Innlent

„Vonandi klárast þetta á morgun“

Smári Jökull Jónsson skrifar
Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/EinarÁrna

Fundi flugumferðastjóra og Samtaka atvinnulífsins var slitið á fimmta tímanum í dag. Nýr fundur hefur verið boðaður á morgun og í samtali við fréttastofu sagðist Sigríður Margrét Oddsdóttir, vonast til að viðræður deiluaðila klárist á morgun.

„Það er ekki búið að skrifa undir og ekki boða nýjar vinnustöðvanir. Vonandi klárast þetta á morgun,“ sagði Sigríður Margrét í samtali við fréttastofu á fimmta tímanum.

Flugumferðastjórar höfðu boðað til fimm verkfalla í síðustu viku en aðeins eitt þeirra varð að veruleika og fyrir helgi var tveimur verkföllum frestað sem áætluð voru á föstudag og laugardag.

Sigríður Margrét sagði viðræðurnar hafa verið mjög langar og þungar.

„Við munum halda okkur innan okkar ramma, það vilja allir ganga frá samningi. Við munum halda okkur innan þess ramma sem samið var um á almennum vinnumarkaði. Þegar þú ert í viðræðum þá er horft í marga þætti, það eru margir þættir undir. Við erum að horfa á kostnaðarmat í heild og þess vegna getur þetta orðið flókið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×