Fótbolti

Vardy skoraði og fór í heljar­stökk 38 ára

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jamie Vardy lætur aldurinn ekki stoppa sig.
Jamie Vardy lætur aldurinn ekki stoppa sig. Emanuele Comincini/NurPhoto via Getty Images

Jamie Vardy skoraði sitt fyrsta mark fyrir Cremonese í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær og fagnaði með stæl.

Vardy gekk í raðir Cremonese í sumar á frjálsri sölu frá Leicester. Hann hafði verið í 13 ár hjá Refunum á Englandi, orðið Englandsmeistari með liðinu og skorað 200 mörk í 500 leikjum fyrir félagið.

Framherjinn er orðinn 38 ára gamall og því má það teljast líklegt að farið sé að styttast í annan endann á mögnuðum ferli Vardy. 

Aldurinn virðist þó ekki hafa of mikil áhrif á Vardy, sem fagnaði marki sínu gegn Atalanta í gær með stæl.

Vardy skoraði eina mark Cremonese í 1-1 jafntefli liðsins gegn Atalanta og fagnaði með því að fara í handahlaup og heljarstökk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×