Innlent

Bein út­sending: Nú­tíma kvenna­barátta – Staða kvenna af er­lendum upp­runa á vinnu­markaði

Atli Ísleifsson skrifar
Frá kvennaverkfalli á Arnarhóli árið 2023.
Frá kvennaverkfalli á Arnarhóli árið 2023. Vísir/Vilhelm

ASÍ stendur fyrir málþingi í tilefni af kvennaverkfalli í dag sem ber yfirskriftina Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði.

Málþingið fer fram í Kaldalóni í Hörpu milli 10 og 14 en hægt verður að fylgjast með málþinginu í beinu streymi í spilaranum að neðan.

Í tilkynningu frá ASÍ segir að nú séu liðin fimmtíu ár frá kvennafrídeginum 1975, þegar konur í landinu lögðu niður störf til að krefjast jafnréttis.

„Þá minnti verkalýðsleiðtoginn Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir okkur á að kvennabaráttan ætti að snúast um að lyfta þeim sem lægst stæðu í samfélaginu. Í dag eru það konur af erlendum uppruna sem bera uppi mörg af grunnstoðastörfum samfélagsins, í ræstingum, umönnun barna og aldraðra, en búa of oft við lág laun, mikið vinnuálag og hafa lítið bakland. Þær eru verkakonur samtímans. Það eru þær sem Aðalheiður myndi tala fyrir í dag, og það er ástæðan fyrir því að við í ASÍ gerum það nú.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×