Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar 27. október 2025 14:30 Í síðustu viku var ný íslensk-ensk veforðabók opnuð við hátíðlega athöfn í Eddu. Hún er hvorki meira né minna en tíunda tvímála veforðabókin sem komið hefur út hjá Árnastofnun á síðustu fjórtán árum og er gjaldfrjáls og opin öllum á vefnum – eins og þær allar á undan henni. Á undan hafa komið íslensk–dönsk, sænsk, norsk bókmál, nýnorsk, færeysk, finnsk, frönsk, þýsk og pólsk orðabók - en sú síðastnefnda var opnuð í mars, fyrr á þessu ári. Norrænu orðabækurnar voru birtar árið 2011, en hinar hafa síðan komið út koll af kolli. Þessi gróska í orðabókastarfi á Árnastofnun sýnir hve þörfin er brýn að tengja tungumál og búa til aðgengileg hjálpartæki fyrir tungumálanám. Árið 2003-4 sameinuðust Norðurlöndin, fyrir utan Finnland, í að fjármagna gerð norrænna tvímálaorðabóka sem hefðu íslensku sem grunnmál. Þá var þegar til alveg nýr íslenskugrunnur sem byggðist á vinnu og rannsóknum fræðimanna á Árnastofnun, áður á Orðabók Háskólans, sem endurspeglaði nútímamálið. Sú vinna fullkomnaðist svo í Íslenskri nútímamálsorðabók sem við opnuðum formlega á síðasta ári en er hún öllum aðgengileg, einnig í opnu aðgengi. Hún hefur þegar verið nýtt í mörgum nýjum máltækniverkefnum, eins og samheitavefnum sem Miðeind birti í fyrra. Þessar veforðabækur hafa brotið blað því að þær eru gjaldfrjálsar á netinu og byggja á nýrri rannsóknarvinnu á orðaforðanum og þær eru einnig á forræði okkar sjálfra en ekki stórfyrirtækja. Þær hafa fengið firnagóðar viðtökur notenda, sem sýnir hve mikil þörf er á að byggja brýr á milli allra þessara tungumála. Það hefur lengi verið þörf á nýrri íslensk-enskri orðabók sem sinnt gæti þörfum þess stóra og ört vaxandi hóps sem lærir íslensku tungu og getur ekki nýtt þær orðabækur sem eru á markaðnum. Þá er enska mikilvæga millimálið og er vissulega umhugsunarvert hve langan tíma að það tók að láta hana verða að veruleika. Það er erfitt að fjármagna slík verkefni, jafnvel í rannsóknarsjóðum þó að mikil rannsóknarvinna liggi þeim til grundvallar. Við nutum styrkja úr sjóði Áslaugar Hafliðadóttur, sem styrkir íslenskuverkefni, en ekki síst myndarlegra styrkja frá menningar- og viðskiptaráðuneyti. Nýi íslenskugrunnurinn er gullfóturinn undir allri orðabókarvinnunni og hann hefur stækkað mjög á síðustu árum, og telur nú um 56 þúsund uppflettiorð. Við nýtum máltækni til að grípa nýjan orðaforða jafnt og þétt til að uppfæra orðabækurnar, efla gögnin og gera þau betri. Við gerð íslensk-ensku orðabókarinnar nýttum við máltækni og gervigreind einnig markvisst til að flýta vinnunni, eins og sjálfvirkar þýðingar, með því varð til orðasafn sem þurfti síðan að fara vandlega yfir því að enn er íslenska ekki nægilega öflug og málnotkunin nákvæm í hinum stóru mállíkönum. Við áttum afar gjöfult samstarf við Max Naylor sem kennir íslensku við Edinborgarháskóla, en geta má þess að íslenska, nútímamálið eða forníslenska, er kennd við hundrað háskóla í heiminum svo að markhópur orðabókanna er ekki síður utanlands. Hann þýddi íslenska orðaforðann ásamt Birni Halldórssyni. Á stofnuninni hafa margir lagt hönd á plóg í gegnum árin. Þórdís Úlfarsdóttir er ritstjóri íslensk-ensku orðabókarinnar, og Halldóra Jónsdóttir verkefnisstjóri, en Steinþór Steingrímsson leiddi máltæknivinnuna. Við vonum að orðabókinni verði fagnað af öllum sem læra íslenska tungu sem annað mál. Orðabókin mun einnig nýtast öllum þeim sem þurfa að finna réttu orðin fyrir hugsun sína á ensku. Ef okkur er alvara með að auðvelda þeim sem hingað koma að læra á íslensku, styðjum við myndarlega við íslenskukennslu á fyrstu árum dvalar hér á landi og eflum þau opnu hjálpartæki og lesefni sem er til reiðu. Það gerir það enginn fyrir okkur. Íslensk-enska orðabókin lifir nú sínu eigin lífi á veraldarvefnum (enska.arnastofnun.is) – en við munum ekki hætta að hugsa um hana og efla. Við miðlum henni á vefgáttum Árnastofnunar, t.d. á m.is sem er ætluð skólabörnum og þeim sem læra íslensku sem annað mál, en líka á málið.is sem geymir allar orðabækurnar. Megið þið vel njóta. Höfundur er forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og prófessor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku var ný íslensk-ensk veforðabók opnuð við hátíðlega athöfn í Eddu. Hún er hvorki meira né minna en tíunda tvímála veforðabókin sem komið hefur út hjá Árnastofnun á síðustu fjórtán árum og er gjaldfrjáls og opin öllum á vefnum – eins og þær allar á undan henni. Á undan hafa komið íslensk–dönsk, sænsk, norsk bókmál, nýnorsk, færeysk, finnsk, frönsk, þýsk og pólsk orðabók - en sú síðastnefnda var opnuð í mars, fyrr á þessu ári. Norrænu orðabækurnar voru birtar árið 2011, en hinar hafa síðan komið út koll af kolli. Þessi gróska í orðabókastarfi á Árnastofnun sýnir hve þörfin er brýn að tengja tungumál og búa til aðgengileg hjálpartæki fyrir tungumálanám. Árið 2003-4 sameinuðust Norðurlöndin, fyrir utan Finnland, í að fjármagna gerð norrænna tvímálaorðabóka sem hefðu íslensku sem grunnmál. Þá var þegar til alveg nýr íslenskugrunnur sem byggðist á vinnu og rannsóknum fræðimanna á Árnastofnun, áður á Orðabók Háskólans, sem endurspeglaði nútímamálið. Sú vinna fullkomnaðist svo í Íslenskri nútímamálsorðabók sem við opnuðum formlega á síðasta ári en er hún öllum aðgengileg, einnig í opnu aðgengi. Hún hefur þegar verið nýtt í mörgum nýjum máltækniverkefnum, eins og samheitavefnum sem Miðeind birti í fyrra. Þessar veforðabækur hafa brotið blað því að þær eru gjaldfrjálsar á netinu og byggja á nýrri rannsóknarvinnu á orðaforðanum og þær eru einnig á forræði okkar sjálfra en ekki stórfyrirtækja. Þær hafa fengið firnagóðar viðtökur notenda, sem sýnir hve mikil þörf er á að byggja brýr á milli allra þessara tungumála. Það hefur lengi verið þörf á nýrri íslensk-enskri orðabók sem sinnt gæti þörfum þess stóra og ört vaxandi hóps sem lærir íslensku tungu og getur ekki nýtt þær orðabækur sem eru á markaðnum. Þá er enska mikilvæga millimálið og er vissulega umhugsunarvert hve langan tíma að það tók að láta hana verða að veruleika. Það er erfitt að fjármagna slík verkefni, jafnvel í rannsóknarsjóðum þó að mikil rannsóknarvinna liggi þeim til grundvallar. Við nutum styrkja úr sjóði Áslaugar Hafliðadóttur, sem styrkir íslenskuverkefni, en ekki síst myndarlegra styrkja frá menningar- og viðskiptaráðuneyti. Nýi íslenskugrunnurinn er gullfóturinn undir allri orðabókarvinnunni og hann hefur stækkað mjög á síðustu árum, og telur nú um 56 þúsund uppflettiorð. Við nýtum máltækni til að grípa nýjan orðaforða jafnt og þétt til að uppfæra orðabækurnar, efla gögnin og gera þau betri. Við gerð íslensk-ensku orðabókarinnar nýttum við máltækni og gervigreind einnig markvisst til að flýta vinnunni, eins og sjálfvirkar þýðingar, með því varð til orðasafn sem þurfti síðan að fara vandlega yfir því að enn er íslenska ekki nægilega öflug og málnotkunin nákvæm í hinum stóru mállíkönum. Við áttum afar gjöfult samstarf við Max Naylor sem kennir íslensku við Edinborgarháskóla, en geta má þess að íslenska, nútímamálið eða forníslenska, er kennd við hundrað háskóla í heiminum svo að markhópur orðabókanna er ekki síður utanlands. Hann þýddi íslenska orðaforðann ásamt Birni Halldórssyni. Á stofnuninni hafa margir lagt hönd á plóg í gegnum árin. Þórdís Úlfarsdóttir er ritstjóri íslensk-ensku orðabókarinnar, og Halldóra Jónsdóttir verkefnisstjóri, en Steinþór Steingrímsson leiddi máltæknivinnuna. Við vonum að orðabókinni verði fagnað af öllum sem læra íslenska tungu sem annað mál. Orðabókin mun einnig nýtast öllum þeim sem þurfa að finna réttu orðin fyrir hugsun sína á ensku. Ef okkur er alvara með að auðvelda þeim sem hingað koma að læra á íslensku, styðjum við myndarlega við íslenskukennslu á fyrstu árum dvalar hér á landi og eflum þau opnu hjálpartæki og lesefni sem er til reiðu. Það gerir það enginn fyrir okkur. Íslensk-enska orðabókin lifir nú sínu eigin lífi á veraldarvefnum (enska.arnastofnun.is) – en við munum ekki hætta að hugsa um hana og efla. Við miðlum henni á vefgáttum Árnastofnunar, t.d. á m.is sem er ætluð skólabörnum og þeim sem læra íslensku sem annað mál, en líka á málið.is sem geymir allar orðabækurnar. Megið þið vel njóta. Höfundur er forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og prófessor við Háskóla Íslands.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun