Íslenski boltinn

Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af ölum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bjartur Bjarmi Barkarson hjá Aftureldingu fór í flestar tæklingar á nýloknu tímabili.
Bjartur Bjarmi Barkarson hjá Aftureldingu fór í flestar tæklingar á nýloknu tímabili. Vísir/Diego

Bjartur Bjarmi Barkarson, leikmaður Aftureldingar, var duglegastur að fara í tæklingar á nýloknu tímabili í Bestu deild karla í fótbolta.

Opta-tölfræðiþjónustan heldur utan um tölfræði Bestu deildarinnar og tekur meðal annars saman hvað leikmenn fara í margar tæklingar í leikjum sínum.

Það er góður mælikvarði á það hvað leikmenn láta finna mikið fyrir sér í leikjum sínum og Bjartur Bjarmi gerði meira af því en allir aðrir leikmenn í sumar.

Bjartur Bjarmi, sem er 23 ára gamall og hafði aðeins spilað einn leik í efstu deild fyrir þetta tímabil, og hann kom í búningi Víkings Ólafsvíkur sumarið 2017 þegar hann var bara fimmtán ára gamall.

Bjartur Bjarmi fór í 74 tæklingar í 26 leikjum eða 2,8 að meðaltali í leik.

Bjartur fékk alls 59 aukaspyrnur og það voru dæmdar 34 aukaspyrnur og ein vítaspyrna á hann á leiktíðinni. Bjartur 55 prósent af þeim samstuðum sem hann fór í og 77 prósent af skallaeinvígunum.

Bjartur endaði á því að fara í fjórtán fleiri tæklingar en næstu menn. Meðal þeirra var Vestramaðurinn Fatai Gbadamosi sem hefði örugglega veitt Bjarti meiri samkeppni um efsta sætið ef hann hefði ekki misst af síðustu fjórum leikjum Vestra vegna meiðsla.

Gbadamosi fór í 60 tæklingar í sínum 21 leik eða 2,8 að meðaltali í leik. Gbadamosi vann 58 prósent af þeim samstuðum sem hann fór í og 57 prósent af skallaeinvígunum.

Eyjamenn fóru í flestar tæklingar af öllum liðum deildarinnar eða 455 í 27 leikjum. Næstir komu Stjörnumenn með 432 tæklingar og svo Skagamenn með 426 tæklingar. Leikmenn Vals fóru í fæstar tæklingar af öllum liðum eða aðeins 374, sjö færri en FH-ingar.

  • Flestar tæklingar í Bestu deild karla 2025:
  • 1. Bjartur Bjarmi Barkarson, Aftureldingu 74
  • 2. Fatai Gbadamosi, Vestra 60
  • 2. Marko Vardic, ÍA 60
  • 2. Jón Gísli Eyland Gíslason, ÍA 60
  • 5. Valgeir Valgeirsson, Breiðabliki 59
  • 6. Tómas Orri Róbertsson, FH 56
  • 7. Alex Freyr Hilmarsson, ÍBV 54
  • 8. Guðmundur Baldvin Nökkvason, Stjörnunni 53
  • 9. Fred Saraiva, Fram 51
  • 9. Baldur Kári Helgason, FH 51
  • 11. Gylfi Þór Sigurðsson, Víkingi 50
  • 12. Kennie Chopart, Fram 49



Fleiri fréttir

Sjá meira


×