Játar að hafa myrt Shinzo Abe Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2025 07:41 Tetsuya Yamagami er sagður hafa drepið Shinzo Abe vegna tengsla forsætisráðherrans fyrrverandi við Einingakirkjuna svokölluðu. AP Fjörutíu og fimm ára karlmaður, Tetsuya Yamagami, hefur viðurkennt að hafa myrt Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, á útifundi árið 2022. Réttarhöld í máli Yamagami hófust í borginni Nara í vesturhluta Japans í morgun. Við upphaf réttarhaldanna játaði Yamagami sök en hann er ákærður fyrir morð og vopnalagabrot. Hann er talinn hafa notast við heimagert skotvopn við verknaðinn, en hann skaut Abe til bana á kosningafundi í Nara 8. júlí 2022. „Allt er satt,“ sagði Yamagami þegar hann var beðinn um að taka afstöðu til ákærunnar, að því er segir í frétt New York Times. Blaðamenn söfnuðust saman fyrir utan dómshúsið í Nara fyrr í dag þegar Tetsuya Yamagami var færður þangað úr fangelsinu.AP Ástæða Yamagami fyrir morðinu er sögð hafa verið tengsl Abe við hina valdamiklu Moon-hreyfingu, eða Einingarkirkjuna, en móðir Yamagami á að hafa gefið kirkjunni háar fjárhæðir sem hafi leitt til gjaldþrots fjölskyldunnar. Dómstóll í Tókýó úrskurðaði í kjölfar morðsins árið 2022 að hreyfingin skyldi leyst upp. Shinzo Abe er sá forsætisráðherra Japans sem hefur gegnt embætti lengst.AP Shinzo Abe var forsætisráðherra Japans fyrst frá árinu 2006 til 2007 og svo aftur frá 2012 til 2020. Hann sagði af sér 2020 vegna sáraristilbólgu sem hann þjáðist af, en hann er sá forsætisráðherra Japans sem hefur gegnt embætti lengst. Hann var 67 ára þegar hann lést. Talið er að réttarhöld í máli Yamagmi standi fram í miðjan desember. Japan Morðið á Shinzo Abe Erlend sakamál Tengdar fréttir Shinzo Abe skotinn til bana Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japan, hefur látist af sárum sínum eftir að hann var skotinn í bakið í nótt. Abe var að flytja ræðu í Nara í vestur Japan í nótt þegar skotmaður skaut hann með haglabyssu og hæfði hann í bakið. Abe var fluttur á spítala í kjölfar árásinnar en nú hefur japanka ríkisútvarpið NHK staðfest að hann sé látinn. 8. júlí 2022 06:12 Mótmæli við opinbera útför Shinzo Abe Opinber útför Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, fer fram í höfuðborginni Tókýó í dag. Þúsundir hafa safnast sérstaklega saman til að mótmæla því að verið sé að nýta almannafé til útfararinnar og segja það geta nýst betur í önnur verkefni, en opinberar útfarir í japan eru vanalega einungis haldnar þegar meðlimir japönsku keisarafjölskyldunnar falla frá. 27. september 2022 07:32 Morðingi Abe fær sínu framgengt Japanska ríkið hefur krafist þess að starfsemi Sameiningarkirkjunnar þar í landi verði lögð niður. Fyrrverandi forsætisráðherra Japan var myrtur vegna þess að morðingi hans taldi hann tengjast kirkjunni. 13. október 2023 14:59 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Við upphaf réttarhaldanna játaði Yamagami sök en hann er ákærður fyrir morð og vopnalagabrot. Hann er talinn hafa notast við heimagert skotvopn við verknaðinn, en hann skaut Abe til bana á kosningafundi í Nara 8. júlí 2022. „Allt er satt,“ sagði Yamagami þegar hann var beðinn um að taka afstöðu til ákærunnar, að því er segir í frétt New York Times. Blaðamenn söfnuðust saman fyrir utan dómshúsið í Nara fyrr í dag þegar Tetsuya Yamagami var færður þangað úr fangelsinu.AP Ástæða Yamagami fyrir morðinu er sögð hafa verið tengsl Abe við hina valdamiklu Moon-hreyfingu, eða Einingarkirkjuna, en móðir Yamagami á að hafa gefið kirkjunni háar fjárhæðir sem hafi leitt til gjaldþrots fjölskyldunnar. Dómstóll í Tókýó úrskurðaði í kjölfar morðsins árið 2022 að hreyfingin skyldi leyst upp. Shinzo Abe er sá forsætisráðherra Japans sem hefur gegnt embætti lengst.AP Shinzo Abe var forsætisráðherra Japans fyrst frá árinu 2006 til 2007 og svo aftur frá 2012 til 2020. Hann sagði af sér 2020 vegna sáraristilbólgu sem hann þjáðist af, en hann er sá forsætisráðherra Japans sem hefur gegnt embætti lengst. Hann var 67 ára þegar hann lést. Talið er að réttarhöld í máli Yamagmi standi fram í miðjan desember.
Japan Morðið á Shinzo Abe Erlend sakamál Tengdar fréttir Shinzo Abe skotinn til bana Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japan, hefur látist af sárum sínum eftir að hann var skotinn í bakið í nótt. Abe var að flytja ræðu í Nara í vestur Japan í nótt þegar skotmaður skaut hann með haglabyssu og hæfði hann í bakið. Abe var fluttur á spítala í kjölfar árásinnar en nú hefur japanka ríkisútvarpið NHK staðfest að hann sé látinn. 8. júlí 2022 06:12 Mótmæli við opinbera útför Shinzo Abe Opinber útför Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, fer fram í höfuðborginni Tókýó í dag. Þúsundir hafa safnast sérstaklega saman til að mótmæla því að verið sé að nýta almannafé til útfararinnar og segja það geta nýst betur í önnur verkefni, en opinberar útfarir í japan eru vanalega einungis haldnar þegar meðlimir japönsku keisarafjölskyldunnar falla frá. 27. september 2022 07:32 Morðingi Abe fær sínu framgengt Japanska ríkið hefur krafist þess að starfsemi Sameiningarkirkjunnar þar í landi verði lögð niður. Fyrrverandi forsætisráðherra Japan var myrtur vegna þess að morðingi hans taldi hann tengjast kirkjunni. 13. október 2023 14:59 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Shinzo Abe skotinn til bana Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japan, hefur látist af sárum sínum eftir að hann var skotinn í bakið í nótt. Abe var að flytja ræðu í Nara í vestur Japan í nótt þegar skotmaður skaut hann með haglabyssu og hæfði hann í bakið. Abe var fluttur á spítala í kjölfar árásinnar en nú hefur japanka ríkisútvarpið NHK staðfest að hann sé látinn. 8. júlí 2022 06:12
Mótmæli við opinbera útför Shinzo Abe Opinber útför Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, fer fram í höfuðborginni Tókýó í dag. Þúsundir hafa safnast sérstaklega saman til að mótmæla því að verið sé að nýta almannafé til útfararinnar og segja það geta nýst betur í önnur verkefni, en opinberar útfarir í japan eru vanalega einungis haldnar þegar meðlimir japönsku keisarafjölskyldunnar falla frá. 27. september 2022 07:32
Morðingi Abe fær sínu framgengt Japanska ríkið hefur krafist þess að starfsemi Sameiningarkirkjunnar þar í landi verði lögð niður. Fyrrverandi forsætisráðherra Japan var myrtur vegna þess að morðingi hans taldi hann tengjast kirkjunni. 13. október 2023 14:59