Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. október 2025 12:33 Snjórinn setti strik sinn í reikning margra á höfuðborgarsvæðinu í gær, en fallegur er hann. Vísir/Anton Brink Fjöldi árekstra í ófærðinni sem myndaðist í gær á höfuðborgarsvæðinu sló met að sögn þjónustuaðila. Lögregla segist vonsvikin með það hversu margir ökumenn hafi haldið út á vanbúnum bílum. Veðurstofa segir ekki von á slíku fannfergi á höfuðborgarsvæðinu í bráð. Snjókoman á höfuðborgarsvæðinu í gær orsakaði fáheyrðar tafir í umferðinni en Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglu sagði í Bítinu í morgun að stór hluti ökumanna sé enn á sumardekkjum. „Það var dálítið leiðinlegt að upplifa það að þrátt fyrir ítrekuð tilmæli frá lögreglunni í gærmorgun þá voru margir sem fóru af stað og lentu í vandræðum og stoppuðu þar með alla snjóhreinsun og hálkuvarnir á gatnakerfinu og það skapaðist þetta leiðindaástand.“ Ekki upplifað annað eins Kristján Kristjánsson framkvæmdastjóri Árekstur.is segist ekki hafa upplifað annað eins og í gær, áttatíu árekstrar hafi komið inn á borð fyrirtækisins sem sé svipaður fjöldi og komi upp á um einni viku. Sömu sögu er að segja af dráttarfyrirtækinu Vöku en Einar Ásgeirsson framkvæmdastjóri segir við fréttastofu að hann hafi ekki tölu á því hversu margir bílar voru dregnir í gær, þeir hafi hlaupið á fleiri tugum. Halda hafi þurft sérstakan peppfund fyrir starfsfólk um miðbik gærdagsins. Kristján segir flesta sem lent hafi í óhappi verið afar illa búna. Færri fréttir hafa borist af hjólandi vegfarendum í færðinni, sem eru þó nokkrir líkt og þessi hér.Vísir/Anton Brink „Það voru alltof margir árekstrar sem komu til okkar í gær þar sem menn voru á sumardekkjum já því miður. Og fyrir utan það að lenda í árekstrum þá náttúrulega var fólk bara að tefja umferðina eins og allir aðrir tóku eftir og líka okkur. Það var mjög erfitt að komast á milli staða í gær og fór upp í jafnvel klukkutíma bil eftir aðstoð hjá okkur.“ Mildi að enginn hafi slasast Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er ekki von á sömu úrkomu á höfuðborgarsvæðinu og varð í gær á næstunni. Snjókoman sé nú mest á Suðausturlandi en bjart á suðvestur og vestanlands en él um landið norðanvert. Í fyrramálið muni snúast í vestanátt norðanlands með tíu til átján metrum á sekúndu og snjókomu á köflum. Kristján segir mildi að enginn sem Árekstur.is sinnti í fannferginu á höfuðborgarsvæðinu í gær hafi slasast. „Það voru engin meiðsl á fólki en þetta voru allt frá smá nuddi og upp í það að bílar voru bara ónýtir og þetta var bara allt hálkutengt og snjótengt.“ Gangandi vegfarendur nýta sér gjarnan götuna, enda er hún oftar en ekki mun betur rudd en göngustígar. Vísir/Anton Brink Veður Samgönguslys Samgöngur Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Snjókoman á höfuðborgarsvæðinu í gær orsakaði fáheyrðar tafir í umferðinni en Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglu sagði í Bítinu í morgun að stór hluti ökumanna sé enn á sumardekkjum. „Það var dálítið leiðinlegt að upplifa það að þrátt fyrir ítrekuð tilmæli frá lögreglunni í gærmorgun þá voru margir sem fóru af stað og lentu í vandræðum og stoppuðu þar með alla snjóhreinsun og hálkuvarnir á gatnakerfinu og það skapaðist þetta leiðindaástand.“ Ekki upplifað annað eins Kristján Kristjánsson framkvæmdastjóri Árekstur.is segist ekki hafa upplifað annað eins og í gær, áttatíu árekstrar hafi komið inn á borð fyrirtækisins sem sé svipaður fjöldi og komi upp á um einni viku. Sömu sögu er að segja af dráttarfyrirtækinu Vöku en Einar Ásgeirsson framkvæmdastjóri segir við fréttastofu að hann hafi ekki tölu á því hversu margir bílar voru dregnir í gær, þeir hafi hlaupið á fleiri tugum. Halda hafi þurft sérstakan peppfund fyrir starfsfólk um miðbik gærdagsins. Kristján segir flesta sem lent hafi í óhappi verið afar illa búna. Færri fréttir hafa borist af hjólandi vegfarendum í færðinni, sem eru þó nokkrir líkt og þessi hér.Vísir/Anton Brink „Það voru alltof margir árekstrar sem komu til okkar í gær þar sem menn voru á sumardekkjum já því miður. Og fyrir utan það að lenda í árekstrum þá náttúrulega var fólk bara að tefja umferðina eins og allir aðrir tóku eftir og líka okkur. Það var mjög erfitt að komast á milli staða í gær og fór upp í jafnvel klukkutíma bil eftir aðstoð hjá okkur.“ Mildi að enginn hafi slasast Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er ekki von á sömu úrkomu á höfuðborgarsvæðinu og varð í gær á næstunni. Snjókoman sé nú mest á Suðausturlandi en bjart á suðvestur og vestanlands en él um landið norðanvert. Í fyrramálið muni snúast í vestanátt norðanlands með tíu til átján metrum á sekúndu og snjókomu á köflum. Kristján segir mildi að enginn sem Árekstur.is sinnti í fannferginu á höfuðborgarsvæðinu í gær hafi slasast. „Það voru engin meiðsl á fólki en þetta voru allt frá smá nuddi og upp í það að bílar voru bara ónýtir og þetta var bara allt hálkutengt og snjótengt.“ Gangandi vegfarendur nýta sér gjarnan götuna, enda er hún oftar en ekki mun betur rudd en göngustígar. Vísir/Anton Brink
Veður Samgönguslys Samgöngur Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira