Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Árni Sæberg skrifar 5. nóvember 2025 08:02 Þórður Kristjánsson var innlyksa í rúma þrjá daga vegna slælegs snjómoksturs. Vísir/Bjarni Áttræður maður sem sat fastur heima hjá sér ásamt eiginkonu í þrjá daga vegna slælegs snjómoksturs kveðst agndofa yfir góðmennsku annarra, eftir að ókunnugur maður mætti með skóflu og mokaði hjónin út. Hann hafi því komist í blómabúð í tilefni áttatíu ára afmælis eiginkonu hans. Líkt og fór ekki fram hjá mörgum byrjaði snjó að kyngja niður á suðvesturhorni landsins á mánudagskvöld í síðustu viku og snjóaði langt fram á þriðjudag. Götur Reykjavíkur fylltust af snjó og snjómoksturstæki borgarinnar fóru strax af stað. Þremur sólarhringum síðar voru enn húsagötur sem átti eftir að moka allar eða að hluta til, líkt og Seiðakvísl. Þar býr Þórður Kristjánsson, áttræður maður, ásamt eiginkonu sinni, innst í botlanga. Komust hvorki lönd né strönd „Þá komust við ekki héðan út hjónin. Hvorki lönd né strönd. Við erum búin að vera hérna innilokuð í þrjá og hálfan sólarhring. Hér er búið að moka eina bunu með stórri vél bara upp að húsi númer sjö. Það var ekki farið hérna sem á að gera. Þetta svíður okkur sem að búum hér efst,“ sagði hann í kvöldfréttum Sýnar síðastliðinn fimmtudag. Þórður sagði þau hjónin ekki hafa heilsu í að moka og bíllinn þeirra væri því fastur inni í skúr. Hann sagði þann hluta sem átti eftir að moka tilheyra Reykjavíkurborg. Hann hefði reynta að ná sambandi við einhvern þar sem sér um snjómokstur, án árangurs. Vildi ekki trufla ættingja og þurfti þess ekki Þórður sagðist ekki hafa viljað trufla ættingja sína og biðja um hjálp, þar sem þeir hefðu nóg um að vera. Hann væri vongóður um að gatan yrði mokuð sem fyrst en á innkaupalistanum væru meðal annars blóm fyrir eiginkonuna. „Af því hún er áttræð í dag þessi elska.“ Þórður setti sig í samband við fréttastofu í dag til þess að láta vita að hann hefði hvorki þurft að trufla ættingja né bíða eftir viðbrögðum borgarinnar. Skömmu eftir að fréttin fór í loftið á mánudag hafi maður bankað upp á í Seiðakvíslinni með skóflu í hönd. Sá hafi einhent sér í að moka planið með skófluna og handaflið ein að vopnum. Líkt og sjá má í sjónvarpsfréttinni hér að neðan var snjófarganið sem þurfti að moka ekki lítið. Annar kom á gröfu En Þórður segir ekki nóg með það heldur hafi annar maður komið í heimsókn daginn eftir, og það á gröfu. Sá hafi þurft frá að hverfa þar sem enginn hafi verið eftir snjórinn til að moka. Hann kveðst gjörsamlega agndofa yfir góðmennsku mannanna tveggja og segist að lokum hafa komist í blómabúð til þess að kaupa blóm fyrir afmælisbarnið. Snjómokstur Reykjavík Færð á vegum Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Líkt og fór ekki fram hjá mörgum byrjaði snjó að kyngja niður á suðvesturhorni landsins á mánudagskvöld í síðustu viku og snjóaði langt fram á þriðjudag. Götur Reykjavíkur fylltust af snjó og snjómoksturstæki borgarinnar fóru strax af stað. Þremur sólarhringum síðar voru enn húsagötur sem átti eftir að moka allar eða að hluta til, líkt og Seiðakvísl. Þar býr Þórður Kristjánsson, áttræður maður, ásamt eiginkonu sinni, innst í botlanga. Komust hvorki lönd né strönd „Þá komust við ekki héðan út hjónin. Hvorki lönd né strönd. Við erum búin að vera hérna innilokuð í þrjá og hálfan sólarhring. Hér er búið að moka eina bunu með stórri vél bara upp að húsi númer sjö. Það var ekki farið hérna sem á að gera. Þetta svíður okkur sem að búum hér efst,“ sagði hann í kvöldfréttum Sýnar síðastliðinn fimmtudag. Þórður sagði þau hjónin ekki hafa heilsu í að moka og bíllinn þeirra væri því fastur inni í skúr. Hann sagði þann hluta sem átti eftir að moka tilheyra Reykjavíkurborg. Hann hefði reynta að ná sambandi við einhvern þar sem sér um snjómokstur, án árangurs. Vildi ekki trufla ættingja og þurfti þess ekki Þórður sagðist ekki hafa viljað trufla ættingja sína og biðja um hjálp, þar sem þeir hefðu nóg um að vera. Hann væri vongóður um að gatan yrði mokuð sem fyrst en á innkaupalistanum væru meðal annars blóm fyrir eiginkonuna. „Af því hún er áttræð í dag þessi elska.“ Þórður setti sig í samband við fréttastofu í dag til þess að láta vita að hann hefði hvorki þurft að trufla ættingja né bíða eftir viðbrögðum borgarinnar. Skömmu eftir að fréttin fór í loftið á mánudag hafi maður bankað upp á í Seiðakvíslinni með skóflu í hönd. Sá hafi einhent sér í að moka planið með skófluna og handaflið ein að vopnum. Líkt og sjá má í sjónvarpsfréttinni hér að neðan var snjófarganið sem þurfti að moka ekki lítið. Annar kom á gröfu En Þórður segir ekki nóg með það heldur hafi annar maður komið í heimsókn daginn eftir, og það á gröfu. Sá hafi þurft frá að hverfa þar sem enginn hafi verið eftir snjórinn til að moka. Hann kveðst gjörsamlega agndofa yfir góðmennsku mannanna tveggja og segist að lokum hafa komist í blómabúð til þess að kaupa blóm fyrir afmælisbarnið.
Snjómokstur Reykjavík Færð á vegum Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira