Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. október 2025 20:02 Til vinstri má sjá fréttakonu N1 sem sat undir fúkyrðaflaum í útsendingu en fjölmiðilinn tók saman myndband sem sýnir árásir gegn starfsfólki miðilsins. Til vinstri er Igor Bozic, ritstjóri N1. vísir/samsett Ítrekað er ráðist að fjölmiðlafólki í Serbíu með ofbeldi. Ritstjóri á nær einu frjálsu sjónvarpsfréttastöð landsins biðlar til Evrópuríkja um að fordæma aðför ráðamanna að fjölmiðlafrelsi. Forseti Serbíu freisti þess að ná stjórn á miðlinum. Hér að neðan sjá brot því ofbeldi sem fréttafólk sem vinnur hjá miðlinum N1 í Serbíu verður fyrir í vinnunni. Í ljósi ítrekaðra árasa tóku þau saman nokkur atvik sem náðust á myndbönd og sýndu fulltrúum fréttastofu. Klippa: Árásir á fjölmiðlafólk Ritstjóri segir árásirnar að minnsta kosti fjörutíu á árinu. „Þetta eru ekki bara árásir frá mótmælendum sem eru fylgjandi stjórnvöldum, heldur einnig árásir af hálfu lögreglunnar,“ segir Igor Bozic, ritstjóri N1. Árásirnar hafi margsinnis verið tilkynntar en viðbrögðin séu engin. Reynt að láta reka ritstjórann N1 er ein fárra frjálsra sjónvarpsstöðva í landinu, sem ekki eru með tengsl við ríkið. Hún er sú langstærsta af þeirri tegund og í raun sú eina sem sinnir landinu öllu. Stöðin er í eigu móðurfélagsins United Group og á dögunum var gerð opinber upptaka af símtali þar sem forstjóri United heyrist ræða kröfu forsetans Aleksandr Vucic um að framkvæmdastjóri félagsins verði rekinn. Að sögn Igors laut krafan að því að framkvæmdastjórinn yrði fyrst látinn fara og að síðan yrði ráðist í breytingar á skipuriti fjölmiðilsins, sem myndu enda með hans eigin uppsögn. Ráðamenn vilji losna við gagnrýni fyrir kosningar. Igor segir það mikið áhyggjuefni. „Jafnvel í síðustu kosningum var mikið um svindl og meira að segja á sjálfan kjördag. Við sáum fólk frá Bosníu flutt með rútum yfir landamærin til Serbíu til þess að greiða atkvæði. Ef við hefðum ekki greint frá því hefði enginn gert það.“ Serbía er neðarlega á lista blaðamanna án landamæra yfir fjölmiðlafrelsi í 180 ríkjum, eða í nítugasta og sjötta sæti. Til samanburðar eru Íslendingar í því sautjánda, þó talsvert neðar en hin Norðurlöndin sem skipa toppsætin. Serbía er í 96. sæti á lista samtakanna Blaðamenn án landamæra yfir fjölmiðlafrelsi í heiminum. Ísland situr í 17. sæti, talsvert neðan en hin Norðurlöndin.Vísir Igor lýsir löngum aðdraganda að núverandi stöðu; grafið hafi verið undan miðlinum með ýmsum hætti. Blaðamenn sakaðir um að flytja falsfréttir og ganga erinda annarra. Hann biðlar til Evrópuríkja um að fordæma aðför ráðamanna og bendir á að Serbar séu meðal umsóknarríkja að Evrópusambandinu. „Ef þeir loka á okkur eða hafa áhrif á starfsemi okkar mun það leiða til svartnættis í fjölmiðlalandslagi Serbíu,“ segir Igor Bozic, ritstjóri N1. Fjölmiðlar Serbía Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Sjá meira
Hér að neðan sjá brot því ofbeldi sem fréttafólk sem vinnur hjá miðlinum N1 í Serbíu verður fyrir í vinnunni. Í ljósi ítrekaðra árasa tóku þau saman nokkur atvik sem náðust á myndbönd og sýndu fulltrúum fréttastofu. Klippa: Árásir á fjölmiðlafólk Ritstjóri segir árásirnar að minnsta kosti fjörutíu á árinu. „Þetta eru ekki bara árásir frá mótmælendum sem eru fylgjandi stjórnvöldum, heldur einnig árásir af hálfu lögreglunnar,“ segir Igor Bozic, ritstjóri N1. Árásirnar hafi margsinnis verið tilkynntar en viðbrögðin séu engin. Reynt að láta reka ritstjórann N1 er ein fárra frjálsra sjónvarpsstöðva í landinu, sem ekki eru með tengsl við ríkið. Hún er sú langstærsta af þeirri tegund og í raun sú eina sem sinnir landinu öllu. Stöðin er í eigu móðurfélagsins United Group og á dögunum var gerð opinber upptaka af símtali þar sem forstjóri United heyrist ræða kröfu forsetans Aleksandr Vucic um að framkvæmdastjóri félagsins verði rekinn. Að sögn Igors laut krafan að því að framkvæmdastjórinn yrði fyrst látinn fara og að síðan yrði ráðist í breytingar á skipuriti fjölmiðilsins, sem myndu enda með hans eigin uppsögn. Ráðamenn vilji losna við gagnrýni fyrir kosningar. Igor segir það mikið áhyggjuefni. „Jafnvel í síðustu kosningum var mikið um svindl og meira að segja á sjálfan kjördag. Við sáum fólk frá Bosníu flutt með rútum yfir landamærin til Serbíu til þess að greiða atkvæði. Ef við hefðum ekki greint frá því hefði enginn gert það.“ Serbía er neðarlega á lista blaðamanna án landamæra yfir fjölmiðlafrelsi í 180 ríkjum, eða í nítugasta og sjötta sæti. Til samanburðar eru Íslendingar í því sautjánda, þó talsvert neðar en hin Norðurlöndin sem skipa toppsætin. Serbía er í 96. sæti á lista samtakanna Blaðamenn án landamæra yfir fjölmiðlafrelsi í heiminum. Ísland situr í 17. sæti, talsvert neðan en hin Norðurlöndin.Vísir Igor lýsir löngum aðdraganda að núverandi stöðu; grafið hafi verið undan miðlinum með ýmsum hætti. Blaðamenn sakaðir um að flytja falsfréttir og ganga erinda annarra. Hann biðlar til Evrópuríkja um að fordæma aðför ráðamanna og bendir á að Serbar séu meðal umsóknarríkja að Evrópusambandinu. „Ef þeir loka á okkur eða hafa áhrif á starfsemi okkar mun það leiða til svartnættis í fjölmiðlalandslagi Serbíu,“ segir Igor Bozic, ritstjóri N1.
Fjölmiðlar Serbía Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Sjá meira