Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar 4. nóvember 2025 07:04 Talsvert hefur verið rætt um gengi krónunnar að undanförnu og þá aðalega vegna þess að ýmsir telja gengið of hátt skráð. Sterkt gengi hennar ætti til hins vegar að vera til hagsbóta fyrir neytendur þar sem allur innflutningur væri þá á lægra verði og við fengjum meira fyrir krónuna. Sterkt gengi krónunnar ætti líka að stuðla að minnkun verðbólgu og lækkun vaxta en það hefur hins vegar ekki gerst. Vegna styrkingar krónunnar hafa útflutningstekjur í krónum talið dregist saman og það hefur áhrif á allar okkar útflutningsgreinar og um leið stöðu þjóðarbúsins. Til þess að mæta sveiflum á gengi krónunnar rembist síðan Seðlabankinn sem rekinn er með tugmilljarða halla, eins og rjúpan við staurinn við reyna að halda einhverju jafnvægisgengi með því að kaupa og selja krónur. Ferðamenn hreyfa gengi krónunnar Ferðaþjónustan er ein af þeim greinum sem er sérlega útsett fyrir sveiflum á gengi. Ferðir til erlendra ferðaskrifstofa eru bókaðar með löngum fyrirvara, á ákveðnu gengi, en þegar gengið styrkist í millitíðinni verða krónunnar færri þegar greiðslan er loks innt af hendi og afkoman verri sem því nemur. Vegna þess hversu lítill íslenska krónan mun mikill fjöldi ferðamanna sem hingað kemur og kaupir sér krónur alltaf hafa þau áhrif að krónan styrkist í hlutfalli við fjölda og eyðslu þeirra. Það má því segja að velgegni ferðaþjónustunnar býti í skottið á henni sjálfri en hafi um leið neikvæð áhrif á aðrar útflutningsgreinar eins og sjávarútveg. Hér áður fyrr var vandi útfutningsgreinanna leystur með gengisfellingum sem rýrðu um leið kaupmátt almennings en slíkar aðferðir duga ekki lengur. Almenningur situr í súpunni Mörg íslensk stórfyrirtæki hafa brugðist við þessari stöðu og gera nú upp í evrum og dollar. Eftir situr íslenskur almenningur og smærri fyrirtæki og glíma við þær aukaverkanir sem fylgja íslenskri krónu, geysiháum vöxtum og einhverjum óskapnaði sem heitir verðtryggð króna.Sú króna gerir það að verkum að fólk hangir í skuldahengingarsnöru alla sína ævi . Tækifæri til þess að breyta þessu er til staðar en hafa því miður ekki verið nýtt hingað til. Vonandi horfir það til bóta. Íslenskt atvinnulíf og íslenskur almenningur þurfa stöðugar undirstöður til að byggja á, en því fer fjarri að íslenska krónan uppfylli þau skilyrði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Íslenska krónan Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Talsvert hefur verið rætt um gengi krónunnar að undanförnu og þá aðalega vegna þess að ýmsir telja gengið of hátt skráð. Sterkt gengi hennar ætti til hins vegar að vera til hagsbóta fyrir neytendur þar sem allur innflutningur væri þá á lægra verði og við fengjum meira fyrir krónuna. Sterkt gengi krónunnar ætti líka að stuðla að minnkun verðbólgu og lækkun vaxta en það hefur hins vegar ekki gerst. Vegna styrkingar krónunnar hafa útflutningstekjur í krónum talið dregist saman og það hefur áhrif á allar okkar útflutningsgreinar og um leið stöðu þjóðarbúsins. Til þess að mæta sveiflum á gengi krónunnar rembist síðan Seðlabankinn sem rekinn er með tugmilljarða halla, eins og rjúpan við staurinn við reyna að halda einhverju jafnvægisgengi með því að kaupa og selja krónur. Ferðamenn hreyfa gengi krónunnar Ferðaþjónustan er ein af þeim greinum sem er sérlega útsett fyrir sveiflum á gengi. Ferðir til erlendra ferðaskrifstofa eru bókaðar með löngum fyrirvara, á ákveðnu gengi, en þegar gengið styrkist í millitíðinni verða krónunnar færri þegar greiðslan er loks innt af hendi og afkoman verri sem því nemur. Vegna þess hversu lítill íslenska krónan mun mikill fjöldi ferðamanna sem hingað kemur og kaupir sér krónur alltaf hafa þau áhrif að krónan styrkist í hlutfalli við fjölda og eyðslu þeirra. Það má því segja að velgegni ferðaþjónustunnar býti í skottið á henni sjálfri en hafi um leið neikvæð áhrif á aðrar útflutningsgreinar eins og sjávarútveg. Hér áður fyrr var vandi útfutningsgreinanna leystur með gengisfellingum sem rýrðu um leið kaupmátt almennings en slíkar aðferðir duga ekki lengur. Almenningur situr í súpunni Mörg íslensk stórfyrirtæki hafa brugðist við þessari stöðu og gera nú upp í evrum og dollar. Eftir situr íslenskur almenningur og smærri fyrirtæki og glíma við þær aukaverkanir sem fylgja íslenskri krónu, geysiháum vöxtum og einhverjum óskapnaði sem heitir verðtryggð króna.Sú króna gerir það að verkum að fólk hangir í skuldahengingarsnöru alla sína ævi . Tækifæri til þess að breyta þessu er til staðar en hafa því miður ekki verið nýtt hingað til. Vonandi horfir það til bóta. Íslenskt atvinnulíf og íslenskur almenningur þurfa stöðugar undirstöður til að byggja á, en því fer fjarri að íslenska krónan uppfylli þau skilyrði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar