Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Aron Guðmundsson skrifar 4. nóvember 2025 10:32 Reynsluboltinn Björgvin Páll Gústavsson hefur lengi vel staðið vaktina í marki íslenska karlalandsliðsins í handbolta. vísir/Anton Einar Jónsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Fram og handboltasérfræðingur segir góða frammistöðu Björgvins Páls Gústavssonar í seinni leiknum gegn Þjóðverjum á dögunum þaggað niður í efasemdarröddum þess efnis hvort hann ætti að fara með liðinu á EM í janúar. Einar var ánægður með heildarmyndina sem hann sé frá íslenska landsliðinu í seinni leik liðsins gegn Þýskalandi. Leik sem að lauk með tveggja marka sigri Íslands í Munchen fyrir framan troðfulla höll, frammistaða sem var gjörólík og mun betri en sú frammistaða sem liðið bauð upp á í fyrri leiknum sem tapaðist með ellefu mörkum. Hvað einstaklingsframmistöður varðar voru þó nokkrir leikmenn Íslands sem heilluðu Einar. Einn þeirra hefur verið lengi að og virðist alltaf skila sínu, markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson sem varð fertugur fyrr á árinu og stefnir hraðbyri á sitt nítjánda stórmót á ferlinum. „Stiven spilaði mjög vel og Óðinn Þór var frábær. Þar erum við með leikmann sem var í basli á síðasta móti. Arnar Freyr var flottur sem og Björgvin Páll. Einhverjir voru að setja spurningarmerki við það hvort Björgvin Páll ætti í raun og veru að eiga heima í þessum hóp. Mér fannst hann klárlega sína það í þessum leik að hann verður með okkur í janúar. Þá kom Þorsteinn Leó virkilega vel inn í þetta. Hann sýndi sig og sannaði.“ Höfuðverkur Snorra ekki brjálæðislega mikill Vinstri hornamaðurinn reyndi, Bjarki Már Elísson, var utan hóps í nýafstöðnu verkefni og segir Einar endalaust hægt að deila um það hvort hinn eða þessi eigi að vera í hópnum á kostnað annarra en að það breyti ekki heildarmyndinni. Hann telur val Snorra á EM hópnum fyrir janúar vera nokkuð klippt og skorið. „Ég velti því fyrir mér með Bjarka Má hvort hann gæti verið einhvers konar leiðtogi sem ég talaði um að liðið skorti en þá kæmi hann inn á kostnað Stiven Tobar.“ „Það vantar einhvern sem er til í að leiða liðið áfram og ég veit að Bjarki Már er óhræddur við að segja hlutina eins og þeir eru, bæði inni í klefa sem og á liðshótelinu. En í mínum augum liggur val Snorra nokkuð ljóst fyrir og engin brjálæðislegur höfuðverkur framundan fyrir hann.“ Íslenska landsliðið er á meðal þátttökuþjóða á Evrópumótinu í handbolta í janúar næstkomandi. Mótið verður haldið í Danmörku, Noregi og Svíþjóð og mun Ísland spila leiki sína í riðlakeppninni í Kristianstad í Svíþjóð. Þar er liðið í F-riðli með Ungverjum, Pólverjum og Ítölum. Fyrsti leikur liðsins er gegn Ítalíu þann 16. janúar. Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Sjá meira
Einar var ánægður með heildarmyndina sem hann sé frá íslenska landsliðinu í seinni leik liðsins gegn Þýskalandi. Leik sem að lauk með tveggja marka sigri Íslands í Munchen fyrir framan troðfulla höll, frammistaða sem var gjörólík og mun betri en sú frammistaða sem liðið bauð upp á í fyrri leiknum sem tapaðist með ellefu mörkum. Hvað einstaklingsframmistöður varðar voru þó nokkrir leikmenn Íslands sem heilluðu Einar. Einn þeirra hefur verið lengi að og virðist alltaf skila sínu, markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson sem varð fertugur fyrr á árinu og stefnir hraðbyri á sitt nítjánda stórmót á ferlinum. „Stiven spilaði mjög vel og Óðinn Þór var frábær. Þar erum við með leikmann sem var í basli á síðasta móti. Arnar Freyr var flottur sem og Björgvin Páll. Einhverjir voru að setja spurningarmerki við það hvort Björgvin Páll ætti í raun og veru að eiga heima í þessum hóp. Mér fannst hann klárlega sína það í þessum leik að hann verður með okkur í janúar. Þá kom Þorsteinn Leó virkilega vel inn í þetta. Hann sýndi sig og sannaði.“ Höfuðverkur Snorra ekki brjálæðislega mikill Vinstri hornamaðurinn reyndi, Bjarki Már Elísson, var utan hóps í nýafstöðnu verkefni og segir Einar endalaust hægt að deila um það hvort hinn eða þessi eigi að vera í hópnum á kostnað annarra en að það breyti ekki heildarmyndinni. Hann telur val Snorra á EM hópnum fyrir janúar vera nokkuð klippt og skorið. „Ég velti því fyrir mér með Bjarka Má hvort hann gæti verið einhvers konar leiðtogi sem ég talaði um að liðið skorti en þá kæmi hann inn á kostnað Stiven Tobar.“ „Það vantar einhvern sem er til í að leiða liðið áfram og ég veit að Bjarki Már er óhræddur við að segja hlutina eins og þeir eru, bæði inni í klefa sem og á liðshótelinu. En í mínum augum liggur val Snorra nokkuð ljóst fyrir og engin brjálæðislegur höfuðverkur framundan fyrir hann.“ Íslenska landsliðið er á meðal þátttökuþjóða á Evrópumótinu í handbolta í janúar næstkomandi. Mótið verður haldið í Danmörku, Noregi og Svíþjóð og mun Ísland spila leiki sína í riðlakeppninni í Kristianstad í Svíþjóð. Þar er liðið í F-riðli með Ungverjum, Pólverjum og Ítölum. Fyrsti leikur liðsins er gegn Ítalíu þann 16. janúar.
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Sjá meira