Handbolti

Teitur inn í lands­liðið

Valur Páll Eiríksson skrifar
Teitur Örn Einarsson tekur sæti Sigvalda Björns Guðjónssonar í hópnum.
Teitur Örn Einarsson tekur sæti Sigvalda Björns Guðjónssonar í hópnum. Vísir/Vilhelm

Teitur Örn Einarsson hefur verið kallaður inn í landsliðshóp Íslands í handbolta fyrir komandi æfingaleiki við Þýskaland ytra.

Teitur tekur sæti Sigvalda Björns Guðjónssonar sem glímir við meiðsli. Samkvæmt Handbolta.is eru meiðsli hans ekki alvarleg en koma þó í veg fyrir þátttöku hans í komandi leikjum við lærisveina Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu.

Teitur Örn sé á leið út til Þýskalands og gert ráð fyrir að hann komi til móts við hópinn í fyrramálið.

Ísland mætir Þjóðverjum í tveimur æfingaleikjum sem fara fram á fimmtudag og sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×