Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Atli Ísleifsson og Lovísa Arnardóttir skrifa 28. október 2025 13:34 Snjó hefur kyngt niður á höfuðborgarsvæðin síðustu klukkutímana. Vísir/Anton Brink Talsverð snjókoma hefur verið á suðvesturhorni landsins og áfram er spáð mikilli snjókomu í dag. Svæðisbundin snjóflóðaspá hefur verið uppfærð í appelsínugulan, sem þýðir töluverð hætta á snjóflóðum. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að mikil óvissa hafi verið í veðurspám undanfarinn sólarhring, bæði hvað varðar tímasetningar og úrkomumagn. Nýjustu spár geri ráð fyrir mikilli úrkomu í kringum höfuðborgarsvæðið seinnipartinn og fram á nótt. Hulda Rós Helgadóttir, ofanflóðasérfræðingur á ofanflóðavakt Veðurstofunnar, segir fólk sérstaklega eiga að gæta sín í brekkum sem eru yfir 30 gráður. Þetta geti verið brekkur í fjöllum nálægt höfuðborgarsvæðinu eins og í Úlfarsfelli, Helgafelli eða Móskarðshnúkum. „Þetta er almennt á svæðinu og í brekkum sem eru yfir 30 gráður. Það er búið að snjóa alls staðar á svæðinu og seinni partinn hvessir úr norðaustri og þá mun örugglega koma skafrenningur og þá sérstaklega í hlíðar sem snúa suðvestur. Mesta snjóflóðahættan er því líklega í suðvesturvísandi hlíðum,“ segir hún og að það geti átt við víða. Til dæmis Úlfarsfelli eða Móskarðshnúkum. „Það þurfa ekki að vera há fjöll endilega. Þetta getur alveg verið í lágum fjöllum í kringum borgina.“ Snjóflóðavakt Veðurstofunnar minnir fólk á að fara varlega nálægt bröttum brekkum, hvort sem er fótgangandi, á skíðum eða börn að leik í hlíðum. „Dálítill snjór var fyrir til fjalla á SV-horninu og ekki er vitað hvernig nýi snjórinn binst við þann eldri. Í svona miklu nýsnævi gæti myndast veikleiki innan snjóþekjunnar eða hún loðað illa saman. Í dag og á næstu dögum má gera ráð fyrir hvassri NA-átt á köflum sem gæti myndað vindfleka, aðallega í SV-vísandi hlíðum, og aukið snjóflóðahættu enn frekar. Snjóflóðavakt Veðurstofunnar vill minna fólk á að hafa snjóflóðahættu í huga í dag og næstu daga. Þetta á við um fólk sem t.d. ferðast í fjalllendi, hvort sem er fótgangandi, á skíðum, eða sleðum, eða börn að leik í bröttum hlíðum,“ segir á síðu snjóflóðavaktar Veðurstofunnar. Veður Snjóflóð á Íslandi Reykjavík Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Sjá meira
Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að mikil óvissa hafi verið í veðurspám undanfarinn sólarhring, bæði hvað varðar tímasetningar og úrkomumagn. Nýjustu spár geri ráð fyrir mikilli úrkomu í kringum höfuðborgarsvæðið seinnipartinn og fram á nótt. Hulda Rós Helgadóttir, ofanflóðasérfræðingur á ofanflóðavakt Veðurstofunnar, segir fólk sérstaklega eiga að gæta sín í brekkum sem eru yfir 30 gráður. Þetta geti verið brekkur í fjöllum nálægt höfuðborgarsvæðinu eins og í Úlfarsfelli, Helgafelli eða Móskarðshnúkum. „Þetta er almennt á svæðinu og í brekkum sem eru yfir 30 gráður. Það er búið að snjóa alls staðar á svæðinu og seinni partinn hvessir úr norðaustri og þá mun örugglega koma skafrenningur og þá sérstaklega í hlíðar sem snúa suðvestur. Mesta snjóflóðahættan er því líklega í suðvesturvísandi hlíðum,“ segir hún og að það geti átt við víða. Til dæmis Úlfarsfelli eða Móskarðshnúkum. „Það þurfa ekki að vera há fjöll endilega. Þetta getur alveg verið í lágum fjöllum í kringum borgina.“ Snjóflóðavakt Veðurstofunnar minnir fólk á að fara varlega nálægt bröttum brekkum, hvort sem er fótgangandi, á skíðum eða börn að leik í hlíðum. „Dálítill snjór var fyrir til fjalla á SV-horninu og ekki er vitað hvernig nýi snjórinn binst við þann eldri. Í svona miklu nýsnævi gæti myndast veikleiki innan snjóþekjunnar eða hún loðað illa saman. Í dag og á næstu dögum má gera ráð fyrir hvassri NA-átt á köflum sem gæti myndað vindfleka, aðallega í SV-vísandi hlíðum, og aukið snjóflóðahættu enn frekar. Snjóflóðavakt Veðurstofunnar vill minna fólk á að hafa snjóflóðahættu í huga í dag og næstu daga. Þetta á við um fólk sem t.d. ferðast í fjalllendi, hvort sem er fótgangandi, á skíðum, eða sleðum, eða börn að leik í bröttum hlíðum,“ segir á síðu snjóflóðavaktar Veðurstofunnar.
Veður Snjóflóð á Íslandi Reykjavík Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Sjá meira