Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 27. október 2025 20:26 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri hefur greitt ráðgjafafyrirtækinu Intra ráðgjöf 160 milljónir króna fyrir þjónustu þess. Meðal þess sem fyrirtækið rukkaði tugi þúsunda fyrir var að skreppa í verslanir Jysk og íhuga uppsetningu á píluspjaldi. RÚV greindi frá málinu en þar segir að tvö lögregluembætti, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóri, hafi greitt ráðgjafarfyrirtækinu alls 190 milljónir króna. Um er að ræða 120 reikninga sem gefnir hafa verið út á átta ára tímabili á meðan Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri og fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sinnti embættunum. Þórunn Óðinsdóttir, stjórnunarráðgjafi og fyrrverandi formaður Stjórnvísis, stofnaði fyrirtækið Intra ráðgjöf til að sjá um og reka störf hennar sem ráðgjafi. Starf Þórunnar var fyrst smávægilegt en umfangið jókst til muna með árunum. 160 milljónir af upphæðinni eru vegna vinnu fyrir ríkislögreglustjóra en Sigríður Björk hefur gegnt embættinu frá árinu 2020. Einungis níu dagar voru liðnir frá því að Sigríður var skipuð ríkislögreglustjóri þar til hún átti í rúmlega klukkustundarlöngu símtali við Þórunni sem kostaði á þeim tíma 33 þúsund krónur með virðisaukaskatti. Fyrsti reikningur Intru til ríkislögreglustjóra var upp á þrjú hundruð þúsund krónur og var að mestu leyti vegna samtala Sigríðar við Þórunni í gegnum síma og fjarfundarbúnað. Rukkaði tæpar 36 þúsund krónur á tímann til að versla í Jysk Intra ráðgjöf fékk ellefu milljónir króna í laun í vor vegna flutninga embættis Ríkislögreglustjóra frá Skúlagötu á Rauðarárstíg vegna myglu. Í þessum ellefu milljónum króna fólust líka greiðslur, stundum upp á hundruð þúsunda, fyrir skoðunar- og innkaupaferðir, sérstaklega í verslanir Jysk. Í reikningum Intra kemur fram að til dæmis var rukkað fyrir „pælingar um uppsetningu á píluspjöldum“, „fá tilboð í gardínur fyrir Skógarhlíðina“, „panta gardínur“, „fara í salinn og skipuleggja veitingar“ og „panta húsgögn og skreytingar.“ Hver unnin klukkustund hjá Intra kostaði 36 þúsund krónur með virðisaukaskatti. Frá október 2023 til ágúst 2025 átti ríkislögreglustjóri í viðskiptum við Jysk upp á tæpar sjö milljónir króna. Sömuleiðis fékk Intra greiddar vinnustundir fyrir að sjá um til dæmis að skoða, velja, eiga samskipti við, panta og sækja vörur í Jysk. Tekið er fram í umfjöllun RÚV að Þórunn er eiginkona Þórarins Inga Ólafssonar, forstjóra móðurfélags og stjórnarformanns JYSK á Íslandi. Í svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn blaðamanns RÚV kom fram að þau hafi vitað um tengsl Þórunnar og Jysk en tekin var sú ákvörðun að þar væri hagstæðasta verðið og innkaupin þar af leiðandi undir útboðsskyldu. Í svari fjársýslustjóra við fyrirspurn RÚV segir að opinberum stofnunum beri að bjóða út ráðgjafakaup þegar viðmiðunarfjárhæð nær tuttugu milljónum króna. Ef upphæðin er lægri þarf að gæta hagkvæmni og gera samanburð. Ekki sé heimilt að versla við fyrirtæki utan rammasamnings þrátt fyrir að viðskiptin séu undir ákveðnum fjárhæðum. Verkefni Intru fóru aldrei í útboð að sögn ríkislögreglustjóra. Lögreglan Stjórnsýsla Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira
RÚV greindi frá málinu en þar segir að tvö lögregluembætti, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóri, hafi greitt ráðgjafarfyrirtækinu alls 190 milljónir króna. Um er að ræða 120 reikninga sem gefnir hafa verið út á átta ára tímabili á meðan Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri og fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sinnti embættunum. Þórunn Óðinsdóttir, stjórnunarráðgjafi og fyrrverandi formaður Stjórnvísis, stofnaði fyrirtækið Intra ráðgjöf til að sjá um og reka störf hennar sem ráðgjafi. Starf Þórunnar var fyrst smávægilegt en umfangið jókst til muna með árunum. 160 milljónir af upphæðinni eru vegna vinnu fyrir ríkislögreglustjóra en Sigríður Björk hefur gegnt embættinu frá árinu 2020. Einungis níu dagar voru liðnir frá því að Sigríður var skipuð ríkislögreglustjóri þar til hún átti í rúmlega klukkustundarlöngu símtali við Þórunni sem kostaði á þeim tíma 33 þúsund krónur með virðisaukaskatti. Fyrsti reikningur Intru til ríkislögreglustjóra var upp á þrjú hundruð þúsund krónur og var að mestu leyti vegna samtala Sigríðar við Þórunni í gegnum síma og fjarfundarbúnað. Rukkaði tæpar 36 þúsund krónur á tímann til að versla í Jysk Intra ráðgjöf fékk ellefu milljónir króna í laun í vor vegna flutninga embættis Ríkislögreglustjóra frá Skúlagötu á Rauðarárstíg vegna myglu. Í þessum ellefu milljónum króna fólust líka greiðslur, stundum upp á hundruð þúsunda, fyrir skoðunar- og innkaupaferðir, sérstaklega í verslanir Jysk. Í reikningum Intra kemur fram að til dæmis var rukkað fyrir „pælingar um uppsetningu á píluspjöldum“, „fá tilboð í gardínur fyrir Skógarhlíðina“, „panta gardínur“, „fara í salinn og skipuleggja veitingar“ og „panta húsgögn og skreytingar.“ Hver unnin klukkustund hjá Intra kostaði 36 þúsund krónur með virðisaukaskatti. Frá október 2023 til ágúst 2025 átti ríkislögreglustjóri í viðskiptum við Jysk upp á tæpar sjö milljónir króna. Sömuleiðis fékk Intra greiddar vinnustundir fyrir að sjá um til dæmis að skoða, velja, eiga samskipti við, panta og sækja vörur í Jysk. Tekið er fram í umfjöllun RÚV að Þórunn er eiginkona Þórarins Inga Ólafssonar, forstjóra móðurfélags og stjórnarformanns JYSK á Íslandi. Í svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn blaðamanns RÚV kom fram að þau hafi vitað um tengsl Þórunnar og Jysk en tekin var sú ákvörðun að þar væri hagstæðasta verðið og innkaupin þar af leiðandi undir útboðsskyldu. Í svari fjársýslustjóra við fyrirspurn RÚV segir að opinberum stofnunum beri að bjóða út ráðgjafakaup þegar viðmiðunarfjárhæð nær tuttugu milljónum króna. Ef upphæðin er lægri þarf að gæta hagkvæmni og gera samanburð. Ekki sé heimilt að versla við fyrirtæki utan rammasamnings þrátt fyrir að viðskiptin séu undir ákveðnum fjárhæðum. Verkefni Intru fóru aldrei í útboð að sögn ríkislögreglustjóra.
Lögreglan Stjórnsýsla Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira