Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2025 14:30 Stuðningsmenn danska fótboltafélagsins Bröndby hafa verið að koma sér og félaginu í vandræði á þessu ári. Getty/Ian MacNicol Ein af stóru fótboltasögum sumarsins var hegðun stuðningsmanna Bröndby á heimavelli hamingjunnar í Víkinni þegar lið þeirra steinlá í Evrópuleik á móti Víkingum. Þetta var þó ekki í síðasta skiptið sem stuðningsmenn Bröndby bjuggu til vandræða í útileik á þessu tímabili. Danska knattspyrnusambandið hefur nú ákveðið að refsa Brönby fyrir ofsafengin mótmæli stuðningsmanna félagsins í tengslum við leik í dönsku úrvalsdeildinni gegn OB fyrir viku síðan. Stuðningsmennirnir köstuðu tennisboltum og súkkulaðipeningum inn á völlinn og stöðvuðu leikinn gegn OB í nokkrar mínútur. Danska sambandið sagði frá refsingunni í fréttatilkynningu. Í greinargerð dómara leiksins kemur fram að það gekk mikið á. Þegar liðin gengu inn á völlinn hafi verið kveikt í miklum fjölda neyðarblysa og reykvélabomba í stúku gestaliðsins. Að sögn dómarans var öll stúkan hulin reyk og því var erfitt að telja nákvæman fjölda flugelda. Dómarinn hefur einnig greint frá því að í tengslum við innkomu liðanna hafi fimmtán flugeldum verið skotið inn á völlinn. Þá er greint frá því að í leiknum hafi verið kveikt í alls 24 neyðarblysum og að eftir leikslok hafi aftur verið kveikt í miklum fjölda neyðarblysa í stúku gestaliðsins. Stúkan var aftur hulin reyk og því var enn erfitt að telja nákvæman fjölda flugelda. Dómarinn hefur einnig greint frá því að á 46. mínútu hafi leikurinn verið stöðvaður af öryggisástæðum leikmanna, þar sem miklum fjölda tennisbolta og súkkulaðipeninga var kastað inn á völlinn úr stúku gestaliðsins. Þulur vallarins fylgdi í því sambandi verklagsreglum og eftir fyrirmælum frá fjórða dómara var tilkynnt í hátalarakerfinu að óheimilt væri að kasta hlutum inn á völlinn. Leikhléð stóð í sjö mínútur og heildarleikhléð var því ellefu mínútur. Að lokum hefur dómarinn greint frá því að í lok leiksins hafi borði verið sýndur í stúku gestaliðsins með textanum „Fuck DBU”. Refsingin er eftirtalin: Bröndby verður að loka allri stuðningsmannastúkunni sinni í næsta heimaleik gegn FC Nordsjælland. Bröndby verður að loka efri hluta stuðningsmannastúkunnar í heimaleiknum þar á eftir gegn FC Fredericia. Að lokum þarf Bröndby að greiða hundrað þúsund danskar krónur í sekt sem eru næstum því þrettán milljónir í íslenskum krónum. Danski boltinn Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
Danska knattspyrnusambandið hefur nú ákveðið að refsa Brönby fyrir ofsafengin mótmæli stuðningsmanna félagsins í tengslum við leik í dönsku úrvalsdeildinni gegn OB fyrir viku síðan. Stuðningsmennirnir köstuðu tennisboltum og súkkulaðipeningum inn á völlinn og stöðvuðu leikinn gegn OB í nokkrar mínútur. Danska sambandið sagði frá refsingunni í fréttatilkynningu. Í greinargerð dómara leiksins kemur fram að það gekk mikið á. Þegar liðin gengu inn á völlinn hafi verið kveikt í miklum fjölda neyðarblysa og reykvélabomba í stúku gestaliðsins. Að sögn dómarans var öll stúkan hulin reyk og því var erfitt að telja nákvæman fjölda flugelda. Dómarinn hefur einnig greint frá því að í tengslum við innkomu liðanna hafi fimmtán flugeldum verið skotið inn á völlinn. Þá er greint frá því að í leiknum hafi verið kveikt í alls 24 neyðarblysum og að eftir leikslok hafi aftur verið kveikt í miklum fjölda neyðarblysa í stúku gestaliðsins. Stúkan var aftur hulin reyk og því var enn erfitt að telja nákvæman fjölda flugelda. Dómarinn hefur einnig greint frá því að á 46. mínútu hafi leikurinn verið stöðvaður af öryggisástæðum leikmanna, þar sem miklum fjölda tennisbolta og súkkulaðipeninga var kastað inn á völlinn úr stúku gestaliðsins. Þulur vallarins fylgdi í því sambandi verklagsreglum og eftir fyrirmælum frá fjórða dómara var tilkynnt í hátalarakerfinu að óheimilt væri að kasta hlutum inn á völlinn. Leikhléð stóð í sjö mínútur og heildarleikhléð var því ellefu mínútur. Að lokum hefur dómarinn greint frá því að í lok leiksins hafi borði verið sýndur í stúku gestaliðsins með textanum „Fuck DBU”. Refsingin er eftirtalin: Bröndby verður að loka allri stuðningsmannastúkunni sinni í næsta heimaleik gegn FC Nordsjælland. Bröndby verður að loka efri hluta stuðningsmannastúkunnar í heimaleiknum þar á eftir gegn FC Fredericia. Að lokum þarf Bröndby að greiða hundrað þúsund danskar krónur í sekt sem eru næstum því þrettán milljónir í íslenskum krónum.
Danski boltinn Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira