Fótbolti

Natasha semur við ný­liða Grindavíkur/Njarðvíkur

Siggeir Ævarsson skrifar
Natasha skrifaði undir í dag. Sigurður Óli Þorleifsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, gat ekki leynt gleði sinni
Natasha skrifaði undir í dag. Sigurður Óli Þorleifsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, gat ekki leynt gleði sinni Mynd Stefán Marteinn Ólafsson

Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur sem vann sér sæti í Bestu-deild kvenna í haust er byrjað að styrkja hópinn fyrir næsta sumar og hefur samið við landsliðskonuna Natasha Anasi.

Natasha kemur til nýliðanna frá Vali en hún lék fyrst á Íslandi sumarið 2014 með ÍBV og þá hefur hún einnig leikið með Keflavík og Breiðabliki og lék eitt tímabil með Brann í Noregi.

Þá lék hún með Duke Blue Devils í bandaríska háskólafótboltanum og var í æfingahópum yngri landsliða Bandaríkjanna. 2019 fékk hún íslenskan ríkisborgararétt og lék sinn fyrsta landsleik fyrir Ísland 2020 og var hluti af landsliðshópnum á EM síðasta sumar.

Alls á hún að baki yfir 150 deildarleiki á Íslandi og hefur leikið níu landsleiki og skorað í þeim eitt mark. Hún sem við nýliðana til eins árs en Natasha sleit krossband í ágúst og mun því væntanlega missa af komandi undirbúningstímabili með Grindavík/Njarðvík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×