Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Lovísa Arnardóttir skrifar 3. nóvember 2025 09:07 Árný Ingvarsdóttir segir foreldra langveikra barna afar einangraða oft á tíðum. Bylgjan Árný Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju, segir hóp foreldra langveikra barna alls konar og reynsla þeirra ólík en það sem þau eiga sameiginlegt er að þau standa öll „fjórðu vaktina“. Hún segir of algengt að foreldrar þessara barna lendi í örmögnun eða endi jafnvel sem öryrkjar þegar börnin eru orðin fullorðin. „Vegna þess að foreldrar eru í þeirri stöðu að sinna umönnun sinna barna, ekki bara líkamlegri umönnun eða andlegri, heldur líka að þurfa að vera í hagsmunagæslu fyrir börnin sín, þurfa að sækja rétt til þjónustu sem þau eiga,“ segir hún og að þau fylli út eyðublöð, umsóknir og bíði á biðlistum. Árný var til viðtals um þetta í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þetta er eiginlega fullt starf, þessi praktíska vinna og þá erum við ekki einu sinni komin að því að vera foreldri þessa barns og sinna því.“ Árný skrifaði grein á Vísi um helgina sem vakti mikla athygli. Árný segir það mikinn galla að engin frumkvæðisskylda sé hjá ríki og sveitarfélögum og því þurfi foreldrar að komast að öllu sjálfir um mögulega þjónustu barnsins. Hversu fljótt það gerist fer oft eftir því hvaða félagsráðgjafa fólk lendir á eða hverja það þekkir. Engin frumkvæðisskylda á stjórnvöldum „Þetta er þannig að það kemur enginn og afhendir þér einhvern pakka: Þetta er það sem þú átt rétt á, þetta er aðstoðin sem þú getur fengið,“ segir hún og að fólk lýsi þessu iðulega sem frumskógi. Þetta hafi verulega mikil áhrif á fólk. Árný segir fólk hafa svo margt að hugsa um þegar það á langveikt barn að þetta setji aukaálag á þau. Hún segist vita til þess að til dæmis í Svíþjóð sé verklagið annað, þar sé „liggur við bara bankað upp á hjá fólki“ og þeim afhentir bæklingar og þau upplýst um rétt sinn. Árný segir algengt að þegar fólk á fatlað eða langveikt barn þá sé það oft örmagna. Þau þurfi að reiða sig á góðmennsku vinnuveitenda og geta ekki endilega sótt um hvaða vinnu sem er vegna mikillar og reglulegrar fjarveru frá vinnu. Þá upplifi fólk einnig mikla einangrun vegna þess að fólk skilur ekki þeirra reynsluheim. Þess vegna sé mikilvægt að fólk nái saman sem þekki þessa reynslu. Berjast fyrir breytingum á foreldragreiðslum Árný segir það þannig í allra flóknustu málunum, þar sem umönnunin er mjög mikil, að foreldrar geti sótt um foreldragreiðslur. Um 70 til 80 fjölskyldur séu á slíkum greiðslum á hverjum tíma. Fyrst um sinn eru greiðslurnar tekjutengdar en eftir það fer fólk á grunngreiðslur sem eru rúmar 309 þúsund og svo ofan á það er hægt að fá umönnunargreiðslur. Árný segir að þó svo að slíkar greiðslur komi ofan á sé fólk samt sem áður ekki samkeppnishæft hvað varðar fjármál miðað við að það sé á vinnumarkaði. Til dæmis geti það ekki safnað sér séreignarsparnaði, það megi ekki vera í námi eða taka að sér tilfallandi verkefni á vinnumarkaði án þess að það verði af greiðslunum. Árný segir Umhyggju hafa barist fyrir því um árabil að berjast fyrir því að þessu verði breytt. Einangrunin geti orðið svo mikil en auk þess endi það oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið er foreldrið orðið öryrki. „Það græðir enginn á því að það séu tveir sjúklingar á meðan það var einn til að byrja með.“ Árný segir þetta hafa verið í vinnslu í ráðuneytinu í mörg ár en foreldrar séu orðnir langþreyttir á að bíða eftir einhverri niðurstöðu í málinu. Hún segir að auk þeirra sem eru á foreldragreiðslu sé það oft þannig að annað foreldrið minnkar starfshlutfall til að sinna umönnun. Árný segir mikið rætt um kulnun og örmögnun og þessi foreldrahópur sé í mikilli hættu á að lenda þar. Það sé erfitt að vera í þeirri stöðu en upplifa að það sé ekki hægt að hvíla sig því umönnunin er stöðug, þá lendi það á einn veg, nema eitthvað sé gert. Því þurfi að ræða stöðu þeirra miklu fyrr. Umhyggja stendur fyrir málþingi um „fjórðu vaktina“ á hádegi í dag. Árný segir fullt í sal en hægt sé að skrá sig til að fylgjast með í streymi. Á málþinginu mun bæði fagfólk og foreldrar tjá sig um þetta málefni. Nánar hér. Börn og uppeldi Málefni fatlaðs fólks Heilbrigðismál Geðheilbrigði Vinnumarkaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bítið Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Innlent Fleiri fréttir Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Sjá meira
„Vegna þess að foreldrar eru í þeirri stöðu að sinna umönnun sinna barna, ekki bara líkamlegri umönnun eða andlegri, heldur líka að þurfa að vera í hagsmunagæslu fyrir börnin sín, þurfa að sækja rétt til þjónustu sem þau eiga,“ segir hún og að þau fylli út eyðublöð, umsóknir og bíði á biðlistum. Árný var til viðtals um þetta í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þetta er eiginlega fullt starf, þessi praktíska vinna og þá erum við ekki einu sinni komin að því að vera foreldri þessa barns og sinna því.“ Árný skrifaði grein á Vísi um helgina sem vakti mikla athygli. Árný segir það mikinn galla að engin frumkvæðisskylda sé hjá ríki og sveitarfélögum og því þurfi foreldrar að komast að öllu sjálfir um mögulega þjónustu barnsins. Hversu fljótt það gerist fer oft eftir því hvaða félagsráðgjafa fólk lendir á eða hverja það þekkir. Engin frumkvæðisskylda á stjórnvöldum „Þetta er þannig að það kemur enginn og afhendir þér einhvern pakka: Þetta er það sem þú átt rétt á, þetta er aðstoðin sem þú getur fengið,“ segir hún og að fólk lýsi þessu iðulega sem frumskógi. Þetta hafi verulega mikil áhrif á fólk. Árný segir fólk hafa svo margt að hugsa um þegar það á langveikt barn að þetta setji aukaálag á þau. Hún segist vita til þess að til dæmis í Svíþjóð sé verklagið annað, þar sé „liggur við bara bankað upp á hjá fólki“ og þeim afhentir bæklingar og þau upplýst um rétt sinn. Árný segir algengt að þegar fólk á fatlað eða langveikt barn þá sé það oft örmagna. Þau þurfi að reiða sig á góðmennsku vinnuveitenda og geta ekki endilega sótt um hvaða vinnu sem er vegna mikillar og reglulegrar fjarveru frá vinnu. Þá upplifi fólk einnig mikla einangrun vegna þess að fólk skilur ekki þeirra reynsluheim. Þess vegna sé mikilvægt að fólk nái saman sem þekki þessa reynslu. Berjast fyrir breytingum á foreldragreiðslum Árný segir það þannig í allra flóknustu málunum, þar sem umönnunin er mjög mikil, að foreldrar geti sótt um foreldragreiðslur. Um 70 til 80 fjölskyldur séu á slíkum greiðslum á hverjum tíma. Fyrst um sinn eru greiðslurnar tekjutengdar en eftir það fer fólk á grunngreiðslur sem eru rúmar 309 þúsund og svo ofan á það er hægt að fá umönnunargreiðslur. Árný segir að þó svo að slíkar greiðslur komi ofan á sé fólk samt sem áður ekki samkeppnishæft hvað varðar fjármál miðað við að það sé á vinnumarkaði. Til dæmis geti það ekki safnað sér séreignarsparnaði, það megi ekki vera í námi eða taka að sér tilfallandi verkefni á vinnumarkaði án þess að það verði af greiðslunum. Árný segir Umhyggju hafa barist fyrir því um árabil að berjast fyrir því að þessu verði breytt. Einangrunin geti orðið svo mikil en auk þess endi það oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið er foreldrið orðið öryrki. „Það græðir enginn á því að það séu tveir sjúklingar á meðan það var einn til að byrja með.“ Árný segir þetta hafa verið í vinnslu í ráðuneytinu í mörg ár en foreldrar séu orðnir langþreyttir á að bíða eftir einhverri niðurstöðu í málinu. Hún segir að auk þeirra sem eru á foreldragreiðslu sé það oft þannig að annað foreldrið minnkar starfshlutfall til að sinna umönnun. Árný segir mikið rætt um kulnun og örmögnun og þessi foreldrahópur sé í mikilli hættu á að lenda þar. Það sé erfitt að vera í þeirri stöðu en upplifa að það sé ekki hægt að hvíla sig því umönnunin er stöðug, þá lendi það á einn veg, nema eitthvað sé gert. Því þurfi að ræða stöðu þeirra miklu fyrr. Umhyggja stendur fyrir málþingi um „fjórðu vaktina“ á hádegi í dag. Árný segir fullt í sal en hægt sé að skrá sig til að fylgjast með í streymi. Á málþinginu mun bæði fagfólk og foreldrar tjá sig um þetta málefni. Nánar hér.
Börn og uppeldi Málefni fatlaðs fólks Heilbrigðismál Geðheilbrigði Vinnumarkaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bítið Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Innlent Fleiri fréttir Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Sjá meira