Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2025 06:31 Heimamaðurinn Lorenzo Musetti sést hér mæta til leiks í m ATP-úrslitakeppninni í tennis í Tórínó í gær. Getty/Marco Canoniero Tveir áhorfendur létust á mánudagsleikjum ATP-úrslitakeppninnar í tennis í Tórínó í gær. Áhorfendurnir tveir voru 70 og 78 ára gamlir og dauðsföllin áttu sér stað á mismunandi tímum í leikvanginum í ítölsku borginni. Þeir létust báðir eftir hjartastopp. Dauðsföllin voru staðfest af ATP og ítalska tennis- og padelsambandinu (FITP), að sögn breska ríkisútvarpsins. Sky Sports segir frá. „FITP og ATP votta sína dýpstu samúð vegna hins hörmulega fráfalls tveggja áhorfenda á ATP-úrslitakeppninni í Tórínó í gær,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu. Þar kemur einnig fram að sjúkralið hafi brugðist skjótt við og veitt alla mögulega aðstoð. Two spectators die at ATP Finals after medical emergencies https://t.co/bOJrNA9YAY pic.twitter.com/ie3xtwubO8— The Independent (@Independent) November 11, 2025 „Þrátt fyrir skjót viðbrögð og flutning á sjúkrahús í kjölfarið létust því miður báðir,“ segir enn fremur. Fyrsta einliðaleik mánudagsins milli Lorenzo Musetti og Taylor Fritz seinkaði vegna tilkynningar um neyðartilvik meðal áhorfenda. Nokkur þúsund ítalskir aðdáendur höfðu mætt til að styðja Musetti og ríkjandi meistara Jannik Sinner. ATP-úrslitakeppnin stendur yfir til næstkomandi sunnudags. Sinner hóf titilvörnina vel Jannik Sinner hóf titilvörn sína á ATP-úrslitakeppninni með því að sigra Felix Auger-Aliassime, sem glímdi við meiðsli, fyrir framan ástríðufullan áhorfendaskara í Tórínó. Ítalinn Sinner, sem er annar í styrkleikaröð mótsins, var óaðfinnanlegur í uppgjöfum sínum í 7-5, 6-1 sigri á Kanadamanninum. Sigurinn kemur Sinner í efsta sæti Björn Borg-riðilsins þar sem hann reynir að tryggja sér efsta sæti heimslistans í lok árs. Keppa líka um efsta sæti heimslistans Hann og keppinautur hans Alcaraz keppa um efsta sæti heimslistans í lok árs í Tórínó. Sinner verður að verja titil sinn – og vona að Alcaraz tapi leik í riðlakeppninni og komist ekki í úrslitaleikinn – til að halda efsta sætinu. Alcaraz, sem er í hinum riðlinum á móti Sinner, hóf keppni sína með sigri í tveimur settum gegn Alex de Minaur á sunnudag. Fyrr í gær brilleraði Taylor Fritz í uppgjöfum sínum og sigraði heimamanninn Lorenzo Musetti 6-3, 6-4 í Jimmy Connors-riðlinum. Tennis Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
Áhorfendurnir tveir voru 70 og 78 ára gamlir og dauðsföllin áttu sér stað á mismunandi tímum í leikvanginum í ítölsku borginni. Þeir létust báðir eftir hjartastopp. Dauðsföllin voru staðfest af ATP og ítalska tennis- og padelsambandinu (FITP), að sögn breska ríkisútvarpsins. Sky Sports segir frá. „FITP og ATP votta sína dýpstu samúð vegna hins hörmulega fráfalls tveggja áhorfenda á ATP-úrslitakeppninni í Tórínó í gær,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu. Þar kemur einnig fram að sjúkralið hafi brugðist skjótt við og veitt alla mögulega aðstoð. Two spectators die at ATP Finals after medical emergencies https://t.co/bOJrNA9YAY pic.twitter.com/ie3xtwubO8— The Independent (@Independent) November 11, 2025 „Þrátt fyrir skjót viðbrögð og flutning á sjúkrahús í kjölfarið létust því miður báðir,“ segir enn fremur. Fyrsta einliðaleik mánudagsins milli Lorenzo Musetti og Taylor Fritz seinkaði vegna tilkynningar um neyðartilvik meðal áhorfenda. Nokkur þúsund ítalskir aðdáendur höfðu mætt til að styðja Musetti og ríkjandi meistara Jannik Sinner. ATP-úrslitakeppnin stendur yfir til næstkomandi sunnudags. Sinner hóf titilvörnina vel Jannik Sinner hóf titilvörn sína á ATP-úrslitakeppninni með því að sigra Felix Auger-Aliassime, sem glímdi við meiðsli, fyrir framan ástríðufullan áhorfendaskara í Tórínó. Ítalinn Sinner, sem er annar í styrkleikaröð mótsins, var óaðfinnanlegur í uppgjöfum sínum í 7-5, 6-1 sigri á Kanadamanninum. Sigurinn kemur Sinner í efsta sæti Björn Borg-riðilsins þar sem hann reynir að tryggja sér efsta sæti heimslistans í lok árs. Keppa líka um efsta sæti heimslistans Hann og keppinautur hans Alcaraz keppa um efsta sæti heimslistans í lok árs í Tórínó. Sinner verður að verja titil sinn – og vona að Alcaraz tapi leik í riðlakeppninni og komist ekki í úrslitaleikinn – til að halda efsta sætinu. Alcaraz, sem er í hinum riðlinum á móti Sinner, hóf keppni sína með sigri í tveimur settum gegn Alex de Minaur á sunnudag. Fyrr í gær brilleraði Taylor Fritz í uppgjöfum sínum og sigraði heimamanninn Lorenzo Musetti 6-3, 6-4 í Jimmy Connors-riðlinum.
Tennis Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum