„Því miður er verklagið þannig“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. október 2025 23:10 Skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg segist reikna með því að hægt verði að ljúka mokstri seinni partinn á morgun. Vísir/Samsett Skrifstofustjóri skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlands Reykjavíkurborgar, sem er sá hluti embættismannakerfis borgarinnar sem annast snjómokstur, segist reikna með því að mokstri ljúki og götur borgarinnar verði færar seinni partinn á morgun. Þá taki ekki viðaminna verkefni hins vegar við þegar hlýnar í veðri. Hjalti Jóhannes Guðmundsson segir verkefni af þessari stærðargráðu iðulega taka borgina á milli tveggja og fimm daga að leysa. Það er auðvitað óvenjulegt að þurfa að eiga við þvílíkt fannfergi yfirhöfuð, hvað þá í október en það snjóaði næsta stanslaust í tæpan sólarhring og hátt í 50 sentimetrar af snjó safnaðist upp í borginni. Vinnuskilyrði snjómokstursmanna voru því erfið að sögn Hjalta. Saga áttræðs manns sem hefur verið innlyksa á heimili sínu ásamt eiginkonu sinni í rúma þrjá sólarhringa þar sem ekki var lokið við mokstur í götunni var borin undir Hjalta sem harmaði það en sagði verklag borgarinnar staðlað. „Það sem við gerum er að við stingum út úr húsagötum til að taka eins mikið úr húsagötum og við mögulega getum og þá stundum gerum við það þannig að vélarnar fari ekki alveg upp [inn götuna]. En síðan, helst ekki seinna en daginn eftir, förum við og hreinsum upp eftir okkur og gerum þetta almennilega,“ sagði Hjalti en að stinga út er íðorðið sem snjómokstursmenn nota yfir þessa aðferð. Hann segir skrifstofuna reyna að hlusta á ábendingar berist þær og að hún reddi málum í einstaka tilfellum en almennt sé það þannig gert að fyrst sé ein rein ruðin inn götuna sem er svo breikkuð þegar fram líða stundir. Umferðarteppurnar sem einkennt hafa síðustu daga gætu þó haldið áfram þó mokstri ljúki. Um helgina hlánar í borginni með tilheyrandi hálku. Hjalti biðlar til borgarbúa að gæta sín hið ýtrasta og leggja ekki út í ferðir sem það treystir sér ekki til. Reykjavík Snjómokstur Færð á vegum Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Hjalti Jóhannes Guðmundsson segir verkefni af þessari stærðargráðu iðulega taka borgina á milli tveggja og fimm daga að leysa. Það er auðvitað óvenjulegt að þurfa að eiga við þvílíkt fannfergi yfirhöfuð, hvað þá í október en það snjóaði næsta stanslaust í tæpan sólarhring og hátt í 50 sentimetrar af snjó safnaðist upp í borginni. Vinnuskilyrði snjómokstursmanna voru því erfið að sögn Hjalta. Saga áttræðs manns sem hefur verið innlyksa á heimili sínu ásamt eiginkonu sinni í rúma þrjá sólarhringa þar sem ekki var lokið við mokstur í götunni var borin undir Hjalta sem harmaði það en sagði verklag borgarinnar staðlað. „Það sem við gerum er að við stingum út úr húsagötum til að taka eins mikið úr húsagötum og við mögulega getum og þá stundum gerum við það þannig að vélarnar fari ekki alveg upp [inn götuna]. En síðan, helst ekki seinna en daginn eftir, förum við og hreinsum upp eftir okkur og gerum þetta almennilega,“ sagði Hjalti en að stinga út er íðorðið sem snjómokstursmenn nota yfir þessa aðferð. Hann segir skrifstofuna reyna að hlusta á ábendingar berist þær og að hún reddi málum í einstaka tilfellum en almennt sé það þannig gert að fyrst sé ein rein ruðin inn götuna sem er svo breikkuð þegar fram líða stundir. Umferðarteppurnar sem einkennt hafa síðustu daga gætu þó haldið áfram þó mokstri ljúki. Um helgina hlánar í borginni með tilheyrandi hálku. Hjalti biðlar til borgarbúa að gæta sín hið ýtrasta og leggja ekki út í ferðir sem það treystir sér ekki til.
Reykjavík Snjómokstur Færð á vegum Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira