Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar 1. nóvember 2025 08:33 Það hefur lengi verið meginregla að setja gönguljós yfir miklar umferðargötur til að tryggja öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Þótt þessi nálgun virki einföld og örugg fylgja henni ýmsir ókostir. Langar raðir bíla geta myndast vegna eins eða fárra gangandi eða hjólandi vegfarenda þegar gönguljós stöðva heilu akreinarnar. Þetta veldur auknum eldsneytisbruna, meiri mengun og auknum pirringi í umferðinni. Göngubraut yfir Miklubraut við Klambratún er dæmi um þetta. Snjallstýrð gönguljós Til að bregðast við löngum biðtíma á ljósum er farið að nota snjallstýrð gönguljós sem skynja umferð og eiga að haga sér eftir því. Þannig búnaður var settur upp við gatnamót Bíldshöfða og Breiðhöfða í sumar. Slíkar ljósastýringar skipta miklu máli varðandi flæði gangandi vegfarenda og umferðar ökutækja og stytta biðtíma beggja. Hins vegar má einnig velta fyrir sér hvort beina eigi gangandi og hjólandi vegfarendum þvert yfir mestu umferðargötur borgarinnar, þrátt fyrir kosti snjallstýrðra ljósa. Hugsun til framtíðar Þegar bæta á bæði öryggi vegfarenda og umferðarflæði þarf að hugsa lengra en til hefðbundinna ljósastýringa. Undirgöng og göngubrýr yfir helstu stofnæðar tryggja mun meira öryggi og fljótlegri tengingar án þess að trufla bílaumferð. Reykjavíkurborg hefur nú þegar byggt töluvert af brúm fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, sem fyrir löngu hafa sannað gildi sitt, nú síðast yfir Sæbraut. Meiri kostnaður - en meira öryggi Stofnkostnaður við göngubrýr og undirgöng er töluverður í upphafi en ávinningurinn í skilvirkni og öryggi til lengri tíma er augljós. Með vaxandi umferðarþunga á höfuðborgarsvæðinu þarf að skoða allar leiðir sem draga úr árekstrum ólíkra ferðamáta. Bættar almenningssamgöngur og góður aðgangur að bílastæðum við samgöngumiðstöðvar skipta líka máli. Það myndi gera fleirum kleift að skilja bílinn eftir heima og ferðast með öðrum hætti um borgina. Ef markmiðið er öruggari, skilvirkari og vistvænni borg til framtíðar er kominn tími til að hugsa stærra. Beina þarf umferð gangandi og hjólandi vegfarendum frá umferðarþyngstu götum án þess að lengja leiðir þar sem því verður viðkomið. Höfundur er 1. varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og fulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Sveinbjörn Guðmundsson Flokkur fólksins Reykjavík Umferð Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur lengi verið meginregla að setja gönguljós yfir miklar umferðargötur til að tryggja öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Þótt þessi nálgun virki einföld og örugg fylgja henni ýmsir ókostir. Langar raðir bíla geta myndast vegna eins eða fárra gangandi eða hjólandi vegfarenda þegar gönguljós stöðva heilu akreinarnar. Þetta veldur auknum eldsneytisbruna, meiri mengun og auknum pirringi í umferðinni. Göngubraut yfir Miklubraut við Klambratún er dæmi um þetta. Snjallstýrð gönguljós Til að bregðast við löngum biðtíma á ljósum er farið að nota snjallstýrð gönguljós sem skynja umferð og eiga að haga sér eftir því. Þannig búnaður var settur upp við gatnamót Bíldshöfða og Breiðhöfða í sumar. Slíkar ljósastýringar skipta miklu máli varðandi flæði gangandi vegfarenda og umferðar ökutækja og stytta biðtíma beggja. Hins vegar má einnig velta fyrir sér hvort beina eigi gangandi og hjólandi vegfarendum þvert yfir mestu umferðargötur borgarinnar, þrátt fyrir kosti snjallstýrðra ljósa. Hugsun til framtíðar Þegar bæta á bæði öryggi vegfarenda og umferðarflæði þarf að hugsa lengra en til hefðbundinna ljósastýringa. Undirgöng og göngubrýr yfir helstu stofnæðar tryggja mun meira öryggi og fljótlegri tengingar án þess að trufla bílaumferð. Reykjavíkurborg hefur nú þegar byggt töluvert af brúm fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, sem fyrir löngu hafa sannað gildi sitt, nú síðast yfir Sæbraut. Meiri kostnaður - en meira öryggi Stofnkostnaður við göngubrýr og undirgöng er töluverður í upphafi en ávinningurinn í skilvirkni og öryggi til lengri tíma er augljós. Með vaxandi umferðarþunga á höfuðborgarsvæðinu þarf að skoða allar leiðir sem draga úr árekstrum ólíkra ferðamáta. Bættar almenningssamgöngur og góður aðgangur að bílastæðum við samgöngumiðstöðvar skipta líka máli. Það myndi gera fleirum kleift að skilja bílinn eftir heima og ferðast með öðrum hætti um borgina. Ef markmiðið er öruggari, skilvirkari og vistvænni borg til framtíðar er kominn tími til að hugsa stærra. Beina þarf umferð gangandi og hjólandi vegfarendum frá umferðarþyngstu götum án þess að lengja leiðir þar sem því verður viðkomið. Höfundur er 1. varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og fulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun