Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. nóvember 2025 22:01 Eggert Aron spilaði allan leikinn í 0-0 jafntefli Brann gegn Bologna. Íslendingaliðið Brann hélt góðu gengi sínu í Evrópudeildinni áfram í kvöld en tókst ekki að sækja sigur gegn Bologna, sem lék nánast allan leikinn manni færri. Brann hefur verið á frábæru flugi í Evrópudeildinni og unnið síðustu tvo leiki. Íslendingaliðið mætti því fullt sjálfstrausts til Ítalíu í leikinn gegn Bologna. Hagur Brann vænkaðist líka verulega þegar Charalampos Lykogiannis, leikmaður Bologna, lét reka sig af velli eftir rúmar tuttugu mínútur. Þrátt fyrir það voru heimamenn Bologna hættulegri aðilinn og ógnuðu markinu meira, en Brann fékk besta færi leiksins sem lauk með markalausu jafntefli. Eggert Aron Guðmundsson var í byrjunarliði Brann og átti eitt skot í leiknum, fyrir utan teig og framhjá markinu. Öruggur sigur eftir mikil mótmæli Aston Villa tók á móti Maccabi Tel Aviv í leik sem einkenndist af miklum mótmælum fyrir utan leikvanginn áður en hann hófst. Heimamenn fóru með öruggan 2-0 sigur, Ian Maatsen og Donyell Malen skoruðu mörkin. https://www.visir.is/g/20252799971d/sex-hand-tokur-i-mot-maelum-fyrir-leik-i-evropudeildinni Palace sneri aftur á sigurbraut í Sambandsdeildinni Crystal Palace komst aftur á sigurbraut eftir nokkuð óvænt tap gegn AEK í síðustu umferð. Ernirnir unnu 3-1 gegn AZ Alkmaar. Maxence Lacroix kom Palace yfir eftir rúmar tuttugu mínútur og Ismaila Sarr tvöfaldaði forystuna undir lok fyrri hálfleiks. Sven Mijnans minnkaði muninn fyrir gestina í upphafi seinni hálfleiks en Sarr svaraði skömmu síðar, setti sitt annað mark í leiknum og þar við sat til enda, 3-1 lokaniðurstaðan. Eftir úrslit kvöldsins eru þrjú lið með fullt hús stiga í Sambansdeildinni; Celje, Mainz og Samsunspor, lið Loga Tómassonar. https://www.visir.is/g/20252799961d/logi-a-toppnum-en-hakon-a-bekknum Frönsku liðin Lausanne og Strasbourg eru í næstu sætum fyrir neðan með sjö stig eftir þrjár umferðir. Þar á eftir koma Fiorentina, lið Alberts Guðmundssonar sem var þó frá keppni í kvöld, Crystal Palace og Shakhtar, sem lagði Breiðablik örugglega að velli fyrr í kvöld. https://www.visir.is/g/20252799812d/shakhtar-breida-blik-tekst-blikum-ad-strida-storlidi- Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Brann hefur verið á frábæru flugi í Evrópudeildinni og unnið síðustu tvo leiki. Íslendingaliðið mætti því fullt sjálfstrausts til Ítalíu í leikinn gegn Bologna. Hagur Brann vænkaðist líka verulega þegar Charalampos Lykogiannis, leikmaður Bologna, lét reka sig af velli eftir rúmar tuttugu mínútur. Þrátt fyrir það voru heimamenn Bologna hættulegri aðilinn og ógnuðu markinu meira, en Brann fékk besta færi leiksins sem lauk með markalausu jafntefli. Eggert Aron Guðmundsson var í byrjunarliði Brann og átti eitt skot í leiknum, fyrir utan teig og framhjá markinu. Öruggur sigur eftir mikil mótmæli Aston Villa tók á móti Maccabi Tel Aviv í leik sem einkenndist af miklum mótmælum fyrir utan leikvanginn áður en hann hófst. Heimamenn fóru með öruggan 2-0 sigur, Ian Maatsen og Donyell Malen skoruðu mörkin. https://www.visir.is/g/20252799971d/sex-hand-tokur-i-mot-maelum-fyrir-leik-i-evropudeildinni Palace sneri aftur á sigurbraut í Sambandsdeildinni Crystal Palace komst aftur á sigurbraut eftir nokkuð óvænt tap gegn AEK í síðustu umferð. Ernirnir unnu 3-1 gegn AZ Alkmaar. Maxence Lacroix kom Palace yfir eftir rúmar tuttugu mínútur og Ismaila Sarr tvöfaldaði forystuna undir lok fyrri hálfleiks. Sven Mijnans minnkaði muninn fyrir gestina í upphafi seinni hálfleiks en Sarr svaraði skömmu síðar, setti sitt annað mark í leiknum og þar við sat til enda, 3-1 lokaniðurstaðan. Eftir úrslit kvöldsins eru þrjú lið með fullt hús stiga í Sambansdeildinni; Celje, Mainz og Samsunspor, lið Loga Tómassonar. https://www.visir.is/g/20252799961d/logi-a-toppnum-en-hakon-a-bekknum Frönsku liðin Lausanne og Strasbourg eru í næstu sætum fyrir neðan með sjö stig eftir þrjár umferðir. Þar á eftir koma Fiorentina, lið Alberts Guðmundssonar sem var þó frá keppni í kvöld, Crystal Palace og Shakhtar, sem lagði Breiðablik örugglega að velli fyrr í kvöld. https://www.visir.is/g/20252799812d/shakhtar-breida-blik-tekst-blikum-ad-strida-storlidi-
Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira