„Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Sindri Sverrisson skrifar 24. október 2025 14:09 Formaðurinn Kristinn Albertsson segir það vægast sagt óheppilegt að Hugi Halldórsson, sem situr í stjórn KKÍ, auglýsi ólöglega, erlenda veðmálasíðu. Samsett/Sigurjón/X Kristinn Albertsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, tekur undir að það skjóti skökku við að stjórnarmaður sambandsins taki þátt í að auglýsa ólöglega, erlenda veðmálasíðu. Eins og fjallað var um á Vísi fyrr í dag hefur Hugi Halldórsson, sem kjörinn var í stjórn KKÍ í vor um leið og Kristinn, reglulega auglýst veðmálafyrirtækið Coolbet á samfélagsmiðlum og í hlaðvarpinu 70 mínútum. Kristinn segir Huga hafa tjáð sér að hann sé nú hættur að auglýsa Coolbet en segir jafnframt að hver stjórnarmaður verði að eiga það við sína samvisku hvort hann tali fyrir munn slíkra fyrirtækja. „Þetta er ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir, það er alveg ljóst. Í besta falli óheppilegt,“ segir Kristinn í samtali við Vísi í dag. „Það er náttúrulega ekki æskilegt að bendla sig við þessa starfsemi sem þar að auki er ólögleg, það liggur í hlutarins eðli,“ segir Kristinn. Áður hefur verið fjallað um mál Kristófers Acox sem einnig auglýsti Coolbet, og þá sérstaklega veðmál á leiki í Bónus-deildinni sem hann sjálfur spilar í, en mál hans mun enn vera til skoðunar. Sagðist hættur en stutt frá síðustu auglýsingu Formaðurinn segist ekki hafa vitað af tengslum Huga við Coolbet fyrr en fyrir skömmu síðan. „Ég frétti bara af þessu núna nýlega, í tengslum við þessar veðmálaumræður sem hafa verið í gangi. Ég er svo heppinn, eða óheppinn, að ég hef aldrei verið á neinum samfélagsmiðlum svo ýmislegt svona fer framhjá mér,“ segir Kristinn sem sá ástæðu til að ræða málið við Huga. „Hann tjáði mér að hann hefði hætt þessu fyrir einhverjum vikum síðan. Það voru sem sagt ekki viðbrögð við þessu sem er í gangi í dag heldur var hann hættur,“ segir Kristinn en þó má til að mynda heyra Huga nefna Coolbet sem sinn veðbanka í nýjasta þætti 70 mínútna, fyrir níu dögum síðan. „Hann sagðist alla vega vera hættur fyrir einhverjum tíma,“ segir Kristinn. Veltur á samvisku hvers og eins Ekki hefur náðst í Huga Halldórsson í dag. Hann var í vor kjörinn til fjögurra ára og Kristinn segir ekki hafa komið til tals í spjalli þeirra að Hugi myndi mögulega víkja úr stjórn. „Stjórn KKÍ er kjörin á ársþingi. Það veltur bara á samvisku hvers og eins hvort honum þyki ástæða til að gera einhverja breytingu. Það er ekki beint annarra stjórnarmanna eða formanns að leggja einhverjar línur með það. En þó vil ég segja að þetta er ekki æskilegt.“ KKÍ Fjárhættuspil Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Handbolti Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira
Eins og fjallað var um á Vísi fyrr í dag hefur Hugi Halldórsson, sem kjörinn var í stjórn KKÍ í vor um leið og Kristinn, reglulega auglýst veðmálafyrirtækið Coolbet á samfélagsmiðlum og í hlaðvarpinu 70 mínútum. Kristinn segir Huga hafa tjáð sér að hann sé nú hættur að auglýsa Coolbet en segir jafnframt að hver stjórnarmaður verði að eiga það við sína samvisku hvort hann tali fyrir munn slíkra fyrirtækja. „Þetta er ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir, það er alveg ljóst. Í besta falli óheppilegt,“ segir Kristinn í samtali við Vísi í dag. „Það er náttúrulega ekki æskilegt að bendla sig við þessa starfsemi sem þar að auki er ólögleg, það liggur í hlutarins eðli,“ segir Kristinn. Áður hefur verið fjallað um mál Kristófers Acox sem einnig auglýsti Coolbet, og þá sérstaklega veðmál á leiki í Bónus-deildinni sem hann sjálfur spilar í, en mál hans mun enn vera til skoðunar. Sagðist hættur en stutt frá síðustu auglýsingu Formaðurinn segist ekki hafa vitað af tengslum Huga við Coolbet fyrr en fyrir skömmu síðan. „Ég frétti bara af þessu núna nýlega, í tengslum við þessar veðmálaumræður sem hafa verið í gangi. Ég er svo heppinn, eða óheppinn, að ég hef aldrei verið á neinum samfélagsmiðlum svo ýmislegt svona fer framhjá mér,“ segir Kristinn sem sá ástæðu til að ræða málið við Huga. „Hann tjáði mér að hann hefði hætt þessu fyrir einhverjum vikum síðan. Það voru sem sagt ekki viðbrögð við þessu sem er í gangi í dag heldur var hann hættur,“ segir Kristinn en þó má til að mynda heyra Huga nefna Coolbet sem sinn veðbanka í nýjasta þætti 70 mínútna, fyrir níu dögum síðan. „Hann sagðist alla vega vera hættur fyrir einhverjum tíma,“ segir Kristinn. Veltur á samvisku hvers og eins Ekki hefur náðst í Huga Halldórsson í dag. Hann var í vor kjörinn til fjögurra ára og Kristinn segir ekki hafa komið til tals í spjalli þeirra að Hugi myndi mögulega víkja úr stjórn. „Stjórn KKÍ er kjörin á ársþingi. Það veltur bara á samvisku hvers og eins hvort honum þyki ástæða til að gera einhverja breytingu. Það er ekki beint annarra stjórnarmanna eða formanns að leggja einhverjar línur með það. En þó vil ég segja að þetta er ekki æskilegt.“
KKÍ Fjárhættuspil Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Handbolti Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira