Innlent

Ekið á unga stúlku á Ásbrú

Agnar Már Másson skrifar
Lögregla leitar stúlkunnar. Mynd úr safni.
Lögregla leitar stúlkunnar. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm

Ekið var á unga stúlku á Grænsásbraut við Skógarbraut á Ásbrú síðdegis í dag, miðvikudag. Lögreglan á Suðurnesjum greinir frá málinu á Facebook en lögreglan leitar nú að foreldrum stúlkunnar.

Í færslu lögreglunnar kemur fram að stúlkan hafi klæðst bleikum snjógalla. Áreksturinn hafi átt sér stað klukkan 15.45.

„Er ökumaður ætlaði að ná tali af stúlkunni hljóp hún í burtu en sagðist vera í lagi,“ skrifar lögreglan.

„Okkur langar mikið til að heyra í stúlkunni eða foreldrum hennar til að kanna hvort hún sé ekki örugglega ómeidd,“ bæta laganna verðir við og biðla til sjónarvotta að hafa samband. Fleira kemur ekki fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×