Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Smári Jökull Jónsson skrifar 24. október 2025 20:02 Grunur um meint samráð snýr að útboðum vegna sorphirðu sveitarfélaga. Vísir/Vilhelm Samkomulag um þátttöku í útboðum og skipting á landssvæðum er á meðal þess sem samkeppniseftirlitið og héraðssaksóknari eru með til rannsóknar í samráðsmáli Terra og Kubbs. Formaður bæjarráðs Vestmannaeyja segir mikið undir en Vestmannaeyjabær bauð út sorphirðumál sveitarfélagsins á síðasta ári. Terra er á meðal umfangsmestu fyrirtækja í úrgangsþjónustu hér á landi. Terra rekur starfsstöðvar og endurvinnsluþjónustu víðsvegar um land og sinnir sorphirðu heimila og fyrirtækja. Þá hefur Kubbur haslað sér völl á síðustu árum en það var stofnað á Ísafirði árið 2006. Fyrirtækin eru með starfsmi víða um land, bæði stærri starfsstöðvar sem og minni endurvinnslustöðvar.Vísir Samkeppniseftirlitið tilkynnti um aðgerðir sínar í gær og voru sex manns handteknir en öllum var þeim sleppt eftir skýrslutöku. Terra gaf út yfirlýsingu þar sem greint var frá húsleit í húsakynnum fyrirtækisins og í morgun staðfesti Kubbur hið sama og að stjórnendur fyrirtækisins hafi verið yfirheyrðir. Rannsókn málsins beinist að útboðum sveitarfélaga á sorphirðu og hefur fréttastofa fengið ábendingar um útboð sem gætu verið til skoðunar. Í Hrunamannahreppi fór fram útboð árið 2021 þar sem Kubbur átti lægsta tilboðið. Fyrirtækið sagði sig hins vegar frá tilboðinu og í kjölfarið var samið við Terra. Svipað var uppi í Vestmannaeyjum á síðasta ári þar sem Terra, Kubbur og Íslenska gámafélagið tóku þátt í útboði. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti Kubbur lægsta tilboðið en tilboð þeirra var dæmt ógilt og því var tilboði Terra tekið en það var næstlægst. Samkvæmt heimildum fréttastofu vantaði grundvallarupplýsingar í tilboð Kubbs og heimildamenn fréttastofu segja það sérstakt að reynslumikið fyrirtæki hafi gert slík mistök og oft sé hægt að leiðrétta slíkt eftirá svo tilboð teljist gilt. Svo var hins vegar ekki gert. „Það er mikið undir“ Formaður bæjarráðs í Vestmannaeyjum segir Eyjamenn bíða spaka eftir því hvað gerist í framhaldinu. „Auðvitað hugsar maður eftir á kannski þegar maður sá þessi tíðindi þa´kemur þetta spánskt fyrir sjónir og er svolítið sérstakt þegar það vantar sovna lykilatriði inn í þegar fyrirtæki er að skila svona tilboði,“ sagði Njáll Ragnarsson formaður bæjarráðs Vestmannaeyja í samtali við fréttastofu Sýnar. „Ég geri ráð fyrir að þetta sé víðtæk og mikil rannsókn sem núna fer í gang. Svo kemur það bara í ljós hvað kemur út úr því, það er mikið undir.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu eru fleiri mál sem orka tvímælis þar sem Terra og Kubbur koma við sögu. Þau snúa meðal annars að félögin hafi skipst á landssvæðum og meintu samráði um þátttöku í útboðum. Héraðssaksóknari vildi ekki veita viðtal vegna málsins í dag og þá vildu hvorki forráðamenn Terra né Kubbs tjá sig þegar falast var eftir viðbrögðum. Sorphirða Samkeppnismál Grunur um samráð í sorphirðu Lögreglumál Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Terra er á meðal umfangsmestu fyrirtækja í úrgangsþjónustu hér á landi. Terra rekur starfsstöðvar og endurvinnsluþjónustu víðsvegar um land og sinnir sorphirðu heimila og fyrirtækja. Þá hefur Kubbur haslað sér völl á síðustu árum en það var stofnað á Ísafirði árið 2006. Fyrirtækin eru með starfsmi víða um land, bæði stærri starfsstöðvar sem og minni endurvinnslustöðvar.Vísir Samkeppniseftirlitið tilkynnti um aðgerðir sínar í gær og voru sex manns handteknir en öllum var þeim sleppt eftir skýrslutöku. Terra gaf út yfirlýsingu þar sem greint var frá húsleit í húsakynnum fyrirtækisins og í morgun staðfesti Kubbur hið sama og að stjórnendur fyrirtækisins hafi verið yfirheyrðir. Rannsókn málsins beinist að útboðum sveitarfélaga á sorphirðu og hefur fréttastofa fengið ábendingar um útboð sem gætu verið til skoðunar. Í Hrunamannahreppi fór fram útboð árið 2021 þar sem Kubbur átti lægsta tilboðið. Fyrirtækið sagði sig hins vegar frá tilboðinu og í kjölfarið var samið við Terra. Svipað var uppi í Vestmannaeyjum á síðasta ári þar sem Terra, Kubbur og Íslenska gámafélagið tóku þátt í útboði. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti Kubbur lægsta tilboðið en tilboð þeirra var dæmt ógilt og því var tilboði Terra tekið en það var næstlægst. Samkvæmt heimildum fréttastofu vantaði grundvallarupplýsingar í tilboð Kubbs og heimildamenn fréttastofu segja það sérstakt að reynslumikið fyrirtæki hafi gert slík mistök og oft sé hægt að leiðrétta slíkt eftirá svo tilboð teljist gilt. Svo var hins vegar ekki gert. „Það er mikið undir“ Formaður bæjarráðs í Vestmannaeyjum segir Eyjamenn bíða spaka eftir því hvað gerist í framhaldinu. „Auðvitað hugsar maður eftir á kannski þegar maður sá þessi tíðindi þa´kemur þetta spánskt fyrir sjónir og er svolítið sérstakt þegar það vantar sovna lykilatriði inn í þegar fyrirtæki er að skila svona tilboði,“ sagði Njáll Ragnarsson formaður bæjarráðs Vestmannaeyja í samtali við fréttastofu Sýnar. „Ég geri ráð fyrir að þetta sé víðtæk og mikil rannsókn sem núna fer í gang. Svo kemur það bara í ljós hvað kemur út úr því, það er mikið undir.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu eru fleiri mál sem orka tvímælis þar sem Terra og Kubbur koma við sögu. Þau snúa meðal annars að félögin hafi skipst á landssvæðum og meintu samráði um þátttöku í útboðum. Héraðssaksóknari vildi ekki veita viðtal vegna málsins í dag og þá vildu hvorki forráðamenn Terra né Kubbs tjá sig þegar falast var eftir viðbrögðum.
Sorphirða Samkeppnismál Grunur um samráð í sorphirðu Lögreglumál Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira