Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar 30. október 2025 07:00 „Útúr skápnum og áfram Ísland!“ Það sem átti að vera málefnaleg umræða um stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu hefur breyst í persónulegt orðaskak. Magnús Árni Skjöld Magnússon, formaður Evrópuhreyfingarnar og prófessor við Háskólann á Bifröst, skrifaði skoðanagrein á Vísi nýlega þar sem hann svarar Daða Kristjánssyni, framkvæmdastjóra Visku Digital Assets. Daði hafði fjallað um efnahagsvanda Evrópu í greininni sinni í ViðskiptaMogganum og notað líkinguna um brennandi hús. Í stað þess að takast á við rök Daða velur Magnús að beina athyglinni að persónum og heldur því fram að Evrópusinnar séu „enn í skápnum“ og hræddir við menn eins og Davíð Oddsson: fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur, forsætisráðherra, utanríkisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins. Það er skrýtin nálgun. Davíð hefur ekki tekið þátt í stjórnmálum í tvo áratugi, fyrir utan að ritstýra Morgunblaðinu. Að draga hann fram sem tákn ótta í pólitískri umræðu árið 2025 segir meira um þá sem gera það en hann sjálfan. Greinin virðist skrifuð í örvæntingu, ekki til að leiðrétta staðreyndir, heldur til að slá ryki í augu lesenda og beina athyglinni frá kjarna málsins. Það vekur einnig athygli að þessi orð koma frá manni sem bæði er formaður hagsmunasamtaka um Evrópumál og prófessor við íslenskan háskóla. Stefna Háskólans á Bifröst byggir á gildum líkt og þeim sem koma fram í Magna Charta Universitatum og samkvæmt þeim ber fræðimönnum að gæta hlutleysis og forðast að nota stöðu sína í pólitískum tilgangi. Fræðimenn njóta trausts samfélagsins vegna þess að almenningur treystir þeim til að rökstyðja mál sitt af fagmennsku. Þegar prófessor í opinberu hlutverki tekur svo einarða afstöðu í pólitískri deilu, án þess að sýna fræðilega fjarlægð eða varfærni, grefur það undan því trausti. Það er þó eitt sem vert er að hafa í huga. Það var ekki Daði Kristjánsson sem fyrst talaði um að „við göngum ekki inn í brennandi hús“ Evrópusambandsins, heldur Jón Baldvin Hannibalsson (RÚV, 7. mars 2016). Jón Baldvin var utanríkisráðherra fyrir Alþýðuflokkinn þegar Ísland samdi um aðild að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og var ásamt Davíð lykilmaður í því að tryggja að Ísland hefði aðgang að innri markaði Evrópu án þess að afsala sér fullveldi. Síðar hefur hann gagnrýnt þá hugmynd að ganga lengra og gerast aðili að Evrópusambandinu, og bent á að slík aðild fæli í sér verulega pólitíska og efnahagslega áhættu. Hann þekkir bæði forsendurnar og afleiðingarnar. Það er athyglisvert að Magnús skuli sniðganga það algjörlega. Grein Daða Kristjánssonar fjallaði um raunveruleg efnahagsvandamál Evrópu: skuldafen Frakka, orkukreppu Þýskalands og stöðnun í framleiðni sem grefur undan evrópskum iðnaði. Um þetta segir Magnús ekki orð. Í staðinn grípur hann til óljósra frasa og tilfinningalegra útspila, eins og umræðan snúist frekar um tiltrú en stefnu. Þögn virðist stundum metin hærra en skoðanaskipti í íslenskri stjórnsýslu. En lýðræði byggist á því að menn þori að tala skýrt, líka þegar það er óþægilegt. Evrópusambandið stendur frammi fyrir djúpum vanda. Að ganga þar inn núna væri ekki skref til framtíðar heldur inn í brennandi hús. Ísland á betra skilið. Við eigum að standa fyrir utan Evrópusambandið og hugsa sjálfstætt. Kannski er það líka góð áminning í svona umræðu að spyrja sig einfaldlega: hvaðan koma peningarnir? Höfundur er verkfræðingur og í stjórn hverfafélags Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Sjá meira
„Útúr skápnum og áfram Ísland!“ Það sem átti að vera málefnaleg umræða um stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu hefur breyst í persónulegt orðaskak. Magnús Árni Skjöld Magnússon, formaður Evrópuhreyfingarnar og prófessor við Háskólann á Bifröst, skrifaði skoðanagrein á Vísi nýlega þar sem hann svarar Daða Kristjánssyni, framkvæmdastjóra Visku Digital Assets. Daði hafði fjallað um efnahagsvanda Evrópu í greininni sinni í ViðskiptaMogganum og notað líkinguna um brennandi hús. Í stað þess að takast á við rök Daða velur Magnús að beina athyglinni að persónum og heldur því fram að Evrópusinnar séu „enn í skápnum“ og hræddir við menn eins og Davíð Oddsson: fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur, forsætisráðherra, utanríkisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins. Það er skrýtin nálgun. Davíð hefur ekki tekið þátt í stjórnmálum í tvo áratugi, fyrir utan að ritstýra Morgunblaðinu. Að draga hann fram sem tákn ótta í pólitískri umræðu árið 2025 segir meira um þá sem gera það en hann sjálfan. Greinin virðist skrifuð í örvæntingu, ekki til að leiðrétta staðreyndir, heldur til að slá ryki í augu lesenda og beina athyglinni frá kjarna málsins. Það vekur einnig athygli að þessi orð koma frá manni sem bæði er formaður hagsmunasamtaka um Evrópumál og prófessor við íslenskan háskóla. Stefna Háskólans á Bifröst byggir á gildum líkt og þeim sem koma fram í Magna Charta Universitatum og samkvæmt þeim ber fræðimönnum að gæta hlutleysis og forðast að nota stöðu sína í pólitískum tilgangi. Fræðimenn njóta trausts samfélagsins vegna þess að almenningur treystir þeim til að rökstyðja mál sitt af fagmennsku. Þegar prófessor í opinberu hlutverki tekur svo einarða afstöðu í pólitískri deilu, án þess að sýna fræðilega fjarlægð eða varfærni, grefur það undan því trausti. Það er þó eitt sem vert er að hafa í huga. Það var ekki Daði Kristjánsson sem fyrst talaði um að „við göngum ekki inn í brennandi hús“ Evrópusambandsins, heldur Jón Baldvin Hannibalsson (RÚV, 7. mars 2016). Jón Baldvin var utanríkisráðherra fyrir Alþýðuflokkinn þegar Ísland samdi um aðild að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og var ásamt Davíð lykilmaður í því að tryggja að Ísland hefði aðgang að innri markaði Evrópu án þess að afsala sér fullveldi. Síðar hefur hann gagnrýnt þá hugmynd að ganga lengra og gerast aðili að Evrópusambandinu, og bent á að slík aðild fæli í sér verulega pólitíska og efnahagslega áhættu. Hann þekkir bæði forsendurnar og afleiðingarnar. Það er athyglisvert að Magnús skuli sniðganga það algjörlega. Grein Daða Kristjánssonar fjallaði um raunveruleg efnahagsvandamál Evrópu: skuldafen Frakka, orkukreppu Þýskalands og stöðnun í framleiðni sem grefur undan evrópskum iðnaði. Um þetta segir Magnús ekki orð. Í staðinn grípur hann til óljósra frasa og tilfinningalegra útspila, eins og umræðan snúist frekar um tiltrú en stefnu. Þögn virðist stundum metin hærra en skoðanaskipti í íslenskri stjórnsýslu. En lýðræði byggist á því að menn þori að tala skýrt, líka þegar það er óþægilegt. Evrópusambandið stendur frammi fyrir djúpum vanda. Að ganga þar inn núna væri ekki skref til framtíðar heldur inn í brennandi hús. Ísland á betra skilið. Við eigum að standa fyrir utan Evrópusambandið og hugsa sjálfstætt. Kannski er það líka góð áminning í svona umræðu að spyrja sig einfaldlega: hvaðan koma peningarnir? Höfundur er verkfræðingur og í stjórn hverfafélags Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar