nú kveður við nýjan tón. Kominn tími á breytingar „Það er kominn tími á það að við breytum öllu þessu regluverki varðandi veðmálastarfsemi á Íslandi, þegar kemur að veðmálum á íþróttaleiki. Við erum með veðmálastarfsemi í dag sem einskorðast við íslenskt fyrirtæki og það fer í íslenska íþróttahreyfingu og annað, en við þurfum að taka næsta skref og skoða þessi mál,“ segir Hannes sem kallar eftir því að íþróttahreyfing og stjórnvöld taki höndum saman við að skattleggja starfsemina og skila þannig tekjum af henni hingað til lands. „Þessi starfsemi ólöglegra fyrirtækja hér á landi þarf að vera þannig að það komi af því skattar hingað inn eða að því fylgi skyldur. Við þurfum alla vega með einhverju móti að fá af þessu tekjur,“ segir Hannes en viðtalið við hann má sjá hér að ofan. KKÍ Fjárhættuspil ÍSÍ Tengdar fréttir Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Íslendingar eyða tugum milljarða á ári á ólöglegum veðmálasíðum. Eigendur þeirra greiða enga skatta eða gjöld hér á landi vegna úreltra laga sem hefur ekki verið breytt síðan árið 2005. Dómsmálaráðherra vill breytingar en í hvaða átt skal fara? Leyfa eða banna? Málið var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag. 23. október 2025 12:02 Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Kristófer Acox og Coolbet hafa fjarlægt allar færslur þar sem leikmaðurinn sést á samfélagsmiðlum veðmálasíðunnar. Körfuknattleiksdeild Vals vildi ekki tjá sig um málið. 10. október 2025 15:00 Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfuboltamaðurinn Kristófer Acox gæti átt yfir höfði sér sekt frá Körfuknattleikssambandi Íslands fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu. Kristófer var andlit auglýsingar um veðmál á leiki í deildinni sem hann spilar sjálfur í; Bónus-deildinni. 10. október 2025 07:02 Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira
Veðmálastarfsemi hefur verið mikið til umræðu hérlendis undanfarnar vikur, sér í lagi eftir að mynd af Kristófer Acox var birt á samfélagsmiðlum Coolbet, ólöglegri erlendri veðmálasíðu, ásamt uppástungu að veðmálum á leiki í Bónus-deild karla á samfélagsmiðlum. Hannes S. Jónsson framkvæmdastjóri KKÍ vill lítið sjá sig um einstök mál en segir að enn sé til skoðunar hvort eigi að refsa eigi Kristófer vegna auglýsingarinnar. Rætt var við hann í Sportpakkanum á Sýn í gærkvöld. „Við höfum verið að skoða þetta mál og munum skoða það áfram. Hvað er að auglýsa og hvað er ekki að auglýsa? Það er ljóst að öllum sem koma nálægt íslenskum körfubolta eða íþróttum er bannað að veðja á sína eigin leiki en það er ekki staðan í þessu máli,“ segir Hannes og bætir við: „Það hafa fleiri mál komið inn á borð til okkar eftir að þetta kom upp.“ Því sé þörf á sameiginlegu átaki og líkt og Willum Þór Þórsson, forseti ÍSÍ, hefur greint frá hefur verið fundað stíft um málið innan hreyfingarinnar. Hagsmunir ÍSÍ eru miklir vegna stórs eignarhluta í Íslenskum getraunum og íslenskri getspá sem hafa sérleyfi á íslenskum markaði. Lög um fjárhættuspil hafa ekki tekið breytingum Í 14 ár og á þeim tíma hefur hlutdeild téðra erlendra veðmálasíðna aukist til muna þar sem talið er að Íslendingar veðji á íþróttaleiki fyrir um 20 milljarða á ári. Íþróttahreyfingin hefur barist hart gegn breytingum en nú kveður við nýjan tón. Kominn tími á breytingar „Það er kominn tími á það að við breytum öllu þessu regluverki varðandi veðmálastarfsemi á Íslandi, þegar kemur að veðmálum á íþróttaleiki. Við erum með veðmálastarfsemi í dag sem einskorðast við íslenskt fyrirtæki og það fer í íslenska íþróttahreyfingu og annað, en við þurfum að taka næsta skref og skoða þessi mál,“ segir Hannes sem kallar eftir því að íþróttahreyfing og stjórnvöld taki höndum saman við að skattleggja starfsemina og skila þannig tekjum af henni hingað til lands. „Þessi starfsemi ólöglegra fyrirtækja hér á landi þarf að vera þannig að það komi af því skattar hingað inn eða að því fylgi skyldur. Við þurfum alla vega með einhverju móti að fá af þessu tekjur,“ segir Hannes en viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
KKÍ Fjárhættuspil ÍSÍ Tengdar fréttir Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Íslendingar eyða tugum milljarða á ári á ólöglegum veðmálasíðum. Eigendur þeirra greiða enga skatta eða gjöld hér á landi vegna úreltra laga sem hefur ekki verið breytt síðan árið 2005. Dómsmálaráðherra vill breytingar en í hvaða átt skal fara? Leyfa eða banna? Málið var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag. 23. október 2025 12:02 Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Kristófer Acox og Coolbet hafa fjarlægt allar færslur þar sem leikmaðurinn sést á samfélagsmiðlum veðmálasíðunnar. Körfuknattleiksdeild Vals vildi ekki tjá sig um málið. 10. október 2025 15:00 Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfuboltamaðurinn Kristófer Acox gæti átt yfir höfði sér sekt frá Körfuknattleikssambandi Íslands fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu. Kristófer var andlit auglýsingar um veðmál á leiki í deildinni sem hann spilar sjálfur í; Bónus-deildinni. 10. október 2025 07:02 Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira
Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Íslendingar eyða tugum milljarða á ári á ólöglegum veðmálasíðum. Eigendur þeirra greiða enga skatta eða gjöld hér á landi vegna úreltra laga sem hefur ekki verið breytt síðan árið 2005. Dómsmálaráðherra vill breytingar en í hvaða átt skal fara? Leyfa eða banna? Málið var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag. 23. október 2025 12:02
Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Kristófer Acox og Coolbet hafa fjarlægt allar færslur þar sem leikmaðurinn sést á samfélagsmiðlum veðmálasíðunnar. Körfuknattleiksdeild Vals vildi ekki tjá sig um málið. 10. október 2025 15:00
Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfuboltamaðurinn Kristófer Acox gæti átt yfir höfði sér sekt frá Körfuknattleikssambandi Íslands fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu. Kristófer var andlit auglýsingar um veðmál á leiki í deildinni sem hann spilar sjálfur í; Bónus-deildinni. 10. október 2025 07:02