Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar 11. nóvember 2025 14:30 Hvers vegna er nýr húsnæðispakki ríkistjórnarinnar þýðingarmikill ungu fólki og fyrstu kaupendum? Meðal annars vegna þess að í honum felst trygging fyrir því að þessum hópum verður áfram heimilt að nýta séreignarsparnað sinn skattfrjálst, ýmist til að greiða inn á húsnæðislán eða til að nýta sem útborgun fyrir íbúð. Tryggja á að allir fái tækifæri til þess að nýta þessa lausn, sem hefur nú staðið fólki til boða í rúman áratug. Hún verður ekki bara bundin við fyrstu kaupendur, þannig að ef þú ert ung manneskja sem hefur keypt þér eign nú þegar, en ekki verið að spara í séreign til þessa, þá er tækifærið til að fá þann mikla ábata sem felst í skattfrjálsum greiðslum inn á húsnæðislán ekki farið forgörðum. Þú getur fengið þín 10 ár af skattfrjálsri nýtingu, eins og allir aðrir. En til þess þarft þú auðvitað að vera að spara í séreign. Ef þú ert ekki viss um hvort þú ert að spara í séreign myndi ég kanna málið, en einungis um 60 prósent launþega á íslenskum vinnumarkaði hafa verið að safna í séreign að jafnaði undanfarinn áratug. Sparnaður sem felur í sér launahækkun Fólk er misvel upplýst um hvernig það á að safna í séreignarsparnað og kostina sem það hefur í för með sér. En það er mjög einfalt. Þú þarft einfaldlega að biðja bankann þinn, eða þá annað fjármálafyrirtæki, um að skrá þig í séreignarsparnað. Þú getur valið hvort þú leggur sjálfkrafa tvö eða fjögur prósent af launum þínum í hverjum mánuði fyrir í séreign, en óháð því hvað þú velur þá færð þú tveggja prósenta viðbótarframlag frá launagreiðanda. Séreignarsparnaður felur þannig í sér launahækkun í raun. Á næstunni verður farið í samráð um það hvernig megi fjölga þeim sem landsmönnum sem greiða í séreignarsparnað, en ljóst er að sparnaður í séreign og þar með nýting þessa forskots á fasteignamarkaði, hefur að uppistöðu verið nýttur af þeim sem hafa tekjur yfir meðallagi. Það eru helst þau sem hafa hærri laun sem spara í séreign. Mynd úr skýrslu stjórnvalda um húsnæðisstuðning frá 2022. Þetta hefur leitt af sér þá merkilegu stöðu að húsnæðisstuðningur frá hinu opinbera, hefur að miklu leyti runnið til fólks sem er yfir meðaltekjum í samfélaginu, á meðan að við höfum horft upp á stuðning við aðra hópa dragast saman. Nú tryggir ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, í sínum fyrsta húsnæðispakka, að þetta úrræði geti nýst öllum landsmönnum til framtíðar. Ungu fólki sem er að koma undir sig fótunum, en einnig þeim sem ekki hafa verið að spara í séreign til þessa. Það er réttlátt og sanngjarnt. Höfundur er kennari og varaþingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Fjárlagafrumvarp 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Sjá meira
Hvers vegna er nýr húsnæðispakki ríkistjórnarinnar þýðingarmikill ungu fólki og fyrstu kaupendum? Meðal annars vegna þess að í honum felst trygging fyrir því að þessum hópum verður áfram heimilt að nýta séreignarsparnað sinn skattfrjálst, ýmist til að greiða inn á húsnæðislán eða til að nýta sem útborgun fyrir íbúð. Tryggja á að allir fái tækifæri til þess að nýta þessa lausn, sem hefur nú staðið fólki til boða í rúman áratug. Hún verður ekki bara bundin við fyrstu kaupendur, þannig að ef þú ert ung manneskja sem hefur keypt þér eign nú þegar, en ekki verið að spara í séreign til þessa, þá er tækifærið til að fá þann mikla ábata sem felst í skattfrjálsum greiðslum inn á húsnæðislán ekki farið forgörðum. Þú getur fengið þín 10 ár af skattfrjálsri nýtingu, eins og allir aðrir. En til þess þarft þú auðvitað að vera að spara í séreign. Ef þú ert ekki viss um hvort þú ert að spara í séreign myndi ég kanna málið, en einungis um 60 prósent launþega á íslenskum vinnumarkaði hafa verið að safna í séreign að jafnaði undanfarinn áratug. Sparnaður sem felur í sér launahækkun Fólk er misvel upplýst um hvernig það á að safna í séreignarsparnað og kostina sem það hefur í för með sér. En það er mjög einfalt. Þú þarft einfaldlega að biðja bankann þinn, eða þá annað fjármálafyrirtæki, um að skrá þig í séreignarsparnað. Þú getur valið hvort þú leggur sjálfkrafa tvö eða fjögur prósent af launum þínum í hverjum mánuði fyrir í séreign, en óháð því hvað þú velur þá færð þú tveggja prósenta viðbótarframlag frá launagreiðanda. Séreignarsparnaður felur þannig í sér launahækkun í raun. Á næstunni verður farið í samráð um það hvernig megi fjölga þeim sem landsmönnum sem greiða í séreignarsparnað, en ljóst er að sparnaður í séreign og þar með nýting þessa forskots á fasteignamarkaði, hefur að uppistöðu verið nýttur af þeim sem hafa tekjur yfir meðallagi. Það eru helst þau sem hafa hærri laun sem spara í séreign. Mynd úr skýrslu stjórnvalda um húsnæðisstuðning frá 2022. Þetta hefur leitt af sér þá merkilegu stöðu að húsnæðisstuðningur frá hinu opinbera, hefur að miklu leyti runnið til fólks sem er yfir meðaltekjum í samfélaginu, á meðan að við höfum horft upp á stuðning við aðra hópa dragast saman. Nú tryggir ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, í sínum fyrsta húsnæðispakka, að þetta úrræði geti nýst öllum landsmönnum til framtíðar. Ungu fólki sem er að koma undir sig fótunum, en einnig þeim sem ekki hafa verið að spara í séreign til þessa. Það er réttlátt og sanngjarnt. Höfundur er kennari og varaþingmaður Samfylkingarinnar.
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun