Innlent

Þau sóttu um stöðu for­stöðu­manns Staf­rænnar heilsu

Atli Ísleifsson skrifar
Alma Möller heilbrigðisráðherra mun skipa í embættið.
Alma Möller heilbrigðisráðherra mun skipa í embættið. Vísir/Einar

Tuttugu og þrór sóttu um embætti forstöðumanns Stafrænnar heilsu- þróunar- og þjónustumiðstöðvar, sem heilbrigðisráðuneytið auglýsti laust til umsóknar fyrr í mánuðinum.

Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að miðstöðin verði sett á fót í byrjun næsta árs. 

„Starfseiningin verður hluti af heilbrigðisráðuneytinu og mun heyra undir yfirstjórn ráðuneytisstjóra. Hlutverk hennar verður að samhæfa öll stafræn verkefni í heilbrigðisþjónustu og tryggja yfirsýn. Einnig að styðja við nýsköpun og þar með aðkomu einkaaðila. Til að byrja með munu verkefni Stafrænnar heilsu lúta að innviðum sjúkraskráa, upplýsingaöryggi, stöðlum og nýsköpun. Embættið var auglýst laust til umsóknar 10. október og rann umsóknarfrestur út 27. október síðastliðinn.

Skipuð hefur verið sérstök þriggja manna hæfnisnefnd til að meta hæfni umsækjenda, á grundvelli laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, sbr. gr. 39 b. Formaður hæfnisnefndarinnar er Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir mannauðssérfræðingur hjá Auki. Aðrir nefndarmenn eru Anna María Urbancic, skrifstofustjóri í atvinnuvegaráðuneytinu og Sigrún Helga Lund, prófessor við Háskóla Íslands. Starfsmaður nefndarinnar er Fríða Björg Leifsdóttir, verkefnastjóri í heilbrigðisráðuneytinu,“ segir í tilkynningunni.

Nöfn umsækjenda og starfsheiti:

  • Adeline Tracz, teymisstjóri
  • Anna Sigríður Islind, prófessor
  • Arnar Freyr Reynisson, framkvæmdastjóri
  • Árni Þorgrímur Kristjánsson, rannsóknarstofustjóri
  • Björg Theódórsdóttir, forstöðumaður
  • Elísabet Halldórsdóttir, viðskiptafræðingur
  • Emil Harðarson, doktorsnemi
  • Erla Dögg Ragnarsdóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur
  • Freyr Hólm Ketilsson, stofnandi heilsutækniklasans
  • Gunnar Guðnason
  • Gunnar Örn Einarsson, svæðisstjóri
  • Harpa Hrund Albertsdóttir, sérfræðingur
  • Heiða Dóra Jónsdóttir, stafrænn vörustjóri
  • Hrafn Ingvarsson, framkvæmdastjóri
  • Illugi Torfason Hjaltalín, doktorsnemi
  • Ingi Steinar Ingason, sviðsstjóri
  • Jón Haukur Baldvinsson, svæðisstjóri
  • Katrín Hera Gústafsdóttir, gagnastjóri
  • Kristján Eldjárn Kristjánsson, ráðgjafi
  • Ólafur Aðalsteinsson, ráðgjafi
  • Sherry Ruth Espino Buot, þjónustufulltrúi
  • Sigurður Þórarinsson, tækni- og nýsköpunarstjóri
  • Svava María Atladóttir, sérfræðingur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×