Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 11. nóvember 2025 19:29 Eyrún Helga Aradóttir, formaður foreldrafélags Laugarnesskóla. Samsett Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla segist ekki vilja hugsa til þess hvað þurfi að gerast til að borgaryfirvöld taki gangbraut við skólann til skoðunar. Tvö slys hafa átt sér stað á sama stað á einum mánuði. Fyrr í dag var keyrt á tvo drengi sem voru á leið yfir gangbraut á gatnamótum Kirkjuteigs og Reykjavegar í Laugardalnum í Reykjavík. Drengirnir slösuðust ekki alvarlega en lögregla og sjúkrabíll voru kölluð á vettvang. „Ég sá að það var ekið yfir tvo drengi sem voru á leið yfir götuna. Sólin var lágt á lofti og blindaði bílstjórann,“ segir Guðmundur Valdimar Rafnsson, húsvörður í Laugarlækjarskóla sem varð vitni að slysinu. Hann hefur búið í hverfinu í tíu ár og segir að um þekkta slysagildru sé að ræða. „Alveg frá því að ég flutti hérna í hverfið hefur verið barist fyrir því að fá eitthvað bætt á þessum gatnamótum. Það hefur ekki fengið hljómgrunn. Það hafa verið undirskriftarlistar, skólinn hefur beðið um þetta, foreldrasamfélagið hefur beðið um þetta og ég er að biðja um þetta núna. Það þarf eitthvað til að bæta umferðaröryggi barnanna hérna,“ segir hann. Fyrir um mánuði síðan var keyrt á annan dreng sem var á leið yfir sömu gangbraut. Ítrekuð slys tilkynnt til lögreglu Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla tekur undir áhyggjur Guðmundar. Hún segir að foreldrafélagið og stjórnendur skólans hafi margoft bent á að laga þurfi gatnamótin. „Það þarf að gera eitthvað til að tryggja umferðaröryggi barnanna okkar sem sækja Laugarnesskóla,“ segir Eyrún Helga Aradóttir, formaður foreldrafélagsins. „Það hafa verið mörg slys í gegnum tíðina og í mörg ár verið bent á þessa ógn hér. Öll atvik, eða flest þeirra, hafa verið tilkynnt til lögreglu þannig að lögreglan hlýtur að vera með atvikaskrá. Við höfum margoft rætt þetta við borgina.“ Klippa: Annað slysið á tveimur mánuðum Eyrún segir borgaryfirvöld telja að ekki þurfi að gera neitt við gatnamótin. Hún bendir á að umferðin um götuna komi til með að þyngjast til muna á næstu misserum þar sem reisa á heilt skólaþorp í Laugardalnum. Nú þegar sé gríðarlega mikil umferð á háannatímanum þegar börnin sækja skólann. „Ég veit ekki hvað borgin vill að gerist þangað til að það verði eitthvað gert og ég vil ekki hugsa það til enda að það þurfi eitthvað hræðilegt að gerast til þess að hér verði til dæmis þrengd gata eða sett upp aðgangsstýrð gönguljós,“ segir Eyrún. Samgönguslys Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Fyrr í dag var keyrt á tvo drengi sem voru á leið yfir gangbraut á gatnamótum Kirkjuteigs og Reykjavegar í Laugardalnum í Reykjavík. Drengirnir slösuðust ekki alvarlega en lögregla og sjúkrabíll voru kölluð á vettvang. „Ég sá að það var ekið yfir tvo drengi sem voru á leið yfir götuna. Sólin var lágt á lofti og blindaði bílstjórann,“ segir Guðmundur Valdimar Rafnsson, húsvörður í Laugarlækjarskóla sem varð vitni að slysinu. Hann hefur búið í hverfinu í tíu ár og segir að um þekkta slysagildru sé að ræða. „Alveg frá því að ég flutti hérna í hverfið hefur verið barist fyrir því að fá eitthvað bætt á þessum gatnamótum. Það hefur ekki fengið hljómgrunn. Það hafa verið undirskriftarlistar, skólinn hefur beðið um þetta, foreldrasamfélagið hefur beðið um þetta og ég er að biðja um þetta núna. Það þarf eitthvað til að bæta umferðaröryggi barnanna hérna,“ segir hann. Fyrir um mánuði síðan var keyrt á annan dreng sem var á leið yfir sömu gangbraut. Ítrekuð slys tilkynnt til lögreglu Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla tekur undir áhyggjur Guðmundar. Hún segir að foreldrafélagið og stjórnendur skólans hafi margoft bent á að laga þurfi gatnamótin. „Það þarf að gera eitthvað til að tryggja umferðaröryggi barnanna okkar sem sækja Laugarnesskóla,“ segir Eyrún Helga Aradóttir, formaður foreldrafélagsins. „Það hafa verið mörg slys í gegnum tíðina og í mörg ár verið bent á þessa ógn hér. Öll atvik, eða flest þeirra, hafa verið tilkynnt til lögreglu þannig að lögreglan hlýtur að vera með atvikaskrá. Við höfum margoft rætt þetta við borgina.“ Klippa: Annað slysið á tveimur mánuðum Eyrún segir borgaryfirvöld telja að ekki þurfi að gera neitt við gatnamótin. Hún bendir á að umferðin um götuna komi til með að þyngjast til muna á næstu misserum þar sem reisa á heilt skólaþorp í Laugardalnum. Nú þegar sé gríðarlega mikil umferð á háannatímanum þegar börnin sækja skólann. „Ég veit ekki hvað borgin vill að gerist þangað til að það verði eitthvað gert og ég vil ekki hugsa það til enda að það þurfi eitthvað hræðilegt að gerast til þess að hér verði til dæmis þrengd gata eða sett upp aðgangsstýrð gönguljós,“ segir Eyrún.
Samgönguslys Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira