Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2025 16:01 Elena Rybakina kyssir Billie Jean King bikarinn eftir sigur sinn um helgina. Getty/Clicks Images Elena Rybakina fagnaði sigri á lokamóti WTA tennismótaraðarinnar um helgina þegar hún sigraði efstu konu heimslistans. Hún kom sér þó í fréttirnar fyrir það sem hún gerði ekki í verðlaunaafhendingunni. Eftir að hafa unnið stærsta verðlaunafé í sögu kvennatennis neitaði Rybakina að stilla sér upp á mynd með Portiu Archer, framkvæmdastjóra WTA-mótaraðarinnar. Rybakina vann Arynu Sabalenka, efstu komu heimslistans, í tveimur settum á laugardaginn var. Þessi 26 ára gamli Kasaki fór upp í fimmta sæti heimslistans eftir sigurinn sem jafnframt tryggði henni 3,98 milljónir punda í verðlaunafé eða 665 milljónir íslenskra króna. 📸 | The Assistant Minister of Sports Affairs, Ms. Adwa Alarifi (@AdwaAlarifi), crowns Elena Rybakina as the singles champion at the #WTAFinalsRiyadh 🏆 pic.twitter.com/rII9CDab6p— Ministry of Sport (@mosgovsa_en) November 8, 2025 Rybakina stóð fjarri Sabalenka og Archer í hátíðarhöldunum eftir leikinn, þrátt fyrir að hafa verið beðin um að slást í hópinn. Breska ríkisútvarpið veltir því fyrir sér af hverju Rybakina neitaði að sitja fyrir á mynd með Archer. Rybakina neitaði að segja hver ástæðan væri, þó að atvikið eigi sér stað í lok tímabils þar sem WTA setti þjálfara hennar, Stefano Vukov, í bann. Vukov var settur í tímabundið bann fyrr á þessu ári eftir að hafa verið fundinn sekur um að brjóta siðareglur WTA, í kjölfar óháðrar rannsóknar á hegðun hans gagnvart Rybakinu. Á Opna ástralska mótinu í janúar gagnrýndi Rybakina WTA og sagðist ekki vera sammála mörgu sem stjórn sambandsins væri að gera varðandi samstarf hennar og Vukovs. Rybakina hefur haldið því fram að þessi 38 ára gamli Króati hafi aldrei komið illa fram við hana. Vukov neitaði líka sök og var viðstaddur þegar Rybakina sigraði á lokamóti tímabilsins, eftir að banni hans var aflétt í ágúst. A day to remember 🤩Your 2025 Finals champion, Elena Rybakina#WTAFinalsRiyadh pic.twitter.com/6pZDgOG58m— wta (@WTA) November 9, 2025 Tennis Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Sjá meira
Eftir að hafa unnið stærsta verðlaunafé í sögu kvennatennis neitaði Rybakina að stilla sér upp á mynd með Portiu Archer, framkvæmdastjóra WTA-mótaraðarinnar. Rybakina vann Arynu Sabalenka, efstu komu heimslistans, í tveimur settum á laugardaginn var. Þessi 26 ára gamli Kasaki fór upp í fimmta sæti heimslistans eftir sigurinn sem jafnframt tryggði henni 3,98 milljónir punda í verðlaunafé eða 665 milljónir íslenskra króna. 📸 | The Assistant Minister of Sports Affairs, Ms. Adwa Alarifi (@AdwaAlarifi), crowns Elena Rybakina as the singles champion at the #WTAFinalsRiyadh 🏆 pic.twitter.com/rII9CDab6p— Ministry of Sport (@mosgovsa_en) November 8, 2025 Rybakina stóð fjarri Sabalenka og Archer í hátíðarhöldunum eftir leikinn, þrátt fyrir að hafa verið beðin um að slást í hópinn. Breska ríkisútvarpið veltir því fyrir sér af hverju Rybakina neitaði að sitja fyrir á mynd með Archer. Rybakina neitaði að segja hver ástæðan væri, þó að atvikið eigi sér stað í lok tímabils þar sem WTA setti þjálfara hennar, Stefano Vukov, í bann. Vukov var settur í tímabundið bann fyrr á þessu ári eftir að hafa verið fundinn sekur um að brjóta siðareglur WTA, í kjölfar óháðrar rannsóknar á hegðun hans gagnvart Rybakinu. Á Opna ástralska mótinu í janúar gagnrýndi Rybakina WTA og sagðist ekki vera sammála mörgu sem stjórn sambandsins væri að gera varðandi samstarf hennar og Vukovs. Rybakina hefur haldið því fram að þessi 38 ára gamli Króati hafi aldrei komið illa fram við hana. Vukov neitaði líka sök og var viðstaddur þegar Rybakina sigraði á lokamóti tímabilsins, eftir að banni hans var aflétt í ágúst. A day to remember 🤩Your 2025 Finals champion, Elena Rybakina#WTAFinalsRiyadh pic.twitter.com/6pZDgOG58m— wta (@WTA) November 9, 2025
Tennis Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Sjá meira