Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu Árni Sæberg skrifar 3. nóvember 2025 13:19 Carl Baudenbacher var forseti EFTA-dómstólsins um árabil. Vísir Vélfag ehf. hefur lagt fram kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, með beiðni um hraðaða brotamálsmeðferð gegn íslenska ríkinu. Kvörtunin er unnin af Dr. iur. Lauru Melusine Baudenbacher og föður hennar Prof. Dr. Dr. h.c. Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, sem hefur verið ráðinn lögmaður félagsins. Frá þessu greinir Vélfag, sem hefur verið í fréttum undanfarna mánuði vegna viðskiptaþvingana sem félagið sætir. Viðskiptaþvinganirnar eru hluti af aðgerðum Íslands, Evrópusambandsins og Noregs gegn rússneskum fyrirtækjum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Fyrri eigandi sagður tengjast skuggaflota Rússa Fyrri eigandi fyrirtækisins, rússneska fyrirtækið Norebo, er talið tengjast svonefndum skuggaflota Rússa, flota skipa sem þeir nota til þess að komast í kringum refsiaðgerðir og fremja skemmdarverk gegn vestrænum ríkjum. Ivan Nicolai Kaufmann, sem á 82 prósenta hlut í Vélfagi í gegnum félag í Hong Kong, hefur gagnrýnt bæði utanríkisráðuneytið og Arion banka. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins á Akureyri hefur sagt starfi sínu lausu og níu starfsmönnum verið sagt upp störfum. Þurftu samþykki ráðuneytisins Í tilkynningu Vélfags segir að ráðning Baudenbachers hafi verið formlega samþykkt af utanríkisráðuneytinu í lok október, í framhaldi af beiðni félagsins um slíka heimild þann 29. október. Hluti af viðskiptaþvingununum er að ráðuneytið hefur veitt Vélfagi takmarkaðar heimildir til ráðstöfunar fjármuna og samningsgerðar. Í fyrri tilkynningu um að félagið hefði óskað eftir heimild ráðuneytisins til ráðningar Baudenbachers segir að hann sé einn virtasti sérfræðingur Evrópu í Evrópurétti, svissneskum og alþjóðlegum viðskiptalögum. Hann hafi verið dómari við EFTA-dómstólinn frá 1995 til 2018, þar af forseti hans frá 2003 til 2017, og hafi stýrt yfir 230 málum, þar á meðal fjölmörgum fordæmamálum innan EES-samstarfsins. „Dr. Baudenbacher þekkir íslensk málefni vel; hann gegndi embætti forseta EFTA-dómstólsins þegar svonefnt ICESAVE-mál var dæmt árið 2013. Í því máli komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að Ísland hefði ekki brotið gegn EES-samningnum – niðurstaða sem hefur verið talin eitt mikilvægasta fordæmi um rétt smáríkja innan Evrópska efnahagssvæðisins.“ Hafi leitað leiða innanlands Þá segir að helstu atriði kvörtunarinnar séu eftirfarandi: Frysting fjármuna: Þann 8. júlí 2025 hafi reikningar Vélfags verið frystir að beiðni utanríkisráðuneytisins, sem síðar hafi sett skilyrði um samþykki þess fyrir ráðstöfunum og stjórnarskipan. Takmarkanir á stjórnarsetu: Meirihlutaeiganda félagsins, svissneskum fjárfesti, hafi verið hafnað setu í stjórn án efnislegs rökstuðnings. Skortur á sönnunargögnum: Tvær sjálfstæðar áreiðanleikakannanir, framkvæmdar af þýskum stjórnvöldum, sýni engin tengsl við aðila á viðurlagalistum. Brot á EES-samningnum: Aðgerðirnar brjóti gegn 4. gr. EES-samningsins (bann við mismunun eftir þjóðerni) auk reglna um frjálsa fjármagnsflutninga, stofnsetningarrétt og atvinnufrelsi. Óafturkræft tjón: Frysting reikninga og rekstrarhindranir hafi sett félagið í alvarlega fjárhagslega áhættu og geti haft áhrif á þjónustu við íslenskan sjávarútveg, þar sem meirihluti frystitogaraflotans noti vélar frá Vélfagi. Í kvörtuninni sé þess krafist að ESA hefji hraðaða málsmeðferð samkvæmt 31. grein Eftirlits- og dómstólssamningsins, þar sem tafir gætu gert réttarbót ómögulega. „Vélfag hefur ítrekað leitað formlegra leiða innanlands án árangurs. Með þessari kvörtun til ESA leitum við réttlátrar og hraðrar úrlausnar innan EES-rammans – þannig að jafnræði, réttindi og lögmæt málsmeðferð séu tryggð,“ er haft eftir Alfreð Tulinius, stjórnarformanni Vélfags ehf. EFTA Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðskiptaþvinganir Rússland Innrás Rússa í Úkraínu EES-samningurinn Viðskiptaþvinganir gegn Vélfagi Tengdar fréttir Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Starfsmenn Vélfags á Akureyri tóku yfir opinn fund Viðreisnar í gær. Kröfðu þeir þingmenn flokksins um svör vegna þvinganna sem fyrirtækið sætir. Stjórnarformaður segir mönnum hafa verið heitt í hamsi. 29. október 2025 13:00 Eigandi Vélfags segir vinnubrögð ráðuneytisins ekki vera eðlilega stjórnsýslu Aðaleigandi hátæknifyrirtækisins Vélfags, sem stendur frammi fyrir gjaldþroti eftir að hafa sætt viðskiptaþvingunum vegna meintra tengsla við rússneskt útgerðarfélag, lýsir vinnubrögðum íslenskra stjórnvalda sem „mótsagnakenndum“ og ekki til marks til marks um eðlilega stjórnsýslu. Fyrirtækið er grunað um að vera raunverulega í eigu Norebo JSC, og utanríkisráðuneytið segir engin gögn hafa borist sem geti sýnt fram á annað, en Evrópusambandið hefur sakað það félag um styðja við og framkvæma aðgerðir Rússlandsstjórnar sem „grafa undan eða ógna öryggi“ í álfunni. 9. október 2025 15:51 Vélfag stefnir ríkinu Tæknifyrirtækið Vélfag hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu. Félagið áréttar fyrri yfirlýsingar um yfirvofandi gjaldþrot en félagið hefur sætt viðskiptaþvingunum vegna tengsla þess við Rússland. Félagið minnir á mikilvægi sitt fyrir íslenskan sjávarútveg og setur spurningamerki við vinnubrögð utanríkisráðherra og Arion banka. 22. september 2025 15:50 Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Trausti Árnason hefur sagt starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins Vélfags á Akureyri og þá hefur níu starfsmönnum fyrirtækisins verið sagt upp. 29. ágúst 2025 06:27 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Frá þessu greinir Vélfag, sem hefur verið í fréttum undanfarna mánuði vegna viðskiptaþvingana sem félagið sætir. Viðskiptaþvinganirnar eru hluti af aðgerðum Íslands, Evrópusambandsins og Noregs gegn rússneskum fyrirtækjum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Fyrri eigandi sagður tengjast skuggaflota Rússa Fyrri eigandi fyrirtækisins, rússneska fyrirtækið Norebo, er talið tengjast svonefndum skuggaflota Rússa, flota skipa sem þeir nota til þess að komast í kringum refsiaðgerðir og fremja skemmdarverk gegn vestrænum ríkjum. Ivan Nicolai Kaufmann, sem á 82 prósenta hlut í Vélfagi í gegnum félag í Hong Kong, hefur gagnrýnt bæði utanríkisráðuneytið og Arion banka. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins á Akureyri hefur sagt starfi sínu lausu og níu starfsmönnum verið sagt upp störfum. Þurftu samþykki ráðuneytisins Í tilkynningu Vélfags segir að ráðning Baudenbachers hafi verið formlega samþykkt af utanríkisráðuneytinu í lok október, í framhaldi af beiðni félagsins um slíka heimild þann 29. október. Hluti af viðskiptaþvingununum er að ráðuneytið hefur veitt Vélfagi takmarkaðar heimildir til ráðstöfunar fjármuna og samningsgerðar. Í fyrri tilkynningu um að félagið hefði óskað eftir heimild ráðuneytisins til ráðningar Baudenbachers segir að hann sé einn virtasti sérfræðingur Evrópu í Evrópurétti, svissneskum og alþjóðlegum viðskiptalögum. Hann hafi verið dómari við EFTA-dómstólinn frá 1995 til 2018, þar af forseti hans frá 2003 til 2017, og hafi stýrt yfir 230 málum, þar á meðal fjölmörgum fordæmamálum innan EES-samstarfsins. „Dr. Baudenbacher þekkir íslensk málefni vel; hann gegndi embætti forseta EFTA-dómstólsins þegar svonefnt ICESAVE-mál var dæmt árið 2013. Í því máli komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að Ísland hefði ekki brotið gegn EES-samningnum – niðurstaða sem hefur verið talin eitt mikilvægasta fordæmi um rétt smáríkja innan Evrópska efnahagssvæðisins.“ Hafi leitað leiða innanlands Þá segir að helstu atriði kvörtunarinnar séu eftirfarandi: Frysting fjármuna: Þann 8. júlí 2025 hafi reikningar Vélfags verið frystir að beiðni utanríkisráðuneytisins, sem síðar hafi sett skilyrði um samþykki þess fyrir ráðstöfunum og stjórnarskipan. Takmarkanir á stjórnarsetu: Meirihlutaeiganda félagsins, svissneskum fjárfesti, hafi verið hafnað setu í stjórn án efnislegs rökstuðnings. Skortur á sönnunargögnum: Tvær sjálfstæðar áreiðanleikakannanir, framkvæmdar af þýskum stjórnvöldum, sýni engin tengsl við aðila á viðurlagalistum. Brot á EES-samningnum: Aðgerðirnar brjóti gegn 4. gr. EES-samningsins (bann við mismunun eftir þjóðerni) auk reglna um frjálsa fjármagnsflutninga, stofnsetningarrétt og atvinnufrelsi. Óafturkræft tjón: Frysting reikninga og rekstrarhindranir hafi sett félagið í alvarlega fjárhagslega áhættu og geti haft áhrif á þjónustu við íslenskan sjávarútveg, þar sem meirihluti frystitogaraflotans noti vélar frá Vélfagi. Í kvörtuninni sé þess krafist að ESA hefji hraðaða málsmeðferð samkvæmt 31. grein Eftirlits- og dómstólssamningsins, þar sem tafir gætu gert réttarbót ómögulega. „Vélfag hefur ítrekað leitað formlegra leiða innanlands án árangurs. Með þessari kvörtun til ESA leitum við réttlátrar og hraðrar úrlausnar innan EES-rammans – þannig að jafnræði, réttindi og lögmæt málsmeðferð séu tryggð,“ er haft eftir Alfreð Tulinius, stjórnarformanni Vélfags ehf.
EFTA Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðskiptaþvinganir Rússland Innrás Rússa í Úkraínu EES-samningurinn Viðskiptaþvinganir gegn Vélfagi Tengdar fréttir Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Starfsmenn Vélfags á Akureyri tóku yfir opinn fund Viðreisnar í gær. Kröfðu þeir þingmenn flokksins um svör vegna þvinganna sem fyrirtækið sætir. Stjórnarformaður segir mönnum hafa verið heitt í hamsi. 29. október 2025 13:00 Eigandi Vélfags segir vinnubrögð ráðuneytisins ekki vera eðlilega stjórnsýslu Aðaleigandi hátæknifyrirtækisins Vélfags, sem stendur frammi fyrir gjaldþroti eftir að hafa sætt viðskiptaþvingunum vegna meintra tengsla við rússneskt útgerðarfélag, lýsir vinnubrögðum íslenskra stjórnvalda sem „mótsagnakenndum“ og ekki til marks til marks um eðlilega stjórnsýslu. Fyrirtækið er grunað um að vera raunverulega í eigu Norebo JSC, og utanríkisráðuneytið segir engin gögn hafa borist sem geti sýnt fram á annað, en Evrópusambandið hefur sakað það félag um styðja við og framkvæma aðgerðir Rússlandsstjórnar sem „grafa undan eða ógna öryggi“ í álfunni. 9. október 2025 15:51 Vélfag stefnir ríkinu Tæknifyrirtækið Vélfag hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu. Félagið áréttar fyrri yfirlýsingar um yfirvofandi gjaldþrot en félagið hefur sætt viðskiptaþvingunum vegna tengsla þess við Rússland. Félagið minnir á mikilvægi sitt fyrir íslenskan sjávarútveg og setur spurningamerki við vinnubrögð utanríkisráðherra og Arion banka. 22. september 2025 15:50 Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Trausti Árnason hefur sagt starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins Vélfags á Akureyri og þá hefur níu starfsmönnum fyrirtækisins verið sagt upp. 29. ágúst 2025 06:27 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Starfsmenn Vélfags á Akureyri tóku yfir opinn fund Viðreisnar í gær. Kröfðu þeir þingmenn flokksins um svör vegna þvinganna sem fyrirtækið sætir. Stjórnarformaður segir mönnum hafa verið heitt í hamsi. 29. október 2025 13:00
Eigandi Vélfags segir vinnubrögð ráðuneytisins ekki vera eðlilega stjórnsýslu Aðaleigandi hátæknifyrirtækisins Vélfags, sem stendur frammi fyrir gjaldþroti eftir að hafa sætt viðskiptaþvingunum vegna meintra tengsla við rússneskt útgerðarfélag, lýsir vinnubrögðum íslenskra stjórnvalda sem „mótsagnakenndum“ og ekki til marks til marks um eðlilega stjórnsýslu. Fyrirtækið er grunað um að vera raunverulega í eigu Norebo JSC, og utanríkisráðuneytið segir engin gögn hafa borist sem geti sýnt fram á annað, en Evrópusambandið hefur sakað það félag um styðja við og framkvæma aðgerðir Rússlandsstjórnar sem „grafa undan eða ógna öryggi“ í álfunni. 9. október 2025 15:51
Vélfag stefnir ríkinu Tæknifyrirtækið Vélfag hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu. Félagið áréttar fyrri yfirlýsingar um yfirvofandi gjaldþrot en félagið hefur sætt viðskiptaþvingunum vegna tengsla þess við Rússland. Félagið minnir á mikilvægi sitt fyrir íslenskan sjávarútveg og setur spurningamerki við vinnubrögð utanríkisráðherra og Arion banka. 22. september 2025 15:50
Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Trausti Árnason hefur sagt starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins Vélfags á Akureyri og þá hefur níu starfsmönnum fyrirtækisins verið sagt upp. 29. ágúst 2025 06:27