Innlent

Ögmundur Ísak ráðinn til þing­flokks Sjálf­stæðis­flokksins

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Ögmundur Ísak hefur verið ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Ögmundur Ísak hefur verið ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Aðsend

Ögmundur Ísak Ögmundsson hefur verið ráðinn starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur starfað á sviði miðlunar, síðustu ár hjá Nóa Siríus en samhliða því sinnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Talsverðar breytingar hafa orðið á mannauði Sjálfstæðisflokksin sundanfarið. Nýr framkvæmdastjóri og nýr fjármálastjóri tóku nýverið við störfum í Valhöll. Þar að auki var tveimur starfsmönnum þingflokksins sagt upp og sá þriðji sagði sjálfur upp.

Ögmundur Ísak er með meistaragráðu í markaðsfræði og bakkalárgráðu í miðlun og almannatengslum frá Háskólanum á Bifröst. Hann hefur síðustu ár starfað hjá Nóa Siríus og sinnt þar margvíslegum störfum, lengst af í markaðsdeild fyrirtækisins. Hann situr í stjórn Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaga í Reykjavík, og hefur sinnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn

„Ég er gríðarlega spenntur að takast á við þau krefjandi verkefni sem fram undan eru með öflugum þingflokki Sjálfstæðisflokksins og fá tækifæri til að leggja mitt af mörkum,“ segir Ögmundur Ísak sem mun hefja störf í byrjun nóvember.

„Ég er mjög ánægður að fá Ögmund Ísak til liðs við okkar sterka hóp en reynsla hans og þekking mun nýtast okkur mjög vel. Ég hlakka til samstarfsins og býð hann innilega velkominn til starfa,“ segir Ólafur Adolfsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×