Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar 25. október 2025 15:32 Ég tók þátt í málstofu á Arctic Circle sem Vestnorræna ráðið stóð fyrir og fjallaði um áskorun lítilla samfélaga og seiglu lýðræðisríkja á tíma upplýsingaóreiðu. Umræðan kjarnaðist um stöðu fjölmiðla í litlum samfélögum, samfélagsmiðla og áhrif þeirra á lýðræði. Í raun má segja að það sé sami kostnaður við það að reka vandaða og góða fréttastofu í litlum löndum eins og Grænlandi og Íslandi eins og í stærri löndum sem eru með mörgum sinnum fleiri íbúa, eins og kom fram í rannsókn Signe Ravn-Höjgaard sem tók einnig þátt í málstofunni. Aðkoma ríkisins að stuðningi við fjölmiðla er því mikilvæg. Oft hefur verið þörf á öflugum fjölmiðlum en sjaldan eins og nú þegar tveir þriðju þeirra sem neyta frétta gera það í gegnum samfélagsmiðla þar sem mikil upplýsingaóreiða ríkir, svo ekki sé talað um nú með tilkomu gervigreindar. Ég hef verið hugsi yfir ummælum sem rannsakandinn Carl Heath sem vinnur hjá Swedish Agency for Psychological Defence lét falla í málstofunni, en hann benti á að allir okkar helstu samfélagsmiðlar eru frá Bandaríkjunum, sem ekki er hægt að tala lengur um sem lýðræðisríki heldur ríki sem ber ýmis merki einræðisríkis. Helsti samskiptamáti lýðræðisríkja er þannig stjórnað frá ríki sem ekki er hægt að segja að sé lengur hreint og klárt lýðræðisríki. Þetta felur í sér raunverulegar ógnir. Er gott að samfélagssamtalið okkar sé á bandarískum miðlum? Sænski fræðimaðurinn Staffan I. Lindberg var sá sem Heath hafði fyrir þessari greiningu á stöðu stjórnarfars í Bandaríkjunum í dag. Lindberg er forstöðumaður Varieties of Democracy Institute, rannsóknarstofnun við Gautaborgarháskóla í Svíþjóð. Hún var stofnuð árið 2014 af hópi alþjóðlegra fræðimanna, undir forystu Staffans og starfar nú sem miðstöð fyrir stærstu og ítarlegustu gagnasöfnun um lýðræði í heiminum. Hún mælir stöðu lýðræðis í yfir 200 löndum með meira en 400 vísum sem snúa að allt frá kosningum og fjölmiðlafrelsi til réttarríkis og borgaralegra réttinda. Gögnin eru unnin í samstarfi við þúsundir fræðimanna, sérfræðinga og staðbundna matsaðila um allan heim og mynda þau grunninn að árlegri skýrslu rannsóknarstofnunarinnar, sem sýnir þróun lýðræðis og einræðis á heimsvísu. Samkvæmt nýjustu skýrslu frá árinu 2025 sem ber heitið 25 Years of Autocratization - Democracy Trumped? er lýðræði um allan heim á hraðri niðurleið og fjöldi ríkja sem feta nú veg aflýðræðisvæðingar (e.autocratization) hefur aukist. Skoðana- og fjölmiðlafrelsi skerðist í fleiri ríkjum en nokkru sinni fyrr og upplýsingaóreiða sem er meðal annars af hálfu stjórnvalda ásamt skautun eru lykilorsök fyrir þessum vexti. “Disinformation, media capture, and increasing polarization are key drivers of democratic decline, eroding trust and enabling executive aggrandizement.” Það er sögulegur viðsnúningur í gangi. Við lifum á tíma þar sem meirihluti mannkyns býr í einræðisríkjum, ekki lýðræðisríkjum og veiku lýðræðisríkin eru ekki lengur bundin við ungar eða brothættar lýðæðisþjóðir, heldur ná til kjarna lýðræðis vestræns heims. Upplýsingaóreiða og skautun brjóta niður traustið sem lýðræði byggir á og býr til þennan jarðveg fyrir einræðistilburði. Það er mikilvægt að við meðtökum þetta nú þegar sömu öfl reyna að ryðja sér til rúms í íslenskum stjórnmálum, alandi á upplýsingaóreiðu og reyna af öllum mætti að auka á sundrungu samfélagsins. Hvernig er best að bregðast við? Samkvæmt fyrrgreindri skýrslu þá verður að stemma stigu við vaxandi aflýðræðisvæðingu og til þess þá þurfa ríki að efla lýðræðislegt viðnám innan frá. Það felur í sér að styrkja sjálfstæði dómskerfisins, vernda akademískt frelsi, skapa rými fyrir virkt borgaralegt samfélag sem getur veitt stjórnvöldum aðhald og síðast en ekki síst tryggja fjölbreytta og óháða fjölmiðla. Áskoranir samtímans kalla á breytta nálgun stjórnvalda við stefnumótun á sviði fjölmiðlunar. Nú er unnið að fyrstu fjölmiðlastefnu stjórnvalda í menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytinu, þar sem markmið og áherslur til næstu fimm ára verða mótuð. Fjölmiðlastefnan verður lögð fram í janúar samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. Það má einnig velta fyrir sér hvort að það sé orðin þörf á að horfa á samfélagsmiðla sem hluta af mikilvægum innviðum landsins. Þarna mótast lýðræðisleg umræða að mjög miklu leyti og ljóst að utanaðkomandi öfl geta vel og hafa haft áhrif á lýðræðið í ólíkum löndum. Á meðal spurninga sem vöknuðu í umræðunni í málstofunni voru hvort þörf væri á því að búa til ríkisrekinn samfélagsmiðil eða hvort lýðræðisríki sem er annt um að halda í sín gildi taki sig saman og búi til samfélagsmiðil? Þetta er ef til vill umhugsunarvert. Lítil samfélög eins og Grænland, Ísland og Færeyjar eru sérstaklega viðkvæm fyrir þessum áhrifum, en það eru líka tækifæri fólgin í smæð þessara samfélaga. Samfylkingin hefur markvisst unnið með það undanfarin ár að efla samtal við íbúa landsins og nú er nýfarið af stað verkefni hjá okkur þar sem við göngum í hús um allt land og eigum milliliðalaust samtal við fólkið í landinu, fólkið sem við erum í þjónustu fyrir. Nú þegar þetta er skrifað höfum við heimsótt íbúa í Sandgerði, Þorlákshöfn og í Hafnarfirði og allsstaðar hefur fólk tekið vel á móti okkur og greinilegt að það vill vera í góðum tengslum við fólkið sem ber ábyrgð á rekstri samfélagsins. Ég vil nota tækifærið og þakka fyrir þessar góðu móttökur og ég hlakka til áframhaldandi samtals. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ása Berglind Hjálmarsdóttir Samfylkingin Alþingi Samfélagsmiðlar Mest lesið Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég tók þátt í málstofu á Arctic Circle sem Vestnorræna ráðið stóð fyrir og fjallaði um áskorun lítilla samfélaga og seiglu lýðræðisríkja á tíma upplýsingaóreiðu. Umræðan kjarnaðist um stöðu fjölmiðla í litlum samfélögum, samfélagsmiðla og áhrif þeirra á lýðræði. Í raun má segja að það sé sami kostnaður við það að reka vandaða og góða fréttastofu í litlum löndum eins og Grænlandi og Íslandi eins og í stærri löndum sem eru með mörgum sinnum fleiri íbúa, eins og kom fram í rannsókn Signe Ravn-Höjgaard sem tók einnig þátt í málstofunni. Aðkoma ríkisins að stuðningi við fjölmiðla er því mikilvæg. Oft hefur verið þörf á öflugum fjölmiðlum en sjaldan eins og nú þegar tveir þriðju þeirra sem neyta frétta gera það í gegnum samfélagsmiðla þar sem mikil upplýsingaóreiða ríkir, svo ekki sé talað um nú með tilkomu gervigreindar. Ég hef verið hugsi yfir ummælum sem rannsakandinn Carl Heath sem vinnur hjá Swedish Agency for Psychological Defence lét falla í málstofunni, en hann benti á að allir okkar helstu samfélagsmiðlar eru frá Bandaríkjunum, sem ekki er hægt að tala lengur um sem lýðræðisríki heldur ríki sem ber ýmis merki einræðisríkis. Helsti samskiptamáti lýðræðisríkja er þannig stjórnað frá ríki sem ekki er hægt að segja að sé lengur hreint og klárt lýðræðisríki. Þetta felur í sér raunverulegar ógnir. Er gott að samfélagssamtalið okkar sé á bandarískum miðlum? Sænski fræðimaðurinn Staffan I. Lindberg var sá sem Heath hafði fyrir þessari greiningu á stöðu stjórnarfars í Bandaríkjunum í dag. Lindberg er forstöðumaður Varieties of Democracy Institute, rannsóknarstofnun við Gautaborgarháskóla í Svíþjóð. Hún var stofnuð árið 2014 af hópi alþjóðlegra fræðimanna, undir forystu Staffans og starfar nú sem miðstöð fyrir stærstu og ítarlegustu gagnasöfnun um lýðræði í heiminum. Hún mælir stöðu lýðræðis í yfir 200 löndum með meira en 400 vísum sem snúa að allt frá kosningum og fjölmiðlafrelsi til réttarríkis og borgaralegra réttinda. Gögnin eru unnin í samstarfi við þúsundir fræðimanna, sérfræðinga og staðbundna matsaðila um allan heim og mynda þau grunninn að árlegri skýrslu rannsóknarstofnunarinnar, sem sýnir þróun lýðræðis og einræðis á heimsvísu. Samkvæmt nýjustu skýrslu frá árinu 2025 sem ber heitið 25 Years of Autocratization - Democracy Trumped? er lýðræði um allan heim á hraðri niðurleið og fjöldi ríkja sem feta nú veg aflýðræðisvæðingar (e.autocratization) hefur aukist. Skoðana- og fjölmiðlafrelsi skerðist í fleiri ríkjum en nokkru sinni fyrr og upplýsingaóreiða sem er meðal annars af hálfu stjórnvalda ásamt skautun eru lykilorsök fyrir þessum vexti. “Disinformation, media capture, and increasing polarization are key drivers of democratic decline, eroding trust and enabling executive aggrandizement.” Það er sögulegur viðsnúningur í gangi. Við lifum á tíma þar sem meirihluti mannkyns býr í einræðisríkjum, ekki lýðræðisríkjum og veiku lýðræðisríkin eru ekki lengur bundin við ungar eða brothættar lýðæðisþjóðir, heldur ná til kjarna lýðræðis vestræns heims. Upplýsingaóreiða og skautun brjóta niður traustið sem lýðræði byggir á og býr til þennan jarðveg fyrir einræðistilburði. Það er mikilvægt að við meðtökum þetta nú þegar sömu öfl reyna að ryðja sér til rúms í íslenskum stjórnmálum, alandi á upplýsingaóreiðu og reyna af öllum mætti að auka á sundrungu samfélagsins. Hvernig er best að bregðast við? Samkvæmt fyrrgreindri skýrslu þá verður að stemma stigu við vaxandi aflýðræðisvæðingu og til þess þá þurfa ríki að efla lýðræðislegt viðnám innan frá. Það felur í sér að styrkja sjálfstæði dómskerfisins, vernda akademískt frelsi, skapa rými fyrir virkt borgaralegt samfélag sem getur veitt stjórnvöldum aðhald og síðast en ekki síst tryggja fjölbreytta og óháða fjölmiðla. Áskoranir samtímans kalla á breytta nálgun stjórnvalda við stefnumótun á sviði fjölmiðlunar. Nú er unnið að fyrstu fjölmiðlastefnu stjórnvalda í menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytinu, þar sem markmið og áherslur til næstu fimm ára verða mótuð. Fjölmiðlastefnan verður lögð fram í janúar samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. Það má einnig velta fyrir sér hvort að það sé orðin þörf á að horfa á samfélagsmiðla sem hluta af mikilvægum innviðum landsins. Þarna mótast lýðræðisleg umræða að mjög miklu leyti og ljóst að utanaðkomandi öfl geta vel og hafa haft áhrif á lýðræðið í ólíkum löndum. Á meðal spurninga sem vöknuðu í umræðunni í málstofunni voru hvort þörf væri á því að búa til ríkisrekinn samfélagsmiðil eða hvort lýðræðisríki sem er annt um að halda í sín gildi taki sig saman og búi til samfélagsmiðil? Þetta er ef til vill umhugsunarvert. Lítil samfélög eins og Grænland, Ísland og Færeyjar eru sérstaklega viðkvæm fyrir þessum áhrifum, en það eru líka tækifæri fólgin í smæð þessara samfélaga. Samfylkingin hefur markvisst unnið með það undanfarin ár að efla samtal við íbúa landsins og nú er nýfarið af stað verkefni hjá okkur þar sem við göngum í hús um allt land og eigum milliliðalaust samtal við fólkið í landinu, fólkið sem við erum í þjónustu fyrir. Nú þegar þetta er skrifað höfum við heimsótt íbúa í Sandgerði, Þorlákshöfn og í Hafnarfirði og allsstaðar hefur fólk tekið vel á móti okkur og greinilegt að það vill vera í góðum tengslum við fólkið sem ber ábyrgð á rekstri samfélagsins. Ég vil nota tækifærið og þakka fyrir þessar góðu móttökur og ég hlakka til áframhaldandi samtals. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun