Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar 27. október 2025 07:32 Það er gott að búa í Reykjavík. Borgin okkar hefur mikið upp á að bjóða – fjölbreytt hverfi, græn svæði, öflugt skólastarf og fólk sem vill vel. En þó við séum á góðum stað vitum við að hægt er að gera betur – sérstaklega þegar kemur að því að styðja við fjölskyldur. Hvað gerist þegar fæðingarorlofi lýkur? Hvernig púslum við næstu mánuðum? Getum við brúað bilið með sumarfríunum – væri samt ekki gott að spara eitthvað af því komi til óvæntra lokana? Þurfum við að skoða hvort annað okkar þurfi að fara í skert starfshlutfall eða jafnvel hætta tímabundið á vinnumarkaði? Þetta eru spurningar sem sitja í huga nýbakaðra foreldra. Ég hef sjálfur þurft að hætta fyrr í vinnu vegna manneklu í leikskólanum hjá eldri dóttur minni. Það er engum að kenna – starfsfólkið leggur sig allt fram, en álagið er mikið. Eldri dóttir mín komst inn í leikskóla þegar hún var tveggja og hálfs árs, en sú yngri er hjá dagforeldrum í öðru hverfi. Þetta þýðir að við erum stöðugt að samræma tíma, akstur og vinnu á milli staða. Margir foreldrar kannast við þetta flækjustig – að þurfa að sætta sig við að börnin séu ekki í sama hverfi og óvissan sé alltaf til staðar um hvort það yngra fái pláss í sama leikskóla og það eldra. Þetta hentar best þeim sem hafa sveigjanlegt starf eða skilningsríkan vinnuveitanda, en það eru ekki allir foreldrar svo heppnir. Það er líka mikilvægt að við gleymum ekki dagforeldrum í þessari umræðu. Þeir gegna lykilhlutverki í að fylla upp í mikilvæga eyðu milli fæðingarorlofs og leikskólavistar, og flestir þeirra standa sig frábærlega í starfi. Ef við viljum jafnt aðgengi að leikskólum og dagvistun, verðum við líka að tryggja jafnræði á þessu mikilvæga stigi barnæskunnar. Leikskólastarfsmenn leggja sig fram til að sinna börnum borgarinnar – oft við krefjandi aðstæður og með mikla ábyrgð á herðum sér. Sérstaklega hefur þetta verið áberandi síðustu ár, ekki síst eftir COVID-19-faraldurinn. Þá stóð leikskólakerfið frammi fyrir krísu: skert starfsemi, veikindi, fjarvera og stöðug óvissa settu allt kerfið undir mikinn þrýsting. Í kjölfarið fjölgaði börnum hratt og biðlistar eftir leikskólavist lengdust verulega. Þó biðlistar séu í dag styttri en þeir voru á verstu tímum eftir faraldurinn, þá er starfsfólkið enn að vinna sig út úr miklu álagi. Margir leikskólar eru reknir á þolmörkum, og starfsfólkið – sem hefur haldið kerfinu gangandi með ómetanlegri elju – er víða orðið útkeyrt. Leikskólar eiga að vera spennandi og skemmtilegir vinnustaðir þar sem starfsfólk hefur tækifæri til að þróast, njóta virðingar og finna að þeirra framlag skiptir máli. Leikskólinn er mikilvægt skólastig, sem að mínu mati ætti hann að vera lögfestur á sama hátt og grunnskólarnir. Hann er ekki aðeins staður þar sem börn eru vistuð yfir daginn – hann er grunnurinn að félagsfærni, tilfinningagreind og menntun næstu kynslóðar. Því þarf að tryggja að leikskólinn sé ekki stöðugt að berjast við manneklu, heldur sé eftirsóknarverður vinnustaður sem laðar að hæft fólk og heldur í það sem fyrir er. Það er þó mikilvægt að hafa í huga að borgin hefur verið að reyna að bregðast við. Hið svokallaða Reykjavíkurmódel, sem kynnt var ekki fyrir löngu, er gott dæmi um tilraun til að stíga mögulega í rétta átt. Það er ekki fullkomið en það sýnir vilja til að finna leiðir til að minnka álag á leikskólakerfið og starfsfólk þess. Þetta er gott tækifæri til að efla samráð milli borgarinnar og foreldra – til að þróa leikskólakerfi sem flestir geta sætt sig við og byggir á samvinnu og virðingu. Eins og fram hefur komið í umræðu um Reykjavíkurmódelið er margt sem mætti endurskoða og fínpússa, til dæmis: Endurskoða systkinaforgang og systkinaafslátt, svo fjölskyldur séu ekki klofnar á milli svæða. Meta sveigjanleika í því á hvaða dögum foreldrar sækja börn sín fyrr til að fá afslátt á dagvistun, svo raunveruleiki vinnandi fólks og aðstæður séu virtar. Skoða nánar áhrif verðlagsbreytinga, svo gjaldskrár hitti ekki harðast tekjulægstu fjölskyldurnar. Samræma starfsdaga og vetrafrí við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, svo fjölskyldur með börn í mismunandi skólum og foreldrar sem vinna í öðru sveitarfélagi þurfi ekki að vera í stöðugu púsli. Huga betur að áhrifum breytinganna á einstæða foreldra, þar sem sumarfrísréttur þeirra er alls ekki ótakmarkaður og flestir ekki í þeirri stöðu að geta leyft sér að taka launalaust leyfi. Þetta kallar á raunverulegt samtal milli foreldra, leikskólastarfsfólks og stjórnenda borgarinnar – ekki til að leita sökudólga, heldur til að finna lausnir. Þegar foreldrar og starfsfólk tala saman af virðingu og samstöðu verða ákvarðanir skynsamari og lausnir varanlegri. Reykjavík hefur burði til að vera barnvænasta svæði landsins – borg þar sem lífið gengur upp, bæði fyrir börn, foreldra og starfsfólk. Það krefst ekki byltingar, heldur vilja, hlýju og ábyrgðar. Með áframhaldandi samstarfi og samræðu getum við tryggt að leikskólarnir okkar og dagforeldrarnir verði áfram hjarta borgarinnar – staðir þar sem börnin dafna og foreldrar finna fyrir trausti og öryggi. Að lokum er vert að minna á að Reykjavíkurborg hefur nú opnað samráðsgátt um umbætur í náms- og starfsumhverfi leikskóla, þar sem allir geta lagt fram sínar hugmyndir, ábendingar og tillögur til úrbóta. Þetta er frábært tækifæri fyrir foreldra, starfsfólk og alla áhugasama borgarbúa til að láta rödd sína heyrast og taka þátt í að móta framtíð leikskólanna okkar. Hægt er að senda inn hugmyndir fram til miðvikudagsins 29. október næstkomandi. Höfundur er stjórnsýslufræðingur og foreldri í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Leikskólar Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Það er gott að búa í Reykjavík. Borgin okkar hefur mikið upp á að bjóða – fjölbreytt hverfi, græn svæði, öflugt skólastarf og fólk sem vill vel. En þó við séum á góðum stað vitum við að hægt er að gera betur – sérstaklega þegar kemur að því að styðja við fjölskyldur. Hvað gerist þegar fæðingarorlofi lýkur? Hvernig púslum við næstu mánuðum? Getum við brúað bilið með sumarfríunum – væri samt ekki gott að spara eitthvað af því komi til óvæntra lokana? Þurfum við að skoða hvort annað okkar þurfi að fara í skert starfshlutfall eða jafnvel hætta tímabundið á vinnumarkaði? Þetta eru spurningar sem sitja í huga nýbakaðra foreldra. Ég hef sjálfur þurft að hætta fyrr í vinnu vegna manneklu í leikskólanum hjá eldri dóttur minni. Það er engum að kenna – starfsfólkið leggur sig allt fram, en álagið er mikið. Eldri dóttir mín komst inn í leikskóla þegar hún var tveggja og hálfs árs, en sú yngri er hjá dagforeldrum í öðru hverfi. Þetta þýðir að við erum stöðugt að samræma tíma, akstur og vinnu á milli staða. Margir foreldrar kannast við þetta flækjustig – að þurfa að sætta sig við að börnin séu ekki í sama hverfi og óvissan sé alltaf til staðar um hvort það yngra fái pláss í sama leikskóla og það eldra. Þetta hentar best þeim sem hafa sveigjanlegt starf eða skilningsríkan vinnuveitanda, en það eru ekki allir foreldrar svo heppnir. Það er líka mikilvægt að við gleymum ekki dagforeldrum í þessari umræðu. Þeir gegna lykilhlutverki í að fylla upp í mikilvæga eyðu milli fæðingarorlofs og leikskólavistar, og flestir þeirra standa sig frábærlega í starfi. Ef við viljum jafnt aðgengi að leikskólum og dagvistun, verðum við líka að tryggja jafnræði á þessu mikilvæga stigi barnæskunnar. Leikskólastarfsmenn leggja sig fram til að sinna börnum borgarinnar – oft við krefjandi aðstæður og með mikla ábyrgð á herðum sér. Sérstaklega hefur þetta verið áberandi síðustu ár, ekki síst eftir COVID-19-faraldurinn. Þá stóð leikskólakerfið frammi fyrir krísu: skert starfsemi, veikindi, fjarvera og stöðug óvissa settu allt kerfið undir mikinn þrýsting. Í kjölfarið fjölgaði börnum hratt og biðlistar eftir leikskólavist lengdust verulega. Þó biðlistar séu í dag styttri en þeir voru á verstu tímum eftir faraldurinn, þá er starfsfólkið enn að vinna sig út úr miklu álagi. Margir leikskólar eru reknir á þolmörkum, og starfsfólkið – sem hefur haldið kerfinu gangandi með ómetanlegri elju – er víða orðið útkeyrt. Leikskólar eiga að vera spennandi og skemmtilegir vinnustaðir þar sem starfsfólk hefur tækifæri til að þróast, njóta virðingar og finna að þeirra framlag skiptir máli. Leikskólinn er mikilvægt skólastig, sem að mínu mati ætti hann að vera lögfestur á sama hátt og grunnskólarnir. Hann er ekki aðeins staður þar sem börn eru vistuð yfir daginn – hann er grunnurinn að félagsfærni, tilfinningagreind og menntun næstu kynslóðar. Því þarf að tryggja að leikskólinn sé ekki stöðugt að berjast við manneklu, heldur sé eftirsóknarverður vinnustaður sem laðar að hæft fólk og heldur í það sem fyrir er. Það er þó mikilvægt að hafa í huga að borgin hefur verið að reyna að bregðast við. Hið svokallaða Reykjavíkurmódel, sem kynnt var ekki fyrir löngu, er gott dæmi um tilraun til að stíga mögulega í rétta átt. Það er ekki fullkomið en það sýnir vilja til að finna leiðir til að minnka álag á leikskólakerfið og starfsfólk þess. Þetta er gott tækifæri til að efla samráð milli borgarinnar og foreldra – til að þróa leikskólakerfi sem flestir geta sætt sig við og byggir á samvinnu og virðingu. Eins og fram hefur komið í umræðu um Reykjavíkurmódelið er margt sem mætti endurskoða og fínpússa, til dæmis: Endurskoða systkinaforgang og systkinaafslátt, svo fjölskyldur séu ekki klofnar á milli svæða. Meta sveigjanleika í því á hvaða dögum foreldrar sækja börn sín fyrr til að fá afslátt á dagvistun, svo raunveruleiki vinnandi fólks og aðstæður séu virtar. Skoða nánar áhrif verðlagsbreytinga, svo gjaldskrár hitti ekki harðast tekjulægstu fjölskyldurnar. Samræma starfsdaga og vetrafrí við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, svo fjölskyldur með börn í mismunandi skólum og foreldrar sem vinna í öðru sveitarfélagi þurfi ekki að vera í stöðugu púsli. Huga betur að áhrifum breytinganna á einstæða foreldra, þar sem sumarfrísréttur þeirra er alls ekki ótakmarkaður og flestir ekki í þeirri stöðu að geta leyft sér að taka launalaust leyfi. Þetta kallar á raunverulegt samtal milli foreldra, leikskólastarfsfólks og stjórnenda borgarinnar – ekki til að leita sökudólga, heldur til að finna lausnir. Þegar foreldrar og starfsfólk tala saman af virðingu og samstöðu verða ákvarðanir skynsamari og lausnir varanlegri. Reykjavík hefur burði til að vera barnvænasta svæði landsins – borg þar sem lífið gengur upp, bæði fyrir börn, foreldra og starfsfólk. Það krefst ekki byltingar, heldur vilja, hlýju og ábyrgðar. Með áframhaldandi samstarfi og samræðu getum við tryggt að leikskólarnir okkar og dagforeldrarnir verði áfram hjarta borgarinnar – staðir þar sem börnin dafna og foreldrar finna fyrir trausti og öryggi. Að lokum er vert að minna á að Reykjavíkurborg hefur nú opnað samráðsgátt um umbætur í náms- og starfsumhverfi leikskóla, þar sem allir geta lagt fram sínar hugmyndir, ábendingar og tillögur til úrbóta. Þetta er frábært tækifæri fyrir foreldra, starfsfólk og alla áhugasama borgarbúa til að láta rödd sína heyrast og taka þátt í að móta framtíð leikskólanna okkar. Hægt er að senda inn hugmyndir fram til miðvikudagsins 29. október næstkomandi. Höfundur er stjórnsýslufræðingur og foreldri í Reykjavík.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun