Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 29. október 2025 07:51 Hjalti segir að allir séu komnir á damp núna og að mokstur gangi vel. Vísir/Steingrímur Snjómoksturstæki hafa unnið að mokstri í alla nótt en þrátt fyrir það er færðin enn nokkuð þung og má búast við að umferðin gangi hægt framan af morgni. „Við fórum bara með allt okkar lið út á á göturnar klukkan fjögur í nótt, bæði á göturnar og á hjóla- og stígakerfið. Við erum bara að vinna þetta og það hefur gengið ágætlega. Þetta er bara mikið magn og gengur því hægar en venjulega,“ segir Hjalti Guðmundsson skrifstofustjóri Borgarlandsins sem sér meðal annars um að halda götum borgarinnar hreinum. Hið óvenju mikla magn af snjó sem féll í gær gerir snjómoksturinn eðlilega að stærra verkefni en ella. „Það er annað að fást við tíu eða tuttugu sentimetra heldur en kannski þrjátíu og allt upp í fimmtíu,“ segir Hjalti og bætir við að miðað við allt hafi moksturinn gengið vel. Hjalti segir þó líklegt að umferðin muni ganga hægar í dag en á venjulegum degi. „Það eru ennþá bílar sem eru fastir og gætu mögulega verið fyrir tækjunum og við sjáum þetta fyrir okkur þannig að við verðum næstu tvo til þrjá daga að klára þetta. Þetta er bara það stórt verkefni.“ Hann segist vonast til að allar götur sem eru á hæsta forgangi, það er að segja strætóleiðir og stóru umferðargöturnar verði kláraðar í dag og svo verði húsagöturnar teknar næst, þótt sumstaðar sé nú þegar byrjað á þeim. Sömu sögu sé að segja af stígakerfi borgarinnar. Aðspurður hvort borgin hafi verið nægilega vel undirbúin undir snjókomu gærdagsins, sem kom óvenju snemma á árinu, segir Hjalti að svo hafi verið. „Við erum bara tilbúnir, auðvitað tekur alltaf smá tíma fyrir verktakana okkar að byrja á fyrsta verkefninu og það varð óvenju stórt í þetta skiptið en svo smyrst þetta bara og það eru allir komnir á damp núna,“ segir Hjalti Guðmundsson skrifstofustjóri Borgarlandsins. Snjómokstur Reykjavík Umferð Færð á vegum Tengdar fréttir Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Veðrið sem gekk yfir í gær hefur nú lægt að mestu en enn er í gildi gul viðvörun fyrir Suðausturland, þar sem spáð er snjókomu eða slyddu og talsverðri ofankomu á köflum, með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. 29. október 2025 06:28 Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Versta mögulega veðurspá fyrir suðvesturhornið rættist í dag. Viðbragðsaðilar sinntu metfjölda útkalla og um hádegisbil var óskað eftir því að fólk færi heim sem fyrst þar sem appelsínugul viðvörun var í kortunum. Sú viðvörun gilti þó stutt og stytti upp síðdegis. 28. október 2025 23:34 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
„Við fórum bara með allt okkar lið út á á göturnar klukkan fjögur í nótt, bæði á göturnar og á hjóla- og stígakerfið. Við erum bara að vinna þetta og það hefur gengið ágætlega. Þetta er bara mikið magn og gengur því hægar en venjulega,“ segir Hjalti Guðmundsson skrifstofustjóri Borgarlandsins sem sér meðal annars um að halda götum borgarinnar hreinum. Hið óvenju mikla magn af snjó sem féll í gær gerir snjómoksturinn eðlilega að stærra verkefni en ella. „Það er annað að fást við tíu eða tuttugu sentimetra heldur en kannski þrjátíu og allt upp í fimmtíu,“ segir Hjalti og bætir við að miðað við allt hafi moksturinn gengið vel. Hjalti segir þó líklegt að umferðin muni ganga hægar í dag en á venjulegum degi. „Það eru ennþá bílar sem eru fastir og gætu mögulega verið fyrir tækjunum og við sjáum þetta fyrir okkur þannig að við verðum næstu tvo til þrjá daga að klára þetta. Þetta er bara það stórt verkefni.“ Hann segist vonast til að allar götur sem eru á hæsta forgangi, það er að segja strætóleiðir og stóru umferðargöturnar verði kláraðar í dag og svo verði húsagöturnar teknar næst, þótt sumstaðar sé nú þegar byrjað á þeim. Sömu sögu sé að segja af stígakerfi borgarinnar. Aðspurður hvort borgin hafi verið nægilega vel undirbúin undir snjókomu gærdagsins, sem kom óvenju snemma á árinu, segir Hjalti að svo hafi verið. „Við erum bara tilbúnir, auðvitað tekur alltaf smá tíma fyrir verktakana okkar að byrja á fyrsta verkefninu og það varð óvenju stórt í þetta skiptið en svo smyrst þetta bara og það eru allir komnir á damp núna,“ segir Hjalti Guðmundsson skrifstofustjóri Borgarlandsins.
Snjómokstur Reykjavík Umferð Færð á vegum Tengdar fréttir Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Veðrið sem gekk yfir í gær hefur nú lægt að mestu en enn er í gildi gul viðvörun fyrir Suðausturland, þar sem spáð er snjókomu eða slyddu og talsverðri ofankomu á köflum, með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. 29. október 2025 06:28 Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Versta mögulega veðurspá fyrir suðvesturhornið rættist í dag. Viðbragðsaðilar sinntu metfjölda útkalla og um hádegisbil var óskað eftir því að fólk færi heim sem fyrst þar sem appelsínugul viðvörun var í kortunum. Sú viðvörun gilti þó stutt og stytti upp síðdegis. 28. október 2025 23:34 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Veðrið sem gekk yfir í gær hefur nú lægt að mestu en enn er í gildi gul viðvörun fyrir Suðausturland, þar sem spáð er snjókomu eða slyddu og talsverðri ofankomu á köflum, með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. 29. október 2025 06:28
Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Versta mögulega veðurspá fyrir suðvesturhornið rættist í dag. Viðbragðsaðilar sinntu metfjölda útkalla og um hádegisbil var óskað eftir því að fólk færi heim sem fyrst þar sem appelsínugul viðvörun var í kortunum. Sú viðvörun gilti þó stutt og stytti upp síðdegis. 28. október 2025 23:34