3003 Elliði Vignisson skrifar 6. nóvember 2025 10:18 Íbúafjöldi Ölfuss fór nýverið yfir 3.000 manns og stendur nú í 3003. Þessi áfangi er ekki tilviljun heldur afrakstur markvissrar stefnumótunar. Hér var vilji til vaxtar og ljóst að slíkt gæti ekki orðið farsælt nema samhliða fjölmörgum öðrum ákvörðunum og vandaðs undirbúnings. Stór hluti undirbúnings var vegna verðmæta- og atvinnuskapandi verkefna. Án þeirra verður fjölgun vandkvæðum bundin. Ekki síður var þó brýnt að undirbúa fjölgun með innviðaframkvæmdum til að efla þjónustu við bæjarbúa, bæði þá sem fyrir eru og þá sem bætast við. Börnin fyrst Nýr leikskóli, Hraunheimar, opnaði í haust og er byggður til að mæta þörf nýrra íbúa. Meðal annars þeirra sem flytja í íbúðir sem eru nú í byggingu. Það er of seint að byrja að byggja þegar biðlisti er orðinn óviðráðanlegur. Á sama hátt var mikilvægt að efla velferðarþjónustu. Stærsta skrefið þar var að bæta alla stoðþjónustu og stofna nýtt sjálfstætt velferðarsvið í stað byggðarsamlags áður. Að vera fjölskylduvænt velferðarsamfélag snýst ekki um orð, heldur aðgerðir og þjónustu. Virðing við reynsluna Eitt af merkjum þess að maður býr í velferðarsamfélagi má finna í því hvernig búið er að eldri borgurum. Við Egilsbraut 9 í Þorlákshöfn hefur íbúðum fyrir eldriborgara fjölgað verulega, frekari fjölgun hefur verið undirbúin og ný dagþjónusta risin. Einnig hefur félagsstarf og heilsurækt eldri borgara verið efld. Fræðslumál í forgrunni Grunnskólinn í Þorlákshöfn er burðarstoð samfélagsins. Þar hefur um árabil verið unnið afar vandað og gott starf. Það fylgir því mikil ábyrgð að eiga slíkt gæðastarf hjá lykilstofnun. Hröð fjölgun nemenda má ekki gera það að verkum að húsnæði verði hamlandi. Tryggja þarf að húsnæðið haldi í við fjölgun nemenda. Lokahönnun nýrrar álmu fyrir verk- og listgreinar, skólabókasafn og fl. er að ljúka og stefnt er að útboði á næstunni. Húsnæðið á að vera tilbúið áður en skólastarfið líður fyrir húsnæðisskort. Heimili fyrir fólk Byggingar eru ekki steypa, þær eru framtíðar heimili fólks. Án heimila verður ekki velferð. Fjölgun íbúa krefst öflugs lóðaframboðs og íbúðauppbyggingar. Á síðustu 8 árum hefur íbúum fjölgað um tæplega 40% og nú eru 270 íbúðir í byggingu. Það var hægt, vegna þess að skipulagsmál voru hluti af ákvörðun um fjölgun. Í dag eigum við skipulagðar lóðir fyrir 1.118 íbúðir til viðbótar, bæði fjölbýli og sérbýli. Þannig tryggjum við raunverulegt húsnæði fyrir nýja íbúa, án innviðagjalda eða söluhagnaðar á lóðir. Uppbyggjandi samfélag Sé rétt að staðið er hægt að bæta velferð allra samhliða fjölgun íbúa. Aukin velferð fylgir því að búa í samheldnu samfélagi með fleiri þátttakendum í hinum sameiginlega rekstri. Tekin var ákvörðun um að láta uppbyggingu íþrótta- og tómstundaaðstöðu fylgja vexti bæjarins. Nýtt fimleikahús, betri áhorfendaaðstaða, endurbætur á fjölskyldulauginni og auknir styrkir til íþrótta og tómstunda hafa bætt lífsgæði allra. Glæsilegustu vatnsrennibrautir landsins verða svo teknar í notkun á næstu vikum. Lífið er nefnilega ekki bara auðveldara í stækkandi velferðarsamfélagi, það er líka skemmtilegra. Nýr miðbær Hluti af ákvörðun um fjölgun íbúa var að bæta þjónustu, menningu og mannlíf. Þar var nýr miðbær í hjarta Þorlákshafnar einn af lykilþáttum. Fyrstu byggingar hafa nú verið byggðar í miðbænum og á næsta ári er von á framkvæmdum við miðbæjartorgið: hótel, veitingastaðir, menningarhús, verslanir, og já skautasvell. Lífið í vaxandi velferðarsamfélagi á nefnilega að vera skapandi og fullt af leik og gleði. Hamingjan Markviss uppbygging innviða og manneskjumiðuð þjónusta hefur skilað stöðugum vexti án aukinnar álagningar á íbúa og án þess að innviðir hafi gefið eftir. Þetta hefur líka gerst án þess að skuldir hafi verið auknar, án eignasölu og án þess að þörf hafi orðið á því að skerða þjónustu við íbúa. Þvert á móti. Fasteignagjöld hafa t.d. lækkað um 42% á 8 árum, frístundastyrkur barna verið aukin, stuðningur við fatlaða verið bættur og lengi má áfram telja. Á sama tíma er rekstur stöðugur og skuldsetning hófleg. Sveitarfélagið Ölfus, með samhenta bæjarstjórn við stýrið, hyggst halda áfram á sömu braut: að byggja bæ þar sem fólk finnur sér heimili, börn dafna, eldri borgarar njóta virðingar, vinnandi fólk fær kröftum sínum farveg og bæjarbragur iðar af lífskrafti sem sprettur af íþróttum, menningu, samveru og öðrum þroskavænum tækifærum. Þess vegna er hamingjan hér. Höfundur er bæjarstjóri í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elliði Vignisson Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Ölfus Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Íbúafjöldi Ölfuss fór nýverið yfir 3.000 manns og stendur nú í 3003. Þessi áfangi er ekki tilviljun heldur afrakstur markvissrar stefnumótunar. Hér var vilji til vaxtar og ljóst að slíkt gæti ekki orðið farsælt nema samhliða fjölmörgum öðrum ákvörðunum og vandaðs undirbúnings. Stór hluti undirbúnings var vegna verðmæta- og atvinnuskapandi verkefna. Án þeirra verður fjölgun vandkvæðum bundin. Ekki síður var þó brýnt að undirbúa fjölgun með innviðaframkvæmdum til að efla þjónustu við bæjarbúa, bæði þá sem fyrir eru og þá sem bætast við. Börnin fyrst Nýr leikskóli, Hraunheimar, opnaði í haust og er byggður til að mæta þörf nýrra íbúa. Meðal annars þeirra sem flytja í íbúðir sem eru nú í byggingu. Það er of seint að byrja að byggja þegar biðlisti er orðinn óviðráðanlegur. Á sama hátt var mikilvægt að efla velferðarþjónustu. Stærsta skrefið þar var að bæta alla stoðþjónustu og stofna nýtt sjálfstætt velferðarsvið í stað byggðarsamlags áður. Að vera fjölskylduvænt velferðarsamfélag snýst ekki um orð, heldur aðgerðir og þjónustu. Virðing við reynsluna Eitt af merkjum þess að maður býr í velferðarsamfélagi má finna í því hvernig búið er að eldri borgurum. Við Egilsbraut 9 í Þorlákshöfn hefur íbúðum fyrir eldriborgara fjölgað verulega, frekari fjölgun hefur verið undirbúin og ný dagþjónusta risin. Einnig hefur félagsstarf og heilsurækt eldri borgara verið efld. Fræðslumál í forgrunni Grunnskólinn í Þorlákshöfn er burðarstoð samfélagsins. Þar hefur um árabil verið unnið afar vandað og gott starf. Það fylgir því mikil ábyrgð að eiga slíkt gæðastarf hjá lykilstofnun. Hröð fjölgun nemenda má ekki gera það að verkum að húsnæði verði hamlandi. Tryggja þarf að húsnæðið haldi í við fjölgun nemenda. Lokahönnun nýrrar álmu fyrir verk- og listgreinar, skólabókasafn og fl. er að ljúka og stefnt er að útboði á næstunni. Húsnæðið á að vera tilbúið áður en skólastarfið líður fyrir húsnæðisskort. Heimili fyrir fólk Byggingar eru ekki steypa, þær eru framtíðar heimili fólks. Án heimila verður ekki velferð. Fjölgun íbúa krefst öflugs lóðaframboðs og íbúðauppbyggingar. Á síðustu 8 árum hefur íbúum fjölgað um tæplega 40% og nú eru 270 íbúðir í byggingu. Það var hægt, vegna þess að skipulagsmál voru hluti af ákvörðun um fjölgun. Í dag eigum við skipulagðar lóðir fyrir 1.118 íbúðir til viðbótar, bæði fjölbýli og sérbýli. Þannig tryggjum við raunverulegt húsnæði fyrir nýja íbúa, án innviðagjalda eða söluhagnaðar á lóðir. Uppbyggjandi samfélag Sé rétt að staðið er hægt að bæta velferð allra samhliða fjölgun íbúa. Aukin velferð fylgir því að búa í samheldnu samfélagi með fleiri þátttakendum í hinum sameiginlega rekstri. Tekin var ákvörðun um að láta uppbyggingu íþrótta- og tómstundaaðstöðu fylgja vexti bæjarins. Nýtt fimleikahús, betri áhorfendaaðstaða, endurbætur á fjölskyldulauginni og auknir styrkir til íþrótta og tómstunda hafa bætt lífsgæði allra. Glæsilegustu vatnsrennibrautir landsins verða svo teknar í notkun á næstu vikum. Lífið er nefnilega ekki bara auðveldara í stækkandi velferðarsamfélagi, það er líka skemmtilegra. Nýr miðbær Hluti af ákvörðun um fjölgun íbúa var að bæta þjónustu, menningu og mannlíf. Þar var nýr miðbær í hjarta Þorlákshafnar einn af lykilþáttum. Fyrstu byggingar hafa nú verið byggðar í miðbænum og á næsta ári er von á framkvæmdum við miðbæjartorgið: hótel, veitingastaðir, menningarhús, verslanir, og já skautasvell. Lífið í vaxandi velferðarsamfélagi á nefnilega að vera skapandi og fullt af leik og gleði. Hamingjan Markviss uppbygging innviða og manneskjumiðuð þjónusta hefur skilað stöðugum vexti án aukinnar álagningar á íbúa og án þess að innviðir hafi gefið eftir. Þetta hefur líka gerst án þess að skuldir hafi verið auknar, án eignasölu og án þess að þörf hafi orðið á því að skerða þjónustu við íbúa. Þvert á móti. Fasteignagjöld hafa t.d. lækkað um 42% á 8 árum, frístundastyrkur barna verið aukin, stuðningur við fatlaða verið bættur og lengi má áfram telja. Á sama tíma er rekstur stöðugur og skuldsetning hófleg. Sveitarfélagið Ölfus, með samhenta bæjarstjórn við stýrið, hyggst halda áfram á sömu braut: að byggja bæ þar sem fólk finnur sér heimili, börn dafna, eldri borgarar njóta virðingar, vinnandi fólk fær kröftum sínum farveg og bæjarbragur iðar af lífskrafti sem sprettur af íþróttum, menningu, samveru og öðrum þroskavænum tækifærum. Þess vegna er hamingjan hér. Höfundur er bæjarstjóri í Ölfusi.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun