Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar 6. nóvember 2025 13:33 Aðför að Landsbyggðinni Hvers vegna er ríkisstjórnarflokkunum að því er virðist alveg sama um íbúa landsbyggðarinnar? Líklega er svarið það að þessir flokkar meta stöðuna þannig að fylgi þeirra í höfuðborginni sé mikilvægara en annað fylgi, enda er stefna þeirra að fjölga þingmönnum á suðvesturhorninu á kostnað landsbyggðarinnar. Ef horft er yfir það sem ríkisstjórnin hefur gert og stefnir að því að gera eru niðurstöðurnar sláandi. Hámarksútsvar sveitarfélaga Þeim sveitarfélögum sem hefur tekist að halda útsvarinu lægra en í hámarki eru nánast undantekningarlaust rekin með Sjálfstæðisflokkinn við völd. Með því að takmarka greiðslur úr jöfnunarsjóði við hámarksútsvar er nánast tryggt að öll sveitarfélög neyðist í hámarksútsvar. Það er skattahækkun í boði ríkisstjórnarinnar á laun fólks. Samsköttun hjóna Að afnema samsköttun hjóna er skattahækkun á fjölskyldur landsins. Samsköttun nýtist t.d foreldrum fatlaðra barna þar sem annar aðilinn þarf oft að vera meira heima til að sinna barni. Einnig má nefna dæmi um sjómannsfjölskyldur þar sem sjómenn eru oft lengi frá heimili vegna vinnu og makinn þarf að sinna heimili á meðan. Þessi aðgerð er aðför að fjölskyldum landsins. Skattur á bíla Hækkun kílómetragjalds, hærri vörugjöld á bíla, hærri álögur á bensín og svo mætti lengi telja hækkar flutningskostnað á vörum út á land og hækkar skatta á þá sem þurfa að fara yfir heiðar landsins til vinnu. Til dæmis kona sem ekur til vinnu frá Selfossi eða Hveragerði alla virka daga til að komast í höfuðborgina. Þessi kona verður skattlögð enn meira en áður og á sama tíma hækkar vöruverð í matvörubúðinni vegna aukins flutningskostnaðar sem ýtir undir verðbólgu og háa vexti. Allir tapa. Skattur á ferðaþjónustuna Hærri álögur á skemmtiferðaskip, gjöld á ferðamannastaði, hærri álögur á áfengi og vörugjöld á bílaleigubíla eru allt aðgerðir sem draga úr vægi ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni sem hefur notið góðs af blómstrandi ferðaþjónustu um land allt. Þetta er ekkert annað en enn einn landsbyggðarskatturinn. Skattur á sjávarútveginn Hækkun veiðileyfagjalda á sjávarútvegsbyggðir landsins dregur úr fjárfestingargetu greinarinnar, nánast allar framkvæmdir og fjárfestingar í greininni voru settar á frost auk uppsagna með einu pennastriki ríkisstjórnarinnar þegar alltof langt var gengið í einu lagi í skattlagningu á sjávarútveginn. Landsbyggðarskattur í sinni verstu mynd. Hér er aðeins stiklað á nokkrum þáttum sem ríkisstjórn valkyrjanna þriggja hefur eða stefnir á að framkvæma. Það er nauðsynlegt að vernda landsbyggðina fyrir ofsköttun stjórnvalda. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Breytingar á veiðigjöldum Vestmannaeyjar Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiði Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiði skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Aðför að Landsbyggðinni Hvers vegna er ríkisstjórnarflokkunum að því er virðist alveg sama um íbúa landsbyggðarinnar? Líklega er svarið það að þessir flokkar meta stöðuna þannig að fylgi þeirra í höfuðborginni sé mikilvægara en annað fylgi, enda er stefna þeirra að fjölga þingmönnum á suðvesturhorninu á kostnað landsbyggðarinnar. Ef horft er yfir það sem ríkisstjórnin hefur gert og stefnir að því að gera eru niðurstöðurnar sláandi. Hámarksútsvar sveitarfélaga Þeim sveitarfélögum sem hefur tekist að halda útsvarinu lægra en í hámarki eru nánast undantekningarlaust rekin með Sjálfstæðisflokkinn við völd. Með því að takmarka greiðslur úr jöfnunarsjóði við hámarksútsvar er nánast tryggt að öll sveitarfélög neyðist í hámarksútsvar. Það er skattahækkun í boði ríkisstjórnarinnar á laun fólks. Samsköttun hjóna Að afnema samsköttun hjóna er skattahækkun á fjölskyldur landsins. Samsköttun nýtist t.d foreldrum fatlaðra barna þar sem annar aðilinn þarf oft að vera meira heima til að sinna barni. Einnig má nefna dæmi um sjómannsfjölskyldur þar sem sjómenn eru oft lengi frá heimili vegna vinnu og makinn þarf að sinna heimili á meðan. Þessi aðgerð er aðför að fjölskyldum landsins. Skattur á bíla Hækkun kílómetragjalds, hærri vörugjöld á bíla, hærri álögur á bensín og svo mætti lengi telja hækkar flutningskostnað á vörum út á land og hækkar skatta á þá sem þurfa að fara yfir heiðar landsins til vinnu. Til dæmis kona sem ekur til vinnu frá Selfossi eða Hveragerði alla virka daga til að komast í höfuðborgina. Þessi kona verður skattlögð enn meira en áður og á sama tíma hækkar vöruverð í matvörubúðinni vegna aukins flutningskostnaðar sem ýtir undir verðbólgu og háa vexti. Allir tapa. Skattur á ferðaþjónustuna Hærri álögur á skemmtiferðaskip, gjöld á ferðamannastaði, hærri álögur á áfengi og vörugjöld á bílaleigubíla eru allt aðgerðir sem draga úr vægi ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni sem hefur notið góðs af blómstrandi ferðaþjónustu um land allt. Þetta er ekkert annað en enn einn landsbyggðarskatturinn. Skattur á sjávarútveginn Hækkun veiðileyfagjalda á sjávarútvegsbyggðir landsins dregur úr fjárfestingargetu greinarinnar, nánast allar framkvæmdir og fjárfestingar í greininni voru settar á frost auk uppsagna með einu pennastriki ríkisstjórnarinnar þegar alltof langt var gengið í einu lagi í skattlagningu á sjávarútveginn. Landsbyggðarskattur í sinni verstu mynd. Hér er aðeins stiklað á nokkrum þáttum sem ríkisstjórn valkyrjanna þriggja hefur eða stefnir á að framkvæma. Það er nauðsynlegt að vernda landsbyggðina fyrir ofsköttun stjórnvalda. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar