Erlent

Græn­lenskir góð­málmar og

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum verður rætt við Eld Ólafsson sem greindi í morgun frá tíðindum frá Black Angel námu fyrirtækisins Amaroq á Grænlandi. 

Sýnatökur hafa staðfest hátt hlutfall sinks, blýs og silfurs ásamt háu hlutfalli af germani, gallíni og kadmíni, sem Evrópusambandið og Bandaríkin skilgreina sem svokallaða „þjóðaröryggis-málma“.

Við ræðum einnig við Breka Karlsson formann Neytendasamtakanna sem gagnrýnir að bankarnir hafi fengið að komast upp með að loka fyrir lán svo vikum skipti.

Einnig verður rætt við dómsmálaráðherra um mál Sigríðar Bjarkar fyrrverandi ríkislögreglustjóra en stjórnarandstöðuþingmenn hafa kallað eftir nánari skýringum á tilfærslu hennar í starfi.

Að auki tökum við stöðuna á flugumferðarstjórum sem enn standa í kjaradeilu og þá fjöllum við um alla tilboðsdagana sem landsmönnum standa til boða þessi dægrin.

Og í sportfréttum hitum við upp fyrir landsleikinn hjá karlaliðinu í knattspyrnu sem fram fer í Baku síðar í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×