Handbolti

Bjarni með tíu og KA á­fram í toppbaráttu

Sindri Sverrisson skrifar
KA-menn virðast vera að búa til mikið heimavallarvígi í KA-heimilinu.
KA-menn virðast vera að búa til mikið heimavallarvígi í KA-heimilinu. @kaakureyri

KA-menn unnu þriðja heimasigur sinn í röð í kvöld þegar þeir lögðu Stjörnuna að velli, 36-31, í Olís-deild karla í handbolta.

KA-menn eru því áfram í toppbaráttu deildarinnar, með tólf stig og aðeins tveimur stigum á eftir Aftureldingu og Haukum nú þegar öll lið hafa spilað níu leiki.

KA getur jafnað toppliðin að stigum á miðvikudaginn, í fyrsta leik tíundu umferðar, en þarf þá að leggja FH að velli í Kaplakrika. Stjarnan er hins vegar í 9. sæti með sjö stig.

KA var 18-11 yfir í hálfleik í kvöld, eftir að staðan hafði verið 11-10, og náði mest tólf marka forskoti í seinni hálfleiknum. Stjarnan náði að laga stöðuna á lokakaflanum en leiknum lauk þó með fimm marka sigri heimamanna.

Bjarni Ófeigur Valdimarsson fór á kostum og skoraði 10 mörk úr 12 skotum fyrir KA. Norðmaðurinn Morten Linder bætti við átta mörkum og georgíski landsliðsmaðurinn Giorgi Dikhaminjia skoraði sjö, samkvæmt tölfræði HB Statz.

Hans Jörgen Ólafsson skoraði átta mörk fyrir Stjörnuna og þeir Starri Friðriksson og Jón Ásgeir Eyjólfsson komu næstir með fimm mörk hvor.


Tengdar fréttir

Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi

Fram færði sig upp fyrir Hauka í 5. sæti Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld, með sigri á Selfossi, og Haukar eru við toppinn í Olís-deild karla eftir sigur á nýliðum Þórs frá Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×