Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar 29. október 2025 11:00 Sagan af Bartleby skrifara eftir Herman Melville er ein sú þekktasta sem gerir að viðfangsefni sínu eitraða vinnustaðamenningu. Hún hefur meðal annars hlotið náð fyrir augum ritstjórnar stórblaðsins The Economist, þar sem fastur dálkur blaðsins um vinnustaðamenningu heitir eftir Bartleby þessum. Sagan fjallar í stuttu máli um ritarann Bartleby sem ræður sig til vinnu á virðulegri lögfræðistofu í New York. Í upphafi er Bartleby iðinn og sinnir þeim störfum sem honum eru ætluð en einn daginn þegar hann er beðinn um að prófarkalesa skjal segir hann einfaldlega: „ég kýs það síður.“ Það kemur á yfirmann hans sem virðir það við Bartleby fyrst um sinn en gamanið kárnar þegar Bartleby tekur að svara þessu til í hvert skipti sem hann er beðinn um að inna af hendi eitthvert verkefni. Úr verður kafkaískur söguþráður þar sem yfirmaðurinn fær sig ekki til að reka Bartleby og lesandinn er skilinn eftir í einhverskonar hárreitingarástandi því upp frá þeim degi vinnur skrifarinn ekki handtak. Eina lausnin sem lögfræðingnum hugkvæmist er að flytja fyrirtækið í heild sinni á nýjan stað en Bartleby verður eftir á gamla staðnum. En blessunarlega er þetta bara skáldskapur. Eða hvað? Það er jú margt í sögunni af Bartleby sem rímar ágætlega við raunheima, og þá sérstaklega þegar kemur að opinberum vinnumarkaði. Þar er búið að skapa svo flókið net af réttindum og formkröfum að stjórnendur veigra sér við að láta fólk sem sannarlega eitrar vinnustaðamenninguna fara. Reglulega heyrast innan úr ráðuneytum og stofnunum sögur af einstaka starfsmönnum sem komast upp með að sinna ekki verkefnum eða koma þeim yfir á samstarfsfólk sitt. Það er hérumbil orðið fréttnæmt ef opinberu starfsfólki er sagt upp störfum. Þó að meginþorri opinberra starfsmanna hafi sannarlega metnað til að sinna starfi sínu vel fyrir land og þjóð, vitum við að oft þarf ekki nema einn til að eitra starfsumhverfið. Enda kemur nú í ljós að mun fleiri opinberir starfsmenn eru fylgjandi því að afnema áminningarskyldu ríkisstarfsmanna en ekki - 48% opinberra starfsmanna eru því fylgjandi en 32% eru andvígir. Vel virkandi opinber þjónusta snýst ekki eingöngu um fólkið sem veitir þjónustuna heldur líka þá sem hana þiggja. Það skiptir atvinnulífið og almenna borgara auðvitað máli að hið opinbera virki sem best, að eftirlit sé skilvirkt, erindum sé svarað og lagasetning sé vönduð svo dæmi séu nefnd. Það kemur því ekki mjög á óvart að samkvæmt nýrri könnun Maskínu er meirihluti landsmanna hlynntur afnámi áminningarskyldunnar. Við hjá Samtökum atvinnulífsins höfum stutt áform stjórnvalda um að afnema áminningarskyldu starfsmanna ríkisins, bæði vegna þess að við teljum það geta aukið gæði opinberrar þjónustu en ekki síður vegna þess að við teljum að jafnræði þurfi að ríkja þegar kemur að réttindum starfsmanna á almenna og opinbera vinnumarkaðinum. Þó er ljóst að afnám áminningarskyldu er aðeins fyrsta skrefið í áttina að því að samræma réttindi á milli markaða. Áfram munu ákvæði stjórnsýslulaga gilda um uppsagnir opinberra starfsmanna sem veldur því að áhrif af afnámi áminningarskyldunnar í óbreyttu formi verða minni en margir gera ráð fyrir. Ef vel á að vera þyrfti að taka á hvoru tveggja þannig að sambærilegar reglur myndu gilda og á hinum almenna vinnumarkaði. Það má hrósa stjórnvöldum fyrir að hefja vegferðina til að leiðrétta hið kafkaíska umhverfi opinbers vinnumarkaðar, en það er okkar von að þau fari alla leið. Höfundur er forstöðumaður málefnasviðs Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísak Einar Rúnarsson Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Sagan af Bartleby skrifara eftir Herman Melville er ein sú þekktasta sem gerir að viðfangsefni sínu eitraða vinnustaðamenningu. Hún hefur meðal annars hlotið náð fyrir augum ritstjórnar stórblaðsins The Economist, þar sem fastur dálkur blaðsins um vinnustaðamenningu heitir eftir Bartleby þessum. Sagan fjallar í stuttu máli um ritarann Bartleby sem ræður sig til vinnu á virðulegri lögfræðistofu í New York. Í upphafi er Bartleby iðinn og sinnir þeim störfum sem honum eru ætluð en einn daginn þegar hann er beðinn um að prófarkalesa skjal segir hann einfaldlega: „ég kýs það síður.“ Það kemur á yfirmann hans sem virðir það við Bartleby fyrst um sinn en gamanið kárnar þegar Bartleby tekur að svara þessu til í hvert skipti sem hann er beðinn um að inna af hendi eitthvert verkefni. Úr verður kafkaískur söguþráður þar sem yfirmaðurinn fær sig ekki til að reka Bartleby og lesandinn er skilinn eftir í einhverskonar hárreitingarástandi því upp frá þeim degi vinnur skrifarinn ekki handtak. Eina lausnin sem lögfræðingnum hugkvæmist er að flytja fyrirtækið í heild sinni á nýjan stað en Bartleby verður eftir á gamla staðnum. En blessunarlega er þetta bara skáldskapur. Eða hvað? Það er jú margt í sögunni af Bartleby sem rímar ágætlega við raunheima, og þá sérstaklega þegar kemur að opinberum vinnumarkaði. Þar er búið að skapa svo flókið net af réttindum og formkröfum að stjórnendur veigra sér við að láta fólk sem sannarlega eitrar vinnustaðamenninguna fara. Reglulega heyrast innan úr ráðuneytum og stofnunum sögur af einstaka starfsmönnum sem komast upp með að sinna ekki verkefnum eða koma þeim yfir á samstarfsfólk sitt. Það er hérumbil orðið fréttnæmt ef opinberu starfsfólki er sagt upp störfum. Þó að meginþorri opinberra starfsmanna hafi sannarlega metnað til að sinna starfi sínu vel fyrir land og þjóð, vitum við að oft þarf ekki nema einn til að eitra starfsumhverfið. Enda kemur nú í ljós að mun fleiri opinberir starfsmenn eru fylgjandi því að afnema áminningarskyldu ríkisstarfsmanna en ekki - 48% opinberra starfsmanna eru því fylgjandi en 32% eru andvígir. Vel virkandi opinber þjónusta snýst ekki eingöngu um fólkið sem veitir þjónustuna heldur líka þá sem hana þiggja. Það skiptir atvinnulífið og almenna borgara auðvitað máli að hið opinbera virki sem best, að eftirlit sé skilvirkt, erindum sé svarað og lagasetning sé vönduð svo dæmi séu nefnd. Það kemur því ekki mjög á óvart að samkvæmt nýrri könnun Maskínu er meirihluti landsmanna hlynntur afnámi áminningarskyldunnar. Við hjá Samtökum atvinnulífsins höfum stutt áform stjórnvalda um að afnema áminningarskyldu starfsmanna ríkisins, bæði vegna þess að við teljum það geta aukið gæði opinberrar þjónustu en ekki síður vegna þess að við teljum að jafnræði þurfi að ríkja þegar kemur að réttindum starfsmanna á almenna og opinbera vinnumarkaðinum. Þó er ljóst að afnám áminningarskyldu er aðeins fyrsta skrefið í áttina að því að samræma réttindi á milli markaða. Áfram munu ákvæði stjórnsýslulaga gilda um uppsagnir opinberra starfsmanna sem veldur því að áhrif af afnámi áminningarskyldunnar í óbreyttu formi verða minni en margir gera ráð fyrir. Ef vel á að vera þyrfti að taka á hvoru tveggja þannig að sambærilegar reglur myndu gilda og á hinum almenna vinnumarkaði. Það má hrósa stjórnvöldum fyrir að hefja vegferðina til að leiðrétta hið kafkaíska umhverfi opinbers vinnumarkaðar, en það er okkar von að þau fari alla leið. Höfundur er forstöðumaður málefnasviðs Samtaka atvinnulífsins.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun