Handbolti

Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Andri Már þarf ekki að ferðast langt til að hitta hópinn.
Andri Már þarf ekki að ferðast langt til að hitta hópinn. vísir

Andri Már Rúnarsson hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn í stað Hauks Þrastarsonar, sem meiddist í æfingaleiknum gegn Þýskalandi í gærkvöldi. Andri kemur til móts við hópinn í dag og verður með í hinum æfingaleiknum á sunnudag.

HSÍ tilkynnti um breytinguna en þetta er önnur breytingin sem er gerð á hópnum síðan hann var fyrst kynntur. Áður hafði Teitur Örn Einarsson verið kallaður inn í hópinn í stað Sigvalda Björns Guðjónssonar, sem glímir við meiðsli.

Haukur Þrastarson skoraði eitt mark úr fjórum skotum í æfingaleiknum gegn Þýskalandi í gær, sem tapaðist 42-31.

Andri Már þarf ekki að ferðast langt til að hitta hópinn, hann er leikmaður Erlangen í Þýskalandi og kemur til móts við hópinn í Nurnberg. 

Ísland spilar annan æfingaleik við Þýskaland á sunnudaginn klukkan 16:15. Leikirnir eru hluti af undirbúningi liðsins fyrir EM í janúar 2026.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×