Innlent

Þrír látnir í risaöldum á Tenerife

Agnar Már Másson skrifar
Strendur Tenerife eru ekki allar öruggar um þessar mundir og sumir ferðamenn hafa hundsað fyrrmælum á viðvörunarskiltum.
Strendur Tenerife eru ekki allar öruggar um þessar mundir og sumir ferðamenn hafa hundsað fyrrmælum á viðvörunarskiltum. Getty

Þrír eru létu lífið og að minnsta kosti fimmtán slösuðust í risaöldum sem herjuðu á Tenerife í gær. Fjöldi ferðamanna hundsaði viðvörunarskilti vegna öldugangsins með þeim afleiðingum að sjógangurinn hreif þá með sér út í sjóinn.

EFE greinir frá ölduganginum á eyjunni, sem er vinsæll ferðamannastaður Íslendinga. Fyrsta atvikið varð á Roque de Las Bodegas-ströndinni í Taganana, í Santa Cruz de Tenerife, þar sem sex franskir ferðamenn slösuðust þegar þeir féllu í sjóinn vegna sjógangs en spænski miðillinn.

Sjúkraþyrla flutti konu á Háskólasjúkrahúsið Nuestra Señora de la Candelaria en hún var með nokkuð alvarlega áverka. Hinir voru með minniháttar áverka en leggja þurfti þó fjóra þeirra inn á sjúkrahús og sá fimmti fékk aðhlynningu á slysstað. EFE hefur eftir heimildarmönnum sínum í lögreglunni að sjógangurinn hafi hrifið fólkið með sér eftir að það hunsaði viðvörunarskilti sem komið hafði verið upp á svæðinu.

Veistu meira um málið eða ertu með fréttnæma ábendingu? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér.

Síðar, um klukkan 14, var viðbragðsaðilum tilkynnt að maður hefði fundist látinn í sjónum við El Cabezo-ströndina í Granadilla de Abona, sunnan á eyjunni. Endurlífgunartilraunir gengu ekki upp og var maðurinn því úrskurðaður látinn.

Klukkustund síðar, um klukkan 15, hreif alda aðra tíu manns með sér í sjóinn við bryggjuna í Puerto de la Cruz, á norðanverðri eyjunni. Lögreglumenn og annað fólk sem var á staðnum björguðu þeim sem féllu í sjóinn. Þar báru endurlífgunartilraunir heldur engan árangur og var konan því úrskurðuð látin.

Að auki voru þrír aðrir með alvarlega áverka, fjórir með tiltölulega alvarlega og tveir með minni háttar áverka, og voru þeir fluttir á mismunandi sjúkrastofnanir.

Viðbragðsaðilar hafa minnt á að Kanaríeyjar séu í viðbragðsstöðu vegna óveðurs við ströndina og hafa beðið fólk um að sýna fyllstu aðgát, halda sig ekki á ystu nöf á bryggjum eða grjótgörðum, né heldur hætta sér til að taka myndir eða myndbönd nálægt öldubroti. Fólki er bent á að fylgja fyrirmælum strandvarða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×