„Það er spurning fyrir stjórnina“ Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 25. október 2025 18:36 Srdjan Tufedzic, þjálfari Vals, gat ekki sagt til um það hvort leikurinn í dag hafi verið hans síðasti. vísir / pawel Valur tapaði í síðasta leik sínum á tímabilinu gegn Íslandsmeisturunum í Víkingi 2-0. Þjálfaramál Vals hafa verið á milli tannana á fólki síðustu daga og óljóst er hvort þetta hafi verið síðasti leikur Srdjan Tufegdzic, þjálfara Vals. „Mér fannst frammistaðan ekki slæm miðað við allt og allt, við fengum góð tækifæri í stöðunni 1-0, til þess að koma okkur inn í leikinn. Ég er ánægður með liðið mitt, við gáfum allt í þetta,“ sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, eftir tap gegn Víkingi í dag. „Erfið vika að baki og það vantaði fullt af leikmönnum í dag. Við gerðum þetta samt fagmannalega í dag og ég er ánægður með liðið.“ Hemmi Hreiðars var í vikunni orðaður við Val og var Tufe spurður að því hvort þetta hafi verið síðasti leikur hans sem þjálfari Vals. „Það er spurning fyrir stjórnina, við þjálfarar ákveðum ekki hvað við erum lengi í starfi. Ég fer og hitti mína menn núna og ræði málin. Maður þarf að vera alvöru herramaður til þess að standa þetta af sér í vikunni og í allt sumar.“ Hvað finnst þér um þetta að það séu viðræður við annan þjálfara á þessum timapunkti? „Enn og aftur, þetta er ekki spurning fyrir mig, ég hef ekki verið í viðræðum við neinn.“ „Ég er á samningi og ef við gerum tímabilið upp, við endum deildina í öðru sæti sem er mjög gott. Miðað við allt sem hefur gengið á innan og utan vallar. Við komumst í bikarúrslit og það var svekkjandi að tapa, því það var draumur fyrir okkur að vinna þennan bikar.“ „Klúbburinn hefur ekki verið nálægt því að vinna eitt eða neitt síðan 2020. Markmið mitt var að vinna þennan bikar því ég taldi það mikilvægt fyrir leikmenn og stuðningsmenn að upplifa það aftur.“ „Í mínum augum hefur þetta verið skref fram á við að koma Val aftur í fremstu röð. Góður grunnur til þess að byggja ofan á. Margir leikmenn að spila sitt besta tímabil“ Er það þín tilfinning að leikmenn séu að kalla á annan þjálfara? „Alls ekki, þú varst að sjá leikmenn í dag sem eru búnir að spila allt tímabilið, gefa sitt allt í dag. Ég er mjög stoltur af hópnum og þjálfarateyminu.“ Valur Besta deild karla Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Fleiri fréttir Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir „Á eftir bolta kemur barn“ Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Sjá meira
„Mér fannst frammistaðan ekki slæm miðað við allt og allt, við fengum góð tækifæri í stöðunni 1-0, til þess að koma okkur inn í leikinn. Ég er ánægður með liðið mitt, við gáfum allt í þetta,“ sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, eftir tap gegn Víkingi í dag. „Erfið vika að baki og það vantaði fullt af leikmönnum í dag. Við gerðum þetta samt fagmannalega í dag og ég er ánægður með liðið.“ Hemmi Hreiðars var í vikunni orðaður við Val og var Tufe spurður að því hvort þetta hafi verið síðasti leikur hans sem þjálfari Vals. „Það er spurning fyrir stjórnina, við þjálfarar ákveðum ekki hvað við erum lengi í starfi. Ég fer og hitti mína menn núna og ræði málin. Maður þarf að vera alvöru herramaður til þess að standa þetta af sér í vikunni og í allt sumar.“ Hvað finnst þér um þetta að það séu viðræður við annan þjálfara á þessum timapunkti? „Enn og aftur, þetta er ekki spurning fyrir mig, ég hef ekki verið í viðræðum við neinn.“ „Ég er á samningi og ef við gerum tímabilið upp, við endum deildina í öðru sæti sem er mjög gott. Miðað við allt sem hefur gengið á innan og utan vallar. Við komumst í bikarúrslit og það var svekkjandi að tapa, því það var draumur fyrir okkur að vinna þennan bikar.“ „Klúbburinn hefur ekki verið nálægt því að vinna eitt eða neitt síðan 2020. Markmið mitt var að vinna þennan bikar því ég taldi það mikilvægt fyrir leikmenn og stuðningsmenn að upplifa það aftur.“ „Í mínum augum hefur þetta verið skref fram á við að koma Val aftur í fremstu röð. Góður grunnur til þess að byggja ofan á. Margir leikmenn að spila sitt besta tímabil“ Er það þín tilfinning að leikmenn séu að kalla á annan þjálfara? „Alls ekki, þú varst að sjá leikmenn í dag sem eru búnir að spila allt tímabilið, gefa sitt allt í dag. Ég er mjög stoltur af hópnum og þjálfarateyminu.“
Valur Besta deild karla Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Fleiri fréttir Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir „Á eftir bolta kemur barn“ Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Sjá meira