Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar 8. nóvember 2025 14:31 Ég man þegar fjölbreytnin á Ísafirði fólst í því hvort fiskurinn var steiktur eða soðinn. Samfélagið var einsleitt og einfalt – brún augu voru jafnvel framandi. Allir þekktu alla – og allir höfðu sitt hlutverk. Börn voru kennd við mæður sínar, það var Gamla bakaríið, Prentsmiðjan og Kaupfélagið, og menn fengu misskemmtileg viðurnefni – allt saman kunnugleg stef úr sjávarbyggðum fortíðarinnar. Ísafjörður var í okkar huga nafli alheimsins. Við vorum sannfærð um að ef við hættum að skaffa til þjóðarbúsins myndi það einfaldlega hrynja. Við héldum Íslandi uppi með okkar framlagi – þetta var okkur kennt og var aldrei nein spurning. Svo hurfu kvótinn og skipin - en það er önnur saga. Þá var „útlendingur“ ekki endilega sá sem kom frá framandi heimsálfum – heldur sá sem kom frá öðrum stöðum á Íslandi, og þá sérstaklega að sunnan. Þeir voru kallaðir utanbæjarmenn – og það sama gilti víða um land. Aðflutt fólk var kallað utanbæjarpakk og sumstaðar aðfluttir andskotar. Það var jafnvel talað um flækinga sem hvergi tolldu, höfðu aldrei migið í saltan sjó og töldu verðmæti verða til á skrifstofum í Reykjavík – alla vega þeir að sunnan. Svo þegar ég flutti til höfuðborgarinnar heyrði ég talað um fákunnandi sveitalýð og flóttafólk, sem flúði horkið í sveitunum, til að þéna á mölinni. Vissulega hefur samfélagið okkar breyst mikið á síðustu áratugum – en höfum við sjálf eitthvað breyst - eða höfum við bara víkkað út hugtakið „utanbæjarfólk“? Það sem áður var einhver úr Reykjavík kemur nú lengra að. Sennilega er fjölmenning hvorki himnasending né vágestur. Hún er bara lífið sjálft – á endalausri hreyfingu. Hún getur verið flókin, krefjandi og stundum ögrandi – en hún er ekki ný. Við höfum alltaf verið á ferðinni frá örófi alda, ein eða í flokkum, þvælst um jörðina í leit að betra lífi - alltaf verið annaðhvort útlendingar eða utanbæjarfólk. Það má sjá nýtt fólk sem ógnun — líka sem tækifæri til að rifja upp hver við erum. Spyrja okkur: Hvaðan komum við? Hvað í sjálfsmynd okkar er kjarni og hvað er bara arfur sem við höfum aldrei endurskoðað? Hverju getum við deilt, hvað getum við lært — og hverju getum við sleppt? Og ef við erum heiðarleg, þá erum við sjálf bara utanbæjarfólk frá ýmsum tímum, sem fann sér stað á Íslandi. Kannski er það besta sem utanbæjarmaður gerir fyrir samfélag er að hrista aðeins upp í sjálfsmyndinni. Samfélag mótast ekki í tómarúmi, heldur í samtalinu um það hvers vegna við erum hér og hvernig við ætlum að vera hér saman. Og ef sagan kennir okkur eitthvað, þá höfum við lært að ekkert samfélag hversu aumt eða voldugt það er, stendur kyrrt. Það er langur vegur frá Ísafirði áttunda áratugarins til nútímans og þótt við værum handviss um að Ísafjörður væri nafli alheimsins og héldi uppi Íslandi – þá vitum við í betur í dag . Enginn heldur uppi samfélagi nema með sameiginlegu átaki allra sem þar búa. Kælum aðeins þjóðernishyggjuna - hún hefur sjaldan reynst uppbyggjandi afl. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar og stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmenning Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Ég man þegar fjölbreytnin á Ísafirði fólst í því hvort fiskurinn var steiktur eða soðinn. Samfélagið var einsleitt og einfalt – brún augu voru jafnvel framandi. Allir þekktu alla – og allir höfðu sitt hlutverk. Börn voru kennd við mæður sínar, það var Gamla bakaríið, Prentsmiðjan og Kaupfélagið, og menn fengu misskemmtileg viðurnefni – allt saman kunnugleg stef úr sjávarbyggðum fortíðarinnar. Ísafjörður var í okkar huga nafli alheimsins. Við vorum sannfærð um að ef við hættum að skaffa til þjóðarbúsins myndi það einfaldlega hrynja. Við héldum Íslandi uppi með okkar framlagi – þetta var okkur kennt og var aldrei nein spurning. Svo hurfu kvótinn og skipin - en það er önnur saga. Þá var „útlendingur“ ekki endilega sá sem kom frá framandi heimsálfum – heldur sá sem kom frá öðrum stöðum á Íslandi, og þá sérstaklega að sunnan. Þeir voru kallaðir utanbæjarmenn – og það sama gilti víða um land. Aðflutt fólk var kallað utanbæjarpakk og sumstaðar aðfluttir andskotar. Það var jafnvel talað um flækinga sem hvergi tolldu, höfðu aldrei migið í saltan sjó og töldu verðmæti verða til á skrifstofum í Reykjavík – alla vega þeir að sunnan. Svo þegar ég flutti til höfuðborgarinnar heyrði ég talað um fákunnandi sveitalýð og flóttafólk, sem flúði horkið í sveitunum, til að þéna á mölinni. Vissulega hefur samfélagið okkar breyst mikið á síðustu áratugum – en höfum við sjálf eitthvað breyst - eða höfum við bara víkkað út hugtakið „utanbæjarfólk“? Það sem áður var einhver úr Reykjavík kemur nú lengra að. Sennilega er fjölmenning hvorki himnasending né vágestur. Hún er bara lífið sjálft – á endalausri hreyfingu. Hún getur verið flókin, krefjandi og stundum ögrandi – en hún er ekki ný. Við höfum alltaf verið á ferðinni frá örófi alda, ein eða í flokkum, þvælst um jörðina í leit að betra lífi - alltaf verið annaðhvort útlendingar eða utanbæjarfólk. Það má sjá nýtt fólk sem ógnun — líka sem tækifæri til að rifja upp hver við erum. Spyrja okkur: Hvaðan komum við? Hvað í sjálfsmynd okkar er kjarni og hvað er bara arfur sem við höfum aldrei endurskoðað? Hverju getum við deilt, hvað getum við lært — og hverju getum við sleppt? Og ef við erum heiðarleg, þá erum við sjálf bara utanbæjarfólk frá ýmsum tímum, sem fann sér stað á Íslandi. Kannski er það besta sem utanbæjarmaður gerir fyrir samfélag er að hrista aðeins upp í sjálfsmyndinni. Samfélag mótast ekki í tómarúmi, heldur í samtalinu um það hvers vegna við erum hér og hvernig við ætlum að vera hér saman. Og ef sagan kennir okkur eitthvað, þá höfum við lært að ekkert samfélag hversu aumt eða voldugt það er, stendur kyrrt. Það er langur vegur frá Ísafirði áttunda áratugarins til nútímans og þótt við værum handviss um að Ísafjörður væri nafli alheimsins og héldi uppi Íslandi – þá vitum við í betur í dag . Enginn heldur uppi samfélagi nema með sameiginlegu átaki allra sem þar búa. Kælum aðeins þjóðernishyggjuna - hún hefur sjaldan reynst uppbyggjandi afl. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar og stjórnmálafræðingur.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun